Lífið

Myndband úr söngleiknum Spamalot frumsýnt á morgun

Örn Árnason á stórleik í sýningunni og í myndbandinu einnig.
Örn Árnason á stórleik í sýningunni og í myndbandinu einnig. Mynd/Skjáskot
Flestir þekkja Monty Python lagið vinsæla Always Look on the Bright Side of Life en það kom fyrst fram í grínmyndinni Life of Brian 1979. Þetta lag er að finna með íslenskum texta í söngleiknum Spamalot sem Þjóðleikhúsið frumsýndi nýverið við góðar undirtektir.

Nú hefur verið gert myndband við lagið sem nokkrir leikarar úr sýningunni syngja. Þarna má sjá þau Selmu Björnsdóttur, Örn Árnason, Stefán Karl Stefánsson, Jóhannes Hauk Jóhannesson, Maríus Sverrisson og Ævar Þór Benediktsson. Myndbandið verður frumsýnt hér á Vísi á morgun.

Söngleikurinn Spamalot er byggður á kvikmyndinni Monty Python and the Holy Grail og hefur verið sýndur við miklar vinsældir á Broadway, West End og víða um heim. Leikstjóri er Hilmir Snær Guðnason og tónlistarstjórn er í höndum Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.