Stöndum vörð um launaréttindi ungmenna Guðrún Edda Reynisdóttir skrifar 18. mars 2014 12:58 Ég fór mjög ung út á vinnumarkaðinn og hef oftast verið í hlutastarfi með skóla. Ég hef í gegnum tíðina rekið mig á ýmis atriði sem þarf að bæta varðandi laun, réttindi og fríðindi starfsmanna. Mér finnst kominn tími á að varpa ljósi á upplifun ungs fólks sem er í atvinnuleit og jafnvel að feta sín fyrstu spor á vinnumarkaðinum. Ég tel að ungmenni séu ekki nógu undirbúin til þess að taka við starfi og átta sig á því þegar verið er að svindla á þeim. Ég ólst upp í bæjarfélagi út á landi, og var 10 ára þegar ég byrjaði að passa börn fyrir nágrannana og var oftar en ekki að passa fyrir nokkrar fjölskyldur á sama tíma. Ég skrifaði alltaf vinnutímana mína niður hjá mér og reiknaði launin mín daglega út því ég vildi hafa launin mín á hreinu. Ég fylgdist með launatöxtum barnapíanna í bænum og sætti mig sko alls ekki við léleg laun eða of langa vinnutíma. Ég virtist þó gleyma mikilvægi réttinda minna þegar ég varð unglingur og hætti að pæla eins mikið í þessu. Það kom að því að ég flutti til höfuðborgarinnar og þá lá leið mín beint í fataverslanirnar, ég hafði jú brennandi áhuga á tísku og toppurinn var að vinna í flottri tískuvöruverslun í Kringlunni eða Smáralind. Ég kynntist þá fyrirbæri sem ég tel kaupmenn hafa búið til og kalla ,, að koma í prufu‘‘. Það þykir nokkuð fínt að vera boðuð í prufu í verslun og þá eru vanalega miklar líkur á að þú fáir vinnuna, nema ef verslunarstjóranum líki ekki við þig, honum finnist þú ekki nógu dugleg/duglegur eða þú einfaldlega passar ekki við ímynd fyrirtækisins. Ég sem betur fer fékk prufuna launaða og fékk vinnuna en ég fljótlega fór að heyra margar sögur af því að ungum stúlkum væri ekki launað fyrir prufurnar og væru beðnar að koma í ''prufu'' í nokkur skipti sem reyndist síðan mjög erfitt að fá greitt og oftar en ekki fengu þær aldrei launað. Þetta virðist viðgangast í verslunum og fyrirtæki komast upp með þetta. Þegar ég fékk fyrst vinnu í tískuvöruverslun var ég svo sjúklega ánægð með að vera komin með vinnu að mér varð eiginlega bara sama um launin, ég var komin í drauma vinnu með léleg laun og þorði ekkert að segja við því. Mig langaði svo að halda vinnunni og vildi ekki lenda á móti yfirmanninum mínum. Mér fannst alls ekki töff að biðja um betri laun og það er hreinlega bara mjög erfitt að gera það. Ég vissi að ef ég biði um hærri laun yrði ég fljótt látin fara og nýr starfsmaður tæki þá mína stöðu með lágmarkslaun. Sem betur fer fannst mér mjög gaman í vinnunni og mér leið vel þar. Ég var nokkuð dugleg að spyrjast fyrir um laun vinkvenna minna og við vorum flestar á sömu laununum ef ekki lægri launum en ég og ég var fljótt farin að halda að ég væri bara á fínum launum! Ég vissi bara ekki betur. Hvernig eiga unglingar að vita muninn á lélegum eða góðum launum ef kjarafræðslan er lítil sem engin og fyrirtæki nota hópþrýsting á starfsfólkið?. Ég held að margir þekki þessa stöðu, að þurfa að sætta sig við of lág laun eða hreinlega finna sér aðra vinnu. Að mínu mati er því allt of mikill þrýstingur notaður á ungt starfsfólk og yfirmenn bera ekki næga virðingu fyrir þeim. Ég tel það vera staðreynd að það sé verið að svindla á ungu fólki í dag á vinnumarkaðnum, jafnaðarkaup, ógreiddur prufutími, stutt útköll í nokkra tíma, of langar vaktir, unnið undir of miklu álagi, ógreiddir veikindadagar og seinar útborganir eru dæmi um það sem þekkist hjá fyrirtækjum í dag þó svo að enginn þori að segja neitt við því eða gera. Ég gæti talið upp endalausar dæmi af vinsælum verslunum sem svindla á starfsfólkinu sínu, því miður og mér finnst þetta ástand ekki í lagi. Ég vil að fræðsla um laun, réttindi, matartíma, veikindadaga og vinnuálag verði kennd í grunnskólum og félagsmiðstöðvum. Helst af öllu að ungmenni geri sér grein fyrir alvarleika málsins og standi með sjálfum sér og sínum réttindum. Ég bið foreldra og forráðamenn að opna þessa umræðu sem fyrst og aðstoða börnin sín við að taka fyrstu skrefin á vinnumarkaðinum. Okkur á ekki að vera sama um launin okkar og við eigum betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Segja KronKron ekki greiða samkvæmt launataxta Sunna var ekki ánægð með að fá greidd tíkalli meira en dagvinnulaun hjá versluninni KronKron á helgarvakt. Fleiri starfsmenn hafa svipaða sögu að segja. 13. mars 2014 16:47 Undantekning að fólk fái rétt greitt fyrir vinnu sína "Jafnaðarkaup er ráðandi greiðslufyrirkomulag í veitingageiranum og Efling innheimtir mismuninn,“ segir fulltrúi jhá Eflingu stéttarfélagi. 17. mars 2014 15:29 Mest lesið Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fór mjög ung út á vinnumarkaðinn og hef oftast verið í hlutastarfi með skóla. Ég hef í gegnum tíðina rekið mig á ýmis atriði sem þarf að bæta varðandi laun, réttindi og fríðindi starfsmanna. Mér finnst kominn tími á að varpa ljósi á upplifun ungs fólks sem er í atvinnuleit og jafnvel að feta sín fyrstu spor á vinnumarkaðinum. Ég tel að ungmenni séu ekki nógu undirbúin til þess að taka við starfi og átta sig á því þegar verið er að svindla á þeim. Ég ólst upp í bæjarfélagi út á landi, og var 10 ára þegar ég byrjaði að passa börn fyrir nágrannana og var oftar en ekki að passa fyrir nokkrar fjölskyldur á sama tíma. Ég skrifaði alltaf vinnutímana mína niður hjá mér og reiknaði launin mín daglega út því ég vildi hafa launin mín á hreinu. Ég fylgdist með launatöxtum barnapíanna í bænum og sætti mig sko alls ekki við léleg laun eða of langa vinnutíma. Ég virtist þó gleyma mikilvægi réttinda minna þegar ég varð unglingur og hætti að pæla eins mikið í þessu. Það kom að því að ég flutti til höfuðborgarinnar og þá lá leið mín beint í fataverslanirnar, ég hafði jú brennandi áhuga á tísku og toppurinn var að vinna í flottri tískuvöruverslun í Kringlunni eða Smáralind. Ég kynntist þá fyrirbæri sem ég tel kaupmenn hafa búið til og kalla ,, að koma í prufu‘‘. Það þykir nokkuð fínt að vera boðuð í prufu í verslun og þá eru vanalega miklar líkur á að þú fáir vinnuna, nema ef verslunarstjóranum líki ekki við þig, honum finnist þú ekki nógu dugleg/duglegur eða þú einfaldlega passar ekki við ímynd fyrirtækisins. Ég sem betur fer fékk prufuna launaða og fékk vinnuna en ég fljótlega fór að heyra margar sögur af því að ungum stúlkum væri ekki launað fyrir prufurnar og væru beðnar að koma í ''prufu'' í nokkur skipti sem reyndist síðan mjög erfitt að fá greitt og oftar en ekki fengu þær aldrei launað. Þetta virðist viðgangast í verslunum og fyrirtæki komast upp með þetta. Þegar ég fékk fyrst vinnu í tískuvöruverslun var ég svo sjúklega ánægð með að vera komin með vinnu að mér varð eiginlega bara sama um launin, ég var komin í drauma vinnu með léleg laun og þorði ekkert að segja við því. Mig langaði svo að halda vinnunni og vildi ekki lenda á móti yfirmanninum mínum. Mér fannst alls ekki töff að biðja um betri laun og það er hreinlega bara mjög erfitt að gera það. Ég vissi að ef ég biði um hærri laun yrði ég fljótt látin fara og nýr starfsmaður tæki þá mína stöðu með lágmarkslaun. Sem betur fer fannst mér mjög gaman í vinnunni og mér leið vel þar. Ég var nokkuð dugleg að spyrjast fyrir um laun vinkvenna minna og við vorum flestar á sömu laununum ef ekki lægri launum en ég og ég var fljótt farin að halda að ég væri bara á fínum launum! Ég vissi bara ekki betur. Hvernig eiga unglingar að vita muninn á lélegum eða góðum launum ef kjarafræðslan er lítil sem engin og fyrirtæki nota hópþrýsting á starfsfólkið?. Ég held að margir þekki þessa stöðu, að þurfa að sætta sig við of lág laun eða hreinlega finna sér aðra vinnu. Að mínu mati er því allt of mikill þrýstingur notaður á ungt starfsfólk og yfirmenn bera ekki næga virðingu fyrir þeim. Ég tel það vera staðreynd að það sé verið að svindla á ungu fólki í dag á vinnumarkaðnum, jafnaðarkaup, ógreiddur prufutími, stutt útköll í nokkra tíma, of langar vaktir, unnið undir of miklu álagi, ógreiddir veikindadagar og seinar útborganir eru dæmi um það sem þekkist hjá fyrirtækjum í dag þó svo að enginn þori að segja neitt við því eða gera. Ég gæti talið upp endalausar dæmi af vinsælum verslunum sem svindla á starfsfólkinu sínu, því miður og mér finnst þetta ástand ekki í lagi. Ég vil að fræðsla um laun, réttindi, matartíma, veikindadaga og vinnuálag verði kennd í grunnskólum og félagsmiðstöðvum. Helst af öllu að ungmenni geri sér grein fyrir alvarleika málsins og standi með sjálfum sér og sínum réttindum. Ég bið foreldra og forráðamenn að opna þessa umræðu sem fyrst og aðstoða börnin sín við að taka fyrstu skrefin á vinnumarkaðinum. Okkur á ekki að vera sama um launin okkar og við eigum betra skilið.
Segja KronKron ekki greiða samkvæmt launataxta Sunna var ekki ánægð með að fá greidd tíkalli meira en dagvinnulaun hjá versluninni KronKron á helgarvakt. Fleiri starfsmenn hafa svipaða sögu að segja. 13. mars 2014 16:47
Undantekning að fólk fái rétt greitt fyrir vinnu sína "Jafnaðarkaup er ráðandi greiðslufyrirkomulag í veitingageiranum og Efling innheimtir mismuninn,“ segir fulltrúi jhá Eflingu stéttarfélagi. 17. mars 2014 15:29
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun