Engar liðsskipanir hjá Mercedes: Hamilton og Rosberg fá að berjast Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2014 14:00 Nico Rosberg og Lewis Hamilton þurfa ekki að víkja. Vísir/getty Lewis Hamilton vann Barein-kappaksturinn í Formúlu 1 á sunnudaginn og liðsfélagi hans, Nico Rosberg, varð annar eftir magnaða keppni þeirra tveggja um sigurinn. Mercedes-bíllinn kemur langbest undan vetri og má fastlega reikna með þeim tveimur í baráttunni um sigurinn í fleiri keppnum. Og þeir munu fá að berjast um hvern einasta sigur. Þeim verður aldrei gert að víkja fyrir hvorum öðrum. Þetta staðfesti annar yfirmanna Mercedes-liðsins, PaddyLowe, eftir keppnina í Barein aðspurður út í samskipti keppnisstjóranna við ökuþórana en í talstöðinni var þeim sagt að lenda ekki í árekstri við hvorn annan. „Það var engin ástæða til að segja það ekki,“ segir Lowe í samtali við BBC en liðsfélagarnir voru margsinnis hlið við hlið í brautinni og voru stundum ansi nálægt því að eyðileggja fyrir hvorum öðrum. „Við vildum bara minna þá á að skila bílunum heilum í mark. Þetta tengdist ekkert taktík. Þetta var bara vingjarnleg áminning.“ Hinn yfirmaður Mercedes-liðsins, Toto Wolff, var í skýjunum með keppnina og hversu flottir Rosberg og Hamilton voru í baráttunni þrátt fyrir að vera liðsfélagar. „Að búa til svona sýningu án þess að stofna bílunum í hættu, það gerist ekki betra en það. Þetta var frábær auglýsing fyrir Formúlu 1 á sama tíma og menn keppast við að tala Formúluna niður,“ segir Toto Wolff. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton vann í Bahrain Lewis Hamilton á Mercedes vann í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar. Sergio Perez á Force India varð þriðji. 6. apríl 2014 17:09 Bílskúrinn: Hvað er að frétta eftir Bahrain? Breski ökumaðurinn Lewis Hamilton á Mercedes vann keppnina í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sergio Perez á Force India varð þriðji. Við förum yfir málin í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi. 7. apríl 2014 22:30 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamilton vann Barein-kappaksturinn í Formúlu 1 á sunnudaginn og liðsfélagi hans, Nico Rosberg, varð annar eftir magnaða keppni þeirra tveggja um sigurinn. Mercedes-bíllinn kemur langbest undan vetri og má fastlega reikna með þeim tveimur í baráttunni um sigurinn í fleiri keppnum. Og þeir munu fá að berjast um hvern einasta sigur. Þeim verður aldrei gert að víkja fyrir hvorum öðrum. Þetta staðfesti annar yfirmanna Mercedes-liðsins, PaddyLowe, eftir keppnina í Barein aðspurður út í samskipti keppnisstjóranna við ökuþórana en í talstöðinni var þeim sagt að lenda ekki í árekstri við hvorn annan. „Það var engin ástæða til að segja það ekki,“ segir Lowe í samtali við BBC en liðsfélagarnir voru margsinnis hlið við hlið í brautinni og voru stundum ansi nálægt því að eyðileggja fyrir hvorum öðrum. „Við vildum bara minna þá á að skila bílunum heilum í mark. Þetta tengdist ekkert taktík. Þetta var bara vingjarnleg áminning.“ Hinn yfirmaður Mercedes-liðsins, Toto Wolff, var í skýjunum með keppnina og hversu flottir Rosberg og Hamilton voru í baráttunni þrátt fyrir að vera liðsfélagar. „Að búa til svona sýningu án þess að stofna bílunum í hættu, það gerist ekki betra en það. Þetta var frábær auglýsing fyrir Formúlu 1 á sama tíma og menn keppast við að tala Formúluna niður,“ segir Toto Wolff.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton vann í Bahrain Lewis Hamilton á Mercedes vann í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar. Sergio Perez á Force India varð þriðji. 6. apríl 2014 17:09 Bílskúrinn: Hvað er að frétta eftir Bahrain? Breski ökumaðurinn Lewis Hamilton á Mercedes vann keppnina í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sergio Perez á Force India varð þriðji. Við förum yfir málin í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi. 7. apríl 2014 22:30 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamilton vann í Bahrain Lewis Hamilton á Mercedes vann í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar. Sergio Perez á Force India varð þriðji. 6. apríl 2014 17:09
Bílskúrinn: Hvað er að frétta eftir Bahrain? Breski ökumaðurinn Lewis Hamilton á Mercedes vann keppnina í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sergio Perez á Force India varð þriðji. Við förum yfir málin í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi. 7. apríl 2014 22:30