Stundaðu líkamsrækt fyrir sálina Ásgeir Ólafsson skrifar 19. mars 2014 14:05 Það er löngu sannað að þeir sem stunda reglulega líkamsrækt líður andlega betur og eru í betra jafnvægi en þeir sem gera það ekki. Þú eflist andlega og verður öruggari með sjálfan þig og um leið færari í mannlegum samskiptum. Þú einangrast síður og það bætir um betur í lífslöngun þína. Þú dregur andann og lifir lífinu í fleiri litum. Hvers vegna stundar þá aðeins um þriðjungur manna og barna líkamsrækt sem hafa líkamlega burði í það? Líkamrækt, hugtakið að rækta líkama sinn, er margslungin. Það er hægt að stunda alls kyns hreyfingu. Þú þarft ekki og ættir ekki að fara eftir því sem aðrir gera. Þú getur, og átt að finna þína eigin leiðir í að hreyfa þig. Hvað þykir þér skemmtilegast og hvað þykir þér leiðinlegt? Einbeittu þér að skemmtilegum hlutum og slepptu þessu leiðinlega. Góður vinur minn kenndi mér að halda upp á allt það sem þú mögulega getur haldið upp á. Sama hversu “lítið” aðrir segja það vera. Andleg líkamrækt er annað hugtak. Það er sem dæmi að bjóða skemmtilegu fólki í heimsókn og eiga með þeim kvöldstund. Sami vinur minn eignaðist rándýra koníaksflösku að gjöf sem var orðin 30 ára gömul í skáp hans. Hann beðið í öll þessi ár að opna hana. Hann fann ekki rétta tilefnið. Sagan um flöskuna endaði þannig að hann opnaði hana á ómerkilegu þriðjudagskvöldi eitt sumarið, þegar faðir hans kom í heimsókn í spjall sem hann gerði reglulega. Þeir kláruðu flöskuna og urðu glaðir. Hann viðurkenndi síðar að hafa flækt málin með þessa flösku og gert hana of stóra í sínu lífi. Þetta var bara flaska af koníaki. Algengast er, og miða ég þá út frá minni reynslu, að þeir sem ætla sér að stunda líkamrækt, mikla það fyrir sér og gera of mikið úr því líkt og vinur minn gerði með koníaksflöskuna. Þetta á ekki að vera svona flókið. Inn í breytuna kemur þetta. Allir ætla og telja sig þurfa að ná einhverjum mælanlegum árangri í stað þess að næra sálina eina með hreyfingunni. Kílóin þurfa að fjúka hratt og ummálið sömuleiðis. Þannig gera þeir sig að mælanlegum “hlut” í hápressu þjóðfélagi sem með megrunarkúrum og öfgum, hefur ákveðið hvernig mannskepnan skal líta út. Hvað á sér svo stað innra með þér þegar þú nærð ekki þessu mælanlega sem samfélagið setur? Þú verður vonsvikinn og hreyfingin sem áður var svo skemmtileg fellur um sig sjálfa og þú átt það til að hætta öllu. Þú ert ómeðvitað farinn að stunda líkamsrækt fyrir alla aðra en sjálfan þig. Ég skora hér með á þig að byrja, og þá í þeirri hreyfingu sem höfðar mest til þín og þér þykir skemmtileg. Þetta hlýtur að snúast um eitthvað meira en það að vera í röngum hlutföllum samfélags sem löngu er búið að missa sjónar á því hvað er rétt.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það er löngu sannað að þeir sem stunda reglulega líkamsrækt líður andlega betur og eru í betra jafnvægi en þeir sem gera það ekki. Þú eflist andlega og verður öruggari með sjálfan þig og um leið færari í mannlegum samskiptum. Þú einangrast síður og það bætir um betur í lífslöngun þína. Þú dregur andann og lifir lífinu í fleiri litum. Hvers vegna stundar þá aðeins um þriðjungur manna og barna líkamsrækt sem hafa líkamlega burði í það? Líkamrækt, hugtakið að rækta líkama sinn, er margslungin. Það er hægt að stunda alls kyns hreyfingu. Þú þarft ekki og ættir ekki að fara eftir því sem aðrir gera. Þú getur, og átt að finna þína eigin leiðir í að hreyfa þig. Hvað þykir þér skemmtilegast og hvað þykir þér leiðinlegt? Einbeittu þér að skemmtilegum hlutum og slepptu þessu leiðinlega. Góður vinur minn kenndi mér að halda upp á allt það sem þú mögulega getur haldið upp á. Sama hversu “lítið” aðrir segja það vera. Andleg líkamrækt er annað hugtak. Það er sem dæmi að bjóða skemmtilegu fólki í heimsókn og eiga með þeim kvöldstund. Sami vinur minn eignaðist rándýra koníaksflösku að gjöf sem var orðin 30 ára gömul í skáp hans. Hann beðið í öll þessi ár að opna hana. Hann fann ekki rétta tilefnið. Sagan um flöskuna endaði þannig að hann opnaði hana á ómerkilegu þriðjudagskvöldi eitt sumarið, þegar faðir hans kom í heimsókn í spjall sem hann gerði reglulega. Þeir kláruðu flöskuna og urðu glaðir. Hann viðurkenndi síðar að hafa flækt málin með þessa flösku og gert hana of stóra í sínu lífi. Þetta var bara flaska af koníaki. Algengast er, og miða ég þá út frá minni reynslu, að þeir sem ætla sér að stunda líkamrækt, mikla það fyrir sér og gera of mikið úr því líkt og vinur minn gerði með koníaksflöskuna. Þetta á ekki að vera svona flókið. Inn í breytuna kemur þetta. Allir ætla og telja sig þurfa að ná einhverjum mælanlegum árangri í stað þess að næra sálina eina með hreyfingunni. Kílóin þurfa að fjúka hratt og ummálið sömuleiðis. Þannig gera þeir sig að mælanlegum “hlut” í hápressu þjóðfélagi sem með megrunarkúrum og öfgum, hefur ákveðið hvernig mannskepnan skal líta út. Hvað á sér svo stað innra með þér þegar þú nærð ekki þessu mælanlega sem samfélagið setur? Þú verður vonsvikinn og hreyfingin sem áður var svo skemmtileg fellur um sig sjálfa og þú átt það til að hætta öllu. Þú ert ómeðvitað farinn að stunda líkamsrækt fyrir alla aðra en sjálfan þig. Ég skora hér með á þig að byrja, og þá í þeirri hreyfingu sem höfðar mest til þín og þér þykir skemmtileg. Þetta hlýtur að snúast um eitthvað meira en það að vera í röngum hlutföllum samfélags sem löngu er búið að missa sjónar á því hvað er rétt.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun