Vettel komst ekki nema hálfan hring – Massa fljótastur Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. mars 2014 15:45 Sebastian Vettel. Vísir/Getty Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel ók aðeins hálfan hring á æfingu dagsins í dag en nú styttist óðum í að keppnistímabilið í formúlu eitt hefjist. Red Bull bíll hans Sebastian Vettel fór ekki langt því hann nam staðar á brautinni og í annarri tilraun tókst honum ekki að komast af þjónustusvæðinu. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Red Bull sem átti sinn besta dag til þessa í gær. Sömu sögu er að segja af Sauber liðinu. Því tókst ekki að ljúka hring í dag. Ástæðan fyrir skyndilegum erfiðleikum er líklega sú að liðin reyna nú á þolmörk vélanna. Einnig eru liðin að prófa ýmsar viðbætur í átt að auknum hraða. Sumar þeirra virðast hreinlega geta kyrrsett bíla sem virkuðu vel áður. Felipe Massa á Williams átti besta tíma dagsins 1:33.258, hann ók samtals 94 hringi. Nico Rosberg á Mercedes setti annan besta tíma dagsins, 1:33.484 en hann ók 100 hringi. Rosberg var sá eini sem komst nálægt tíma Massa. Þriðji varð Kimi Raikkonen á Ferrari en hans besti tími var 1:35.487. Raikkonen ók 79 hringi. Lotus liðið virðist enn eiga í basli með áreiðanleika bílsins, hann fór aðeins 33 hringi í dag. Roman Grosjean var undir stýri og setti níunda besta tímann. Liðið vann Ástralska kappaksturinn í fyrra og varð í 4. sæti í keppni bílasmiða á tímabilinu. Mikið þarf að lagast ef Lotus ætlar að endurtaka þann leik í Ástralíu 16. mars. Caterham bíllinn fór 106 hringi undir stjórn Marcus Ericsson. Einungis Nico Hulkenberg á Force India fór lengra, hann ók 108 hringi. Hulkenberg átti sjötta besta tíma dagsins. Morgundagurinn er síðasti æfingadagurinn fyrir komandi tímabil. Mörg lið munu þá reyna að herma eftir aðstæðum í tímatöku. Þá verður spennandi að sjá hver endar efstur á blaði.Vísir/Getty Formúla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel ók aðeins hálfan hring á æfingu dagsins í dag en nú styttist óðum í að keppnistímabilið í formúlu eitt hefjist. Red Bull bíll hans Sebastian Vettel fór ekki langt því hann nam staðar á brautinni og í annarri tilraun tókst honum ekki að komast af þjónustusvæðinu. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Red Bull sem átti sinn besta dag til þessa í gær. Sömu sögu er að segja af Sauber liðinu. Því tókst ekki að ljúka hring í dag. Ástæðan fyrir skyndilegum erfiðleikum er líklega sú að liðin reyna nú á þolmörk vélanna. Einnig eru liðin að prófa ýmsar viðbætur í átt að auknum hraða. Sumar þeirra virðast hreinlega geta kyrrsett bíla sem virkuðu vel áður. Felipe Massa á Williams átti besta tíma dagsins 1:33.258, hann ók samtals 94 hringi. Nico Rosberg á Mercedes setti annan besta tíma dagsins, 1:33.484 en hann ók 100 hringi. Rosberg var sá eini sem komst nálægt tíma Massa. Þriðji varð Kimi Raikkonen á Ferrari en hans besti tími var 1:35.487. Raikkonen ók 79 hringi. Lotus liðið virðist enn eiga í basli með áreiðanleika bílsins, hann fór aðeins 33 hringi í dag. Roman Grosjean var undir stýri og setti níunda besta tímann. Liðið vann Ástralska kappaksturinn í fyrra og varð í 4. sæti í keppni bílasmiða á tímabilinu. Mikið þarf að lagast ef Lotus ætlar að endurtaka þann leik í Ástralíu 16. mars. Caterham bíllinn fór 106 hringi undir stjórn Marcus Ericsson. Einungis Nico Hulkenberg á Force India fór lengra, hann ók 108 hringi. Hulkenberg átti sjötta besta tíma dagsins. Morgundagurinn er síðasti æfingadagurinn fyrir komandi tímabil. Mörg lið munu þá reyna að herma eftir aðstæðum í tímatöku. Þá verður spennandi að sjá hver endar efstur á blaði.Vísir/Getty
Formúla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira