Fagfólkið má vita, ekki foreldrarnir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. mars 2014 08:54 Fulltrúar Bezta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í skóla- og frístundaráði felldu í síðustu viku tillögu sjálfstæðismanna um að aflétta leynd af útkomu einstakra grunnskóla í Reykjavík í PISA-könnuninni svokölluðu, sem mælir þekkingu grunnskólanema í mörgum löndum. Þetta var einkennileg ákvörðun hjá auknum meirihluta borgarstjórnar og rökstuðningurinn fyrir henni er enn þá furðulegri. Eva Einarsdóttir, fulltrúi Bezta flokksins í skóla- og frístundaráði, sagði í samtali við Fréttablaðið að hvorki skólarnir né nemendurnir hefðu gott af því að „auglýsa hvaða skólar standi sig vel og hverjir illa“ eins og hún orðaði það. Í bókun meirihluta ráðsins kemur skýrt fram að hann treystir foreldrum ekki fyrir upplýsingum um það hvernig hver og einn skóli kom út úr könnuninni; það sé alveg nóg að fagfólk hafi þær upplýsingar og fjalli um þær. „Fagfólk skólanna ígrundar niðurstöður sinna nemenda og útfærir umbótaáætlun á þeim grunni. Vandséð er hvernig þeim mun ganga betur í þeirri vinnu með því að kjörnir fulltrúar hafi eingöngu áhuga á því að mata fjölmiðla á því hver er bestur og hver er verstur samkvæmt gamaldags sýn þeirra sem telja skólastarf vera keppnisíþrótt,“ segir meirihlutinn. Þetta er allt saman einhver ógurlegur misskilningur á gildi opinnar stjórnsýslu og að almenningur hafi greiðan aðgang að upplýsingum. Meirihlutinn í borgarstjórn virðist gleyma að skólarnir eru reknir fyrir peninga foreldranna og þeir hljóta að gera kröfu um að útsvarið þeirra sé nýtt með góðum árangri. Það er orðið almennt viðurkennt að til þess að geta metið gæði opinberrar þjónustu verða að liggja fyrir mælingar á árangri hennar. Það er algjörlega galið að segja að þegar slíkar mælingar liggi fyrir eigi þær eingöngu að vera aðgengilegar starfsmönnum kerfisins, en ekki notendunum. Embættismennirnir eru í þjónustu skattgreiðenda og verða að lúta aðhaldi frá almenningi, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þegar rætt er um að birta samanburð á skólum, til dæmis útkomu í lesskimunarprófum eða samræmdum prófum, er oft bent á að það sé ójafnt gefið; skólar í hverfum þar sem tekjur eru lægri, menntun minni og margir innflytjendur komi til dæmis verr út en aðrir. Það er rétt og verður að taka tillit til þess. En það er ekki hægt að útskýra burt allan mun á skólum með slíkum félagslegum þáttum, af því að við vitum að kennarar eru misgóðir, skólastjórnendur eru misgóðir og skólar eru misgóðir. Með slíkri nálgun er búið að fjarlægja þann hvata til að gera betur sem allir þurfa á að halda. Í tillögu sjálfstæðismanna er bent á alþjóðlegar rannsóknir sem sýna fram á að kostir sjálfstæðis skóla nýtist illa ef upplýsingar um árangurinn eru ekki tiltækar foreldrum og skólasamfélaginu. Þetta liggur raunar í augum uppi. Stjórnendur skóla eiga ekki bara að hafa sjálfstæði til að gera það sem þeim finnst sniðugt, heldur hljóta þeir að þurfa að hlusta á viðskiptavini sína, foreldra nemendanna. Með því að halda niðurstöðum PISA-könnunarinnar leyndum er nefnilega verið að skrúfa fyrir mikilvæga auðlind, sem er aðhald frá foreldrum skólabarna. Í þeim hópi eru margir sem vita sínu viti, ekkert síður en fagfólkið í skólunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Fulltrúar Bezta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í skóla- og frístundaráði felldu í síðustu viku tillögu sjálfstæðismanna um að aflétta leynd af útkomu einstakra grunnskóla í Reykjavík í PISA-könnuninni svokölluðu, sem mælir þekkingu grunnskólanema í mörgum löndum. Þetta var einkennileg ákvörðun hjá auknum meirihluta borgarstjórnar og rökstuðningurinn fyrir henni er enn þá furðulegri. Eva Einarsdóttir, fulltrúi Bezta flokksins í skóla- og frístundaráði, sagði í samtali við Fréttablaðið að hvorki skólarnir né nemendurnir hefðu gott af því að „auglýsa hvaða skólar standi sig vel og hverjir illa“ eins og hún orðaði það. Í bókun meirihluta ráðsins kemur skýrt fram að hann treystir foreldrum ekki fyrir upplýsingum um það hvernig hver og einn skóli kom út úr könnuninni; það sé alveg nóg að fagfólk hafi þær upplýsingar og fjalli um þær. „Fagfólk skólanna ígrundar niðurstöður sinna nemenda og útfærir umbótaáætlun á þeim grunni. Vandséð er hvernig þeim mun ganga betur í þeirri vinnu með því að kjörnir fulltrúar hafi eingöngu áhuga á því að mata fjölmiðla á því hver er bestur og hver er verstur samkvæmt gamaldags sýn þeirra sem telja skólastarf vera keppnisíþrótt,“ segir meirihlutinn. Þetta er allt saman einhver ógurlegur misskilningur á gildi opinnar stjórnsýslu og að almenningur hafi greiðan aðgang að upplýsingum. Meirihlutinn í borgarstjórn virðist gleyma að skólarnir eru reknir fyrir peninga foreldranna og þeir hljóta að gera kröfu um að útsvarið þeirra sé nýtt með góðum árangri. Það er orðið almennt viðurkennt að til þess að geta metið gæði opinberrar þjónustu verða að liggja fyrir mælingar á árangri hennar. Það er algjörlega galið að segja að þegar slíkar mælingar liggi fyrir eigi þær eingöngu að vera aðgengilegar starfsmönnum kerfisins, en ekki notendunum. Embættismennirnir eru í þjónustu skattgreiðenda og verða að lúta aðhaldi frá almenningi, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þegar rætt er um að birta samanburð á skólum, til dæmis útkomu í lesskimunarprófum eða samræmdum prófum, er oft bent á að það sé ójafnt gefið; skólar í hverfum þar sem tekjur eru lægri, menntun minni og margir innflytjendur komi til dæmis verr út en aðrir. Það er rétt og verður að taka tillit til þess. En það er ekki hægt að útskýra burt allan mun á skólum með slíkum félagslegum þáttum, af því að við vitum að kennarar eru misgóðir, skólastjórnendur eru misgóðir og skólar eru misgóðir. Með slíkri nálgun er búið að fjarlægja þann hvata til að gera betur sem allir þurfa á að halda. Í tillögu sjálfstæðismanna er bent á alþjóðlegar rannsóknir sem sýna fram á að kostir sjálfstæðis skóla nýtist illa ef upplýsingar um árangurinn eru ekki tiltækar foreldrum og skólasamfélaginu. Þetta liggur raunar í augum uppi. Stjórnendur skóla eiga ekki bara að hafa sjálfstæði til að gera það sem þeim finnst sniðugt, heldur hljóta þeir að þurfa að hlusta á viðskiptavini sína, foreldra nemendanna. Með því að halda niðurstöðum PISA-könnunarinnar leyndum er nefnilega verið að skrúfa fyrir mikilvæga auðlind, sem er aðhald frá foreldrum skólabarna. Í þeim hópi eru margir sem vita sínu viti, ekkert síður en fagfólkið í skólunum.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun