Lífið

Idol-stjarna leikur gengilbeinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Leik- og söngkonan Katharine McPhee er búin að landa hlutverki í sjónvarpsþáttunum Scorpion sem sýndir verða á CBS.

Í þáttunum leikur hún gengilbeinu á matstofu en Scorpion fjallar um hóp snillinga þó Katharine sé ekki tekin með í þann hóp.

Katharine er hvað þekktust fyrir að lenda í öðru sæti í fimmtu seríu af hæfileikaþáttunum American Idol árið 2006. Íslendingar sáu hana hins vegar síðast í sjónvarpsþáttunum Smash.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.