Námsráðgjafar skora á stjórnvöld Helga Helgadóttir og Ágústa Björnsdóttir skrifar 27. mars 2014 16:48 Félag náms- og starfsráðgjafa (FNS) skorar á stjórnvöld og samninganefnd Félags framhaldsskólakennara (FF) að leita allra leiða til að leysa yfirstandandi kjaradeilu. Það er almannahagur að deilan leysist farsællega sem allra fyrst. Náms- og starfsráðgjafar sem starfa í framhaldsskólum eru í FF og taka því þátt í verkfallsaðgerðum. Mikil umræða hefur skapast um störf kennara, vinnuskilyrði þeirra, kjör og endalausar hagræðingaraðgerðir sem bitnað hafa hart á framhaldsskólunum. Okkar félagsmenn, náms – og starfsráðgjafar, hafa svo sannarlega orðið áþreifanlega varir við þann harða niðurskurð sem orðið hefur á þjónustu og stuðningi við nemendur í framhaldsskólum landsins og fundið fyrir því álagi sem þessu fylgir. Æskilegt er að fjöldi nemenda á bak við hvern ráðgjafa í framhaldsskólum fari ekki yfir 300 nemendur en í flestum framhaldsskólum er raunin allt önnur og oft eru tvöfalt eða fleiri nemendur á hvern ráðgjafa. Oftar en ekki bera náms- og starfsráðgjafar hitann og þungann af stuðningskerfi skólanna þar sem fjölbreyttur nemendahópur kallar á misjafnar lausnir og stuðning. Mikil umræða hefur skapast undanfarið um háa tíðni brotthvarfs úr framhaldsskólum hér á landi og telja margir að aukin ráðgjöf um nám og störf sé lykilþáttur í því að bæta úr þeim vanda. Þessu erum við auðvitað sammála, en til að hægt sé að veita þessa mikilvægu þjónustu þarf að huga að fjölda nemenda á bak við hvern ráðgjafa. Nauðsynlegt er að auka vægi náms- og starfsfræðslu á öllum skólastigum, en til að það megi takast þarf að búa betur að ráðgjöfum og skapa þeim viðunandi starfskjör og skilyrði.Ágústa Björnsdóttir, náms- og starfsráðgjafi..Sýnt hefur verið fram á að nauðsynlegt sé að ungt fólk geri sér betur grein fyrir tilgangi menntunar og hafi betri upplýsingar um starfsmöguleika sína og atvinnulífið í heild. Til að hægt sé að tengja þetta tvennt saman er nauðsynlegt að byggja á traustum grunni upplýsinga um nám og störf. Slíkur gagnagrunnur er ekki til staðar í dag en myndi skipta sköpum. Þar væri hægt að tengja saman upplýsingar um nám og vinnumarkað líkt og aðrar þjóðir hafa gert með góðum árangri. Frá því í september 2012 hefur SÆNS, Sérfræðisetur um ævilanga náms – og starfsráðgjöf, unnið að því í samvinnu við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins að búa til slíkan gagnagrunn þar sem hægt væri að finna upplýsingar um nám og störf hér á landi á einum stað. Notendur gagnagrunnsins áttu einnig að hafa aðgang að könnunum um leikni og áhuga og tengja þær upplýsingar við lýsingar á námi og störfum og brúa þannig bilið á milli hæfni og áhuga við gagnagrunn um störf og nám. Þetta mjög svo metnaðarfulla verkefni var fjármagnað með svokölluðum IPA styrk sem nú hefur verið afturkallaður. Þessi brúarsmíði á milli einstaklinga og atvinnulífs er rétt svo hálfnuð. Það skiptir sköpum að stjórnvöld átti sig á hversu nauðsynlegur slíkur gagnagrunnur er og tryggi fjármagn til að hægt sé að ljúka verkinu. Náms– og starfsráðgjafi er lögverndað starfsheiti og samkvæmt lögum eiga allir nemendur rétt á náms- og starfsráðgjöf. Félagar í FNS skora hér með á stjórnvöld að tryggja framkvæmd laganna með betri starfsskilyrðum og kjörum fyrir náms- og starfsráðgjafa sem starfa í íslensku skólakerfi. F.h. stjórnar FNS Helga Helgadóttir og Ágústa Björnsdóttir Náms- og starfsráðgjafar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Félag náms- og starfsráðgjafa (FNS) skorar á stjórnvöld og samninganefnd Félags framhaldsskólakennara (FF) að leita allra leiða til að leysa yfirstandandi kjaradeilu. Það er almannahagur að deilan leysist farsællega sem allra fyrst. Náms- og starfsráðgjafar sem starfa í framhaldsskólum eru í FF og taka því þátt í verkfallsaðgerðum. Mikil umræða hefur skapast um störf kennara, vinnuskilyrði þeirra, kjör og endalausar hagræðingaraðgerðir sem bitnað hafa hart á framhaldsskólunum. Okkar félagsmenn, náms – og starfsráðgjafar, hafa svo sannarlega orðið áþreifanlega varir við þann harða niðurskurð sem orðið hefur á þjónustu og stuðningi við nemendur í framhaldsskólum landsins og fundið fyrir því álagi sem þessu fylgir. Æskilegt er að fjöldi nemenda á bak við hvern ráðgjafa í framhaldsskólum fari ekki yfir 300 nemendur en í flestum framhaldsskólum er raunin allt önnur og oft eru tvöfalt eða fleiri nemendur á hvern ráðgjafa. Oftar en ekki bera náms- og starfsráðgjafar hitann og þungann af stuðningskerfi skólanna þar sem fjölbreyttur nemendahópur kallar á misjafnar lausnir og stuðning. Mikil umræða hefur skapast undanfarið um háa tíðni brotthvarfs úr framhaldsskólum hér á landi og telja margir að aukin ráðgjöf um nám og störf sé lykilþáttur í því að bæta úr þeim vanda. Þessu erum við auðvitað sammála, en til að hægt sé að veita þessa mikilvægu þjónustu þarf að huga að fjölda nemenda á bak við hvern ráðgjafa. Nauðsynlegt er að auka vægi náms- og starfsfræðslu á öllum skólastigum, en til að það megi takast þarf að búa betur að ráðgjöfum og skapa þeim viðunandi starfskjör og skilyrði.Ágústa Björnsdóttir, náms- og starfsráðgjafi..Sýnt hefur verið fram á að nauðsynlegt sé að ungt fólk geri sér betur grein fyrir tilgangi menntunar og hafi betri upplýsingar um starfsmöguleika sína og atvinnulífið í heild. Til að hægt sé að tengja þetta tvennt saman er nauðsynlegt að byggja á traustum grunni upplýsinga um nám og störf. Slíkur gagnagrunnur er ekki til staðar í dag en myndi skipta sköpum. Þar væri hægt að tengja saman upplýsingar um nám og vinnumarkað líkt og aðrar þjóðir hafa gert með góðum árangri. Frá því í september 2012 hefur SÆNS, Sérfræðisetur um ævilanga náms – og starfsráðgjöf, unnið að því í samvinnu við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins að búa til slíkan gagnagrunn þar sem hægt væri að finna upplýsingar um nám og störf hér á landi á einum stað. Notendur gagnagrunnsins áttu einnig að hafa aðgang að könnunum um leikni og áhuga og tengja þær upplýsingar við lýsingar á námi og störfum og brúa þannig bilið á milli hæfni og áhuga við gagnagrunn um störf og nám. Þetta mjög svo metnaðarfulla verkefni var fjármagnað með svokölluðum IPA styrk sem nú hefur verið afturkallaður. Þessi brúarsmíði á milli einstaklinga og atvinnulífs er rétt svo hálfnuð. Það skiptir sköpum að stjórnvöld átti sig á hversu nauðsynlegur slíkur gagnagrunnur er og tryggi fjármagn til að hægt sé að ljúka verkinu. Náms– og starfsráðgjafi er lögverndað starfsheiti og samkvæmt lögum eiga allir nemendur rétt á náms- og starfsráðgjöf. Félagar í FNS skora hér með á stjórnvöld að tryggja framkvæmd laganna með betri starfsskilyrðum og kjörum fyrir náms- og starfsráðgjafa sem starfa í íslensku skólakerfi. F.h. stjórnar FNS Helga Helgadóttir og Ágústa Björnsdóttir Náms- og starfsráðgjafar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar