Sport

Í níunda sæti á heimsmeistaramóti í bogfimi

Samúel Karl Ólason skrifar
Karlalið Íslands í Frakklandi.
Karlalið Íslands í Frakklandi. Mynd/Ísland til Nimes

Fimm Íslendingar kepptu nýlega á heimsmeistaramóti World Archery í bogfimi í Frakklandi sem stóð yfir frá 24. febrúar til dagsins í dag. Ein kona keppti í Trissubogaflokki, einni í Sveigbogaflokki og þrír í Trissubogakeppni karla ásamt liðakeppni.

„Okkur gekk vel á heimsmeistaramótinu í bogfimi í Nimes í Frakklandi. Liðið okkar lenti í 13 sæti í undankeppninni og í níunda sæti í útsláttarkeppninni. Mótið var að klárast og við erum öll fimm orðin þreytt og hlakkar til að komast heim,“ sagði Guðmundur Örn Guðjónsson einn keppendanna.

Þau héldu út þessari Facebooksíðu á meðan keppninni stóð. Hér að neðan má svo sjá viðtal sem tekið var við hluta hópsins út í Frakklandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.