Stöndum vörð um launaréttindi ungmenna Guðrún Edda Reynisdóttir skrifar 18. mars 2014 12:58 Ég fór mjög ung út á vinnumarkaðinn og hef oftast verið í hlutastarfi með skóla. Ég hef í gegnum tíðina rekið mig á ýmis atriði sem þarf að bæta varðandi laun, réttindi og fríðindi starfsmanna. Mér finnst kominn tími á að varpa ljósi á upplifun ungs fólks sem er í atvinnuleit og jafnvel að feta sín fyrstu spor á vinnumarkaðinum. Ég tel að ungmenni séu ekki nógu undirbúin til þess að taka við starfi og átta sig á því þegar verið er að svindla á þeim. Ég ólst upp í bæjarfélagi út á landi, og var 10 ára þegar ég byrjaði að passa börn fyrir nágrannana og var oftar en ekki að passa fyrir nokkrar fjölskyldur á sama tíma. Ég skrifaði alltaf vinnutímana mína niður hjá mér og reiknaði launin mín daglega út því ég vildi hafa launin mín á hreinu. Ég fylgdist með launatöxtum barnapíanna í bænum og sætti mig sko alls ekki við léleg laun eða of langa vinnutíma. Ég virtist þó gleyma mikilvægi réttinda minna þegar ég varð unglingur og hætti að pæla eins mikið í þessu. Það kom að því að ég flutti til höfuðborgarinnar og þá lá leið mín beint í fataverslanirnar, ég hafði jú brennandi áhuga á tísku og toppurinn var að vinna í flottri tískuvöruverslun í Kringlunni eða Smáralind. Ég kynntist þá fyrirbæri sem ég tel kaupmenn hafa búið til og kalla ,, að koma í prufu‘‘. Það þykir nokkuð fínt að vera boðuð í prufu í verslun og þá eru vanalega miklar líkur á að þú fáir vinnuna, nema ef verslunarstjóranum líki ekki við þig, honum finnist þú ekki nógu dugleg/duglegur eða þú einfaldlega passar ekki við ímynd fyrirtækisins. Ég sem betur fer fékk prufuna launaða og fékk vinnuna en ég fljótlega fór að heyra margar sögur af því að ungum stúlkum væri ekki launað fyrir prufurnar og væru beðnar að koma í ''prufu'' í nokkur skipti sem reyndist síðan mjög erfitt að fá greitt og oftar en ekki fengu þær aldrei launað. Þetta virðist viðgangast í verslunum og fyrirtæki komast upp með þetta. Þegar ég fékk fyrst vinnu í tískuvöruverslun var ég svo sjúklega ánægð með að vera komin með vinnu að mér varð eiginlega bara sama um launin, ég var komin í drauma vinnu með léleg laun og þorði ekkert að segja við því. Mig langaði svo að halda vinnunni og vildi ekki lenda á móti yfirmanninum mínum. Mér fannst alls ekki töff að biðja um betri laun og það er hreinlega bara mjög erfitt að gera það. Ég vissi að ef ég biði um hærri laun yrði ég fljótt látin fara og nýr starfsmaður tæki þá mína stöðu með lágmarkslaun. Sem betur fer fannst mér mjög gaman í vinnunni og mér leið vel þar. Ég var nokkuð dugleg að spyrjast fyrir um laun vinkvenna minna og við vorum flestar á sömu laununum ef ekki lægri launum en ég og ég var fljótt farin að halda að ég væri bara á fínum launum! Ég vissi bara ekki betur. Hvernig eiga unglingar að vita muninn á lélegum eða góðum launum ef kjarafræðslan er lítil sem engin og fyrirtæki nota hópþrýsting á starfsfólkið?. Ég held að margir þekki þessa stöðu, að þurfa að sætta sig við of lág laun eða hreinlega finna sér aðra vinnu. Að mínu mati er því allt of mikill þrýstingur notaður á ungt starfsfólk og yfirmenn bera ekki næga virðingu fyrir þeim. Ég tel það vera staðreynd að það sé verið að svindla á ungu fólki í dag á vinnumarkaðnum, jafnaðarkaup, ógreiddur prufutími, stutt útköll í nokkra tíma, of langar vaktir, unnið undir of miklu álagi, ógreiddir veikindadagar og seinar útborganir eru dæmi um það sem þekkist hjá fyrirtækjum í dag þó svo að enginn þori að segja neitt við því eða gera. Ég gæti talið upp endalausar dæmi af vinsælum verslunum sem svindla á starfsfólkinu sínu, því miður og mér finnst þetta ástand ekki í lagi. Ég vil að fræðsla um laun, réttindi, matartíma, veikindadaga og vinnuálag verði kennd í grunnskólum og félagsmiðstöðvum. Helst af öllu að ungmenni geri sér grein fyrir alvarleika málsins og standi með sjálfum sér og sínum réttindum. Ég bið foreldra og forráðamenn að opna þessa umræðu sem fyrst og aðstoða börnin sín við að taka fyrstu skrefin á vinnumarkaðinum. Okkur á ekki að vera sama um launin okkar og við eigum betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Segja KronKron ekki greiða samkvæmt launataxta Sunna var ekki ánægð með að fá greidd tíkalli meira en dagvinnulaun hjá versluninni KronKron á helgarvakt. Fleiri starfsmenn hafa svipaða sögu að segja. 13. mars 2014 16:47 Undantekning að fólk fái rétt greitt fyrir vinnu sína "Jafnaðarkaup er ráðandi greiðslufyrirkomulag í veitingageiranum og Efling innheimtir mismuninn,“ segir fulltrúi jhá Eflingu stéttarfélagi. 17. mars 2014 15:29 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ég fór mjög ung út á vinnumarkaðinn og hef oftast verið í hlutastarfi með skóla. Ég hef í gegnum tíðina rekið mig á ýmis atriði sem þarf að bæta varðandi laun, réttindi og fríðindi starfsmanna. Mér finnst kominn tími á að varpa ljósi á upplifun ungs fólks sem er í atvinnuleit og jafnvel að feta sín fyrstu spor á vinnumarkaðinum. Ég tel að ungmenni séu ekki nógu undirbúin til þess að taka við starfi og átta sig á því þegar verið er að svindla á þeim. Ég ólst upp í bæjarfélagi út á landi, og var 10 ára þegar ég byrjaði að passa börn fyrir nágrannana og var oftar en ekki að passa fyrir nokkrar fjölskyldur á sama tíma. Ég skrifaði alltaf vinnutímana mína niður hjá mér og reiknaði launin mín daglega út því ég vildi hafa launin mín á hreinu. Ég fylgdist með launatöxtum barnapíanna í bænum og sætti mig sko alls ekki við léleg laun eða of langa vinnutíma. Ég virtist þó gleyma mikilvægi réttinda minna þegar ég varð unglingur og hætti að pæla eins mikið í þessu. Það kom að því að ég flutti til höfuðborgarinnar og þá lá leið mín beint í fataverslanirnar, ég hafði jú brennandi áhuga á tísku og toppurinn var að vinna í flottri tískuvöruverslun í Kringlunni eða Smáralind. Ég kynntist þá fyrirbæri sem ég tel kaupmenn hafa búið til og kalla ,, að koma í prufu‘‘. Það þykir nokkuð fínt að vera boðuð í prufu í verslun og þá eru vanalega miklar líkur á að þú fáir vinnuna, nema ef verslunarstjóranum líki ekki við þig, honum finnist þú ekki nógu dugleg/duglegur eða þú einfaldlega passar ekki við ímynd fyrirtækisins. Ég sem betur fer fékk prufuna launaða og fékk vinnuna en ég fljótlega fór að heyra margar sögur af því að ungum stúlkum væri ekki launað fyrir prufurnar og væru beðnar að koma í ''prufu'' í nokkur skipti sem reyndist síðan mjög erfitt að fá greitt og oftar en ekki fengu þær aldrei launað. Þetta virðist viðgangast í verslunum og fyrirtæki komast upp með þetta. Þegar ég fékk fyrst vinnu í tískuvöruverslun var ég svo sjúklega ánægð með að vera komin með vinnu að mér varð eiginlega bara sama um launin, ég var komin í drauma vinnu með léleg laun og þorði ekkert að segja við því. Mig langaði svo að halda vinnunni og vildi ekki lenda á móti yfirmanninum mínum. Mér fannst alls ekki töff að biðja um betri laun og það er hreinlega bara mjög erfitt að gera það. Ég vissi að ef ég biði um hærri laun yrði ég fljótt látin fara og nýr starfsmaður tæki þá mína stöðu með lágmarkslaun. Sem betur fer fannst mér mjög gaman í vinnunni og mér leið vel þar. Ég var nokkuð dugleg að spyrjast fyrir um laun vinkvenna minna og við vorum flestar á sömu laununum ef ekki lægri launum en ég og ég var fljótt farin að halda að ég væri bara á fínum launum! Ég vissi bara ekki betur. Hvernig eiga unglingar að vita muninn á lélegum eða góðum launum ef kjarafræðslan er lítil sem engin og fyrirtæki nota hópþrýsting á starfsfólkið?. Ég held að margir þekki þessa stöðu, að þurfa að sætta sig við of lág laun eða hreinlega finna sér aðra vinnu. Að mínu mati er því allt of mikill þrýstingur notaður á ungt starfsfólk og yfirmenn bera ekki næga virðingu fyrir þeim. Ég tel það vera staðreynd að það sé verið að svindla á ungu fólki í dag á vinnumarkaðnum, jafnaðarkaup, ógreiddur prufutími, stutt útköll í nokkra tíma, of langar vaktir, unnið undir of miklu álagi, ógreiddir veikindadagar og seinar útborganir eru dæmi um það sem þekkist hjá fyrirtækjum í dag þó svo að enginn þori að segja neitt við því eða gera. Ég gæti talið upp endalausar dæmi af vinsælum verslunum sem svindla á starfsfólkinu sínu, því miður og mér finnst þetta ástand ekki í lagi. Ég vil að fræðsla um laun, réttindi, matartíma, veikindadaga og vinnuálag verði kennd í grunnskólum og félagsmiðstöðvum. Helst af öllu að ungmenni geri sér grein fyrir alvarleika málsins og standi með sjálfum sér og sínum réttindum. Ég bið foreldra og forráðamenn að opna þessa umræðu sem fyrst og aðstoða börnin sín við að taka fyrstu skrefin á vinnumarkaðinum. Okkur á ekki að vera sama um launin okkar og við eigum betra skilið.
Segja KronKron ekki greiða samkvæmt launataxta Sunna var ekki ánægð með að fá greidd tíkalli meira en dagvinnulaun hjá versluninni KronKron á helgarvakt. Fleiri starfsmenn hafa svipaða sögu að segja. 13. mars 2014 16:47
Undantekning að fólk fái rétt greitt fyrir vinnu sína "Jafnaðarkaup er ráðandi greiðslufyrirkomulag í veitingageiranum og Efling innheimtir mismuninn,“ segir fulltrúi jhá Eflingu stéttarfélagi. 17. mars 2014 15:29
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar