Formúla 1

Nico Rosberg á ráspól

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Rosberg fagnar eftir góða tímatöku.
Rosberg fagnar eftir góða tímatöku. Vísir/Getty
Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól og liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar. Daniel Ricciardo varð þriðji. Valtteri Bottas varð fjórði. Bottas mun þó ræsa þriðji í keppninni í Bahrain á morgun.

„Að hefja keppni á ráspól er augljóslega gott, en á morgun er önnur áskorun, þar verður dekkjaslit aðal vandamálið en vonandi náum við að vinna á morgun,“ sagði Rosberg eftir tímatökuna.

Ricciardo mun hefja keppni 10 sætum aftar en hann endaði í tímatökunni. Refsingin kemur til vegna atviks á þjónustusvæði í síðustu keppni. Hann fór þá af stað með eitt laust dekk eftir þjónustuhlé. Hann ræsir því þrettándi.

Maldonado komst ekki uppúr fyrstu lotu í dag. Lotus enn í vanda.Vísir/Getty
Mikill munur er á hraða eftir dekkjum þessa helgina. Mercedes menn notuðu eingöngu harðari gerð helgarinnar, sem eru millihörð dekk, í fyrstu lotu. Mýkri gerðin er um það bil 2 sekúndum hraðskreiðari á hverjum hring. Það undirstrikar yfirburði Mercedes bílsins að þeir komust þrátt fyrir það auðveldlega í aðra lotu.

Romain Grosjean rétt náði að komast í aðra lotuna en ýtti þá liðsfélaga sínum, Pastor Maldonado yfir línuna og út úr tímatökunni.

Önnur lotan hófst en enginn fór af stað í fyrstu. Ástæðan er sú að í ljósaskiptunum kólnar mikið og þá skila vélarnar meira afli. Sebastian Vettel komst ekki áfram í þriðju lotu. 7 bílar af 10 í þriðju lotu voru knúnir af Mercedes vélum.

Vettel sagði eftir tímatökuna „Lokatilraunin var erfið, dekkin voru að læsast. Við höfum verið að fikta með stillingar á þessu undanfarið, ég vil ekki kenna því um, það var meiri hraði til í bílnum.“

Undir lok þriðju lotu læsti Hamilton dekki í fyrstu beygju og eyðilagði þar með möguleika sína á að reyna að næla í ráspól.

„Dekkjaslit verður mikið vandamál á morgun, þannig er það alltaf hér,“ sagði Hamilton.

Ökumenn í sætum fjögur til þrettán munu færast upp um eitt sæti vegna refsingar Ricciardo.

Hamilton, Rosberg og Ricciardo. Þrír fljótustu menn tímatökunnar.Vísir/Getty
Niðurstaða tímatökunnar:

1.Nico Rosberg - Mercedes

2.Lewis Hamilton - Mercedes

3.Daniel Ricciardo - Red Bull - ræsir 13.

4.Valtteri Bottas - Williams

5.Sergio Perez - Force India

6.Kimi Raikkonen - Ferrari

7.Jenson Button - McLaren

8.Felipe Massa - Williams

9.Kevin Magnussen - McLaren

10.Fernando Alonso - Ferrari

Þessir duttu út í annari umferð:

11.Sebastian Vettel - Red Bull

12.Nico Hulkenberg - Force India

13.Daniil Kvyat - Toro Rosso

14.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso

15.Esteban Gutierrez - Sauber

16.Romain Grosjean - Lotus

Þessir duttu út í fyrstu umferð:

17.Pastor Maldonado - Lotus

18.Adrian Sutil - Sauber

19.Kamui Kobayashi - Caterham

20.Jules Bianchi - Marussia

21.Marcus Ericsson - Caterham

22.Max Chilton - Marussia

Keppnin er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 14:30 á morgun.


Tengdar fréttir

Lewis Hamilton á ráspól í Malasíu

Lewis Hamilton mun ræsa fyrstur í malasíska kappakstrinum á morgun eftir tímatöku dagsins. Hann mun deila fremstu röðinni á ráslínu með Sebastian Vettel. Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji.

Sauber bíllinn mun léttast

Sauber liðið er að undirbúa nýjan og léttari undirvagn. Svissneska liðinu hefur ekki tekist að komast undir 692 kg hámarksþyngd formúlu 1 bíla.

Mercedes-menn fljótastir í Barein

Mercedes-mennirnir Lewis Hamilton og Nico Rosberg voru fljótastir á báðum æfingum dagsins í Barein í dag. Þriðji varð Fernando Alonso á Ferrari.

Alonso veit hvað Ferrari þarf að bæta

Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari segir að liðið viti hvaða atriði þarfnast lagfæringa. Ferrari stefnir á að geta keppt við bestu bílana fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×