Námsráðgjafar skora á stjórnvöld Helga Helgadóttir og Ágústa Björnsdóttir skrifar 27. mars 2014 16:48 Félag náms- og starfsráðgjafa (FNS) skorar á stjórnvöld og samninganefnd Félags framhaldsskólakennara (FF) að leita allra leiða til að leysa yfirstandandi kjaradeilu. Það er almannahagur að deilan leysist farsællega sem allra fyrst. Náms- og starfsráðgjafar sem starfa í framhaldsskólum eru í FF og taka því þátt í verkfallsaðgerðum. Mikil umræða hefur skapast um störf kennara, vinnuskilyrði þeirra, kjör og endalausar hagræðingaraðgerðir sem bitnað hafa hart á framhaldsskólunum. Okkar félagsmenn, náms – og starfsráðgjafar, hafa svo sannarlega orðið áþreifanlega varir við þann harða niðurskurð sem orðið hefur á þjónustu og stuðningi við nemendur í framhaldsskólum landsins og fundið fyrir því álagi sem þessu fylgir. Æskilegt er að fjöldi nemenda á bak við hvern ráðgjafa í framhaldsskólum fari ekki yfir 300 nemendur en í flestum framhaldsskólum er raunin allt önnur og oft eru tvöfalt eða fleiri nemendur á hvern ráðgjafa. Oftar en ekki bera náms- og starfsráðgjafar hitann og þungann af stuðningskerfi skólanna þar sem fjölbreyttur nemendahópur kallar á misjafnar lausnir og stuðning. Mikil umræða hefur skapast undanfarið um háa tíðni brotthvarfs úr framhaldsskólum hér á landi og telja margir að aukin ráðgjöf um nám og störf sé lykilþáttur í því að bæta úr þeim vanda. Þessu erum við auðvitað sammála, en til að hægt sé að veita þessa mikilvægu þjónustu þarf að huga að fjölda nemenda á bak við hvern ráðgjafa. Nauðsynlegt er að auka vægi náms- og starfsfræðslu á öllum skólastigum, en til að það megi takast þarf að búa betur að ráðgjöfum og skapa þeim viðunandi starfskjör og skilyrði.Ágústa Björnsdóttir, náms- og starfsráðgjafi..Sýnt hefur verið fram á að nauðsynlegt sé að ungt fólk geri sér betur grein fyrir tilgangi menntunar og hafi betri upplýsingar um starfsmöguleika sína og atvinnulífið í heild. Til að hægt sé að tengja þetta tvennt saman er nauðsynlegt að byggja á traustum grunni upplýsinga um nám og störf. Slíkur gagnagrunnur er ekki til staðar í dag en myndi skipta sköpum. Þar væri hægt að tengja saman upplýsingar um nám og vinnumarkað líkt og aðrar þjóðir hafa gert með góðum árangri. Frá því í september 2012 hefur SÆNS, Sérfræðisetur um ævilanga náms – og starfsráðgjöf, unnið að því í samvinnu við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins að búa til slíkan gagnagrunn þar sem hægt væri að finna upplýsingar um nám og störf hér á landi á einum stað. Notendur gagnagrunnsins áttu einnig að hafa aðgang að könnunum um leikni og áhuga og tengja þær upplýsingar við lýsingar á námi og störfum og brúa þannig bilið á milli hæfni og áhuga við gagnagrunn um störf og nám. Þetta mjög svo metnaðarfulla verkefni var fjármagnað með svokölluðum IPA styrk sem nú hefur verið afturkallaður. Þessi brúarsmíði á milli einstaklinga og atvinnulífs er rétt svo hálfnuð. Það skiptir sköpum að stjórnvöld átti sig á hversu nauðsynlegur slíkur gagnagrunnur er og tryggi fjármagn til að hægt sé að ljúka verkinu. Náms– og starfsráðgjafi er lögverndað starfsheiti og samkvæmt lögum eiga allir nemendur rétt á náms- og starfsráðgjöf. Félagar í FNS skora hér með á stjórnvöld að tryggja framkvæmd laganna með betri starfsskilyrðum og kjörum fyrir náms- og starfsráðgjafa sem starfa í íslensku skólakerfi. F.h. stjórnar FNS Helga Helgadóttir og Ágústa Björnsdóttir Náms- og starfsráðgjafar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Félag náms- og starfsráðgjafa (FNS) skorar á stjórnvöld og samninganefnd Félags framhaldsskólakennara (FF) að leita allra leiða til að leysa yfirstandandi kjaradeilu. Það er almannahagur að deilan leysist farsællega sem allra fyrst. Náms- og starfsráðgjafar sem starfa í framhaldsskólum eru í FF og taka því þátt í verkfallsaðgerðum. Mikil umræða hefur skapast um störf kennara, vinnuskilyrði þeirra, kjör og endalausar hagræðingaraðgerðir sem bitnað hafa hart á framhaldsskólunum. Okkar félagsmenn, náms – og starfsráðgjafar, hafa svo sannarlega orðið áþreifanlega varir við þann harða niðurskurð sem orðið hefur á þjónustu og stuðningi við nemendur í framhaldsskólum landsins og fundið fyrir því álagi sem þessu fylgir. Æskilegt er að fjöldi nemenda á bak við hvern ráðgjafa í framhaldsskólum fari ekki yfir 300 nemendur en í flestum framhaldsskólum er raunin allt önnur og oft eru tvöfalt eða fleiri nemendur á hvern ráðgjafa. Oftar en ekki bera náms- og starfsráðgjafar hitann og þungann af stuðningskerfi skólanna þar sem fjölbreyttur nemendahópur kallar á misjafnar lausnir og stuðning. Mikil umræða hefur skapast undanfarið um háa tíðni brotthvarfs úr framhaldsskólum hér á landi og telja margir að aukin ráðgjöf um nám og störf sé lykilþáttur í því að bæta úr þeim vanda. Þessu erum við auðvitað sammála, en til að hægt sé að veita þessa mikilvægu þjónustu þarf að huga að fjölda nemenda á bak við hvern ráðgjafa. Nauðsynlegt er að auka vægi náms- og starfsfræðslu á öllum skólastigum, en til að það megi takast þarf að búa betur að ráðgjöfum og skapa þeim viðunandi starfskjör og skilyrði.Ágústa Björnsdóttir, náms- og starfsráðgjafi..Sýnt hefur verið fram á að nauðsynlegt sé að ungt fólk geri sér betur grein fyrir tilgangi menntunar og hafi betri upplýsingar um starfsmöguleika sína og atvinnulífið í heild. Til að hægt sé að tengja þetta tvennt saman er nauðsynlegt að byggja á traustum grunni upplýsinga um nám og störf. Slíkur gagnagrunnur er ekki til staðar í dag en myndi skipta sköpum. Þar væri hægt að tengja saman upplýsingar um nám og vinnumarkað líkt og aðrar þjóðir hafa gert með góðum árangri. Frá því í september 2012 hefur SÆNS, Sérfræðisetur um ævilanga náms – og starfsráðgjöf, unnið að því í samvinnu við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins að búa til slíkan gagnagrunn þar sem hægt væri að finna upplýsingar um nám og störf hér á landi á einum stað. Notendur gagnagrunnsins áttu einnig að hafa aðgang að könnunum um leikni og áhuga og tengja þær upplýsingar við lýsingar á námi og störfum og brúa þannig bilið á milli hæfni og áhuga við gagnagrunn um störf og nám. Þetta mjög svo metnaðarfulla verkefni var fjármagnað með svokölluðum IPA styrk sem nú hefur verið afturkallaður. Þessi brúarsmíði á milli einstaklinga og atvinnulífs er rétt svo hálfnuð. Það skiptir sköpum að stjórnvöld átti sig á hversu nauðsynlegur slíkur gagnagrunnur er og tryggi fjármagn til að hægt sé að ljúka verkinu. Náms– og starfsráðgjafi er lögverndað starfsheiti og samkvæmt lögum eiga allir nemendur rétt á náms- og starfsráðgjöf. Félagar í FNS skora hér með á stjórnvöld að tryggja framkvæmd laganna með betri starfsskilyrðum og kjörum fyrir náms- og starfsráðgjafa sem starfa í íslensku skólakerfi. F.h. stjórnar FNS Helga Helgadóttir og Ágústa Björnsdóttir Náms- og starfsráðgjafar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun