Óljóst hvort ráðherra opni glufu eða útiloki Airbus Kristján Már Unnarsson skrifar 18. febrúar 2014 18:45 Airbus-þotu Færeyinga var fagnað þegar hún lenti í fyrsta sinn á Reykjavíkurflugvelli sumarið 2012. Mynd/Stöð 2. Innanríkisráðuneytið vill, meðan óvissa er um framtíð Reykjavíkurflugvallar, ekki taka afstöðu til þess hvort Airbus-þotum Færeyinga verði leyft að nota völlinn. Samgöngustofu og Isavia er hins vegar falið að ræða saman um lausn, sem þó má ekki opna á almennt millilandaflug á stórum þotum frá Reykjavík. Reykjavíkurflugvöllur hefur ætíð haldið þeirri stöðu að vera millilandaflugvöllur gagnvart Færeyjum og Grænlandi en nú eru horfur á að það geti breyst, - að minnsta kosti gagnvart Færeyjum. Færeyska félagið Atlantic Airways hefur ákveðið að hætta notkun á 95 sæta British Aerospace-þotum í sumar en þær hafa haft undanþágu til að nota völlinn í reglubundnu flugi. Það vefst hins vegar fyrir íslenskum flugmálayfirvöldum hvort leyfa eigi Færeyingum í staðinn að nota 130 sæta Airbus-þotur á hinum umdeilda flugvelli. Þær eru þó talsvert minni en Boeing 757-vélar Icelandair sem lenda þar af og til.Færeyingar hætta notkun síðustu BAe-þotunnar í ágúst en þær hafa undanþágu til að lenda í Reykjavík.Isavia óskaði fyrir tveimur mánuðum eftir leiðbeiningu innanríkisráðuneytis en fékk fyrir helgi í raun það svar að Samgöngustofa og Isavia ættu að ræða saman um málið. Í svarbréfi fyrir hönd ráðherra vísar innanríkisráðuneytið þó til þess að meginhlutverk Reykjavíkurflugvallar sé í þágu innanlandsflugs og að völlurinn búi við undanþágur frá flugvernd sem þurfi að gæta að. Þá segir ráðuneytið ekki ástæðu til að taka afstöðu til þess hvort veita eigi heimild til að nota þotur í stærðarflokki C, sem Airbus A-319 tilheyrir, meðan fram fer vinna um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Óljóst svarbréf ráðuneytisins þykir lýsandi fyrir vandræðaganginn í málinu og endurspegla átökin um framtíð flugvallarins. Jafnframt má greina ótta í stjórnkerfinu um að heimild til Færeyjaflugs þýði að önnur flugfélög komi á eftir og biðji um að fá að fljúga samskonar þotum frá Reykjavík til annarra landa, og ótta um að Íslendingar missi undanþágu frá vopnaleit í innanlandsflugi ef farþegar þess blandast millilandafarþegum. Heimildarmenn innan stjórnkerfisins eru ekki sammála um hvort ráðuneytið hafi með svari sínu í raun útilokað Airbus Færeyinga frá Reykjavík eða hvort haldið sé opinni glufu til að finna sérlausn með orðalagi um að rétt sé að meta hvert tilvik fyrir sig. Isavia og Samgöngustofu er að minnsta kosti falið að ræða saman um málið. Tengdar fréttir Ósk Færeyinga um Airbus til Reykjavíkur á borði ráðherra Flugmálayfirvöld standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort leyfa eigi 150 sæta farþegaþotur í áætlunarflugi frá Reykjavíkurflugvelli. 17. desember 2013 19:43 Færeyingum ekki svarað, Airbus lendir í Keflavík Færeyjaflugið flyst tímabundið til Keflavíkurflugvallar frá og með deginum í dag þar sem íslensk flugmálayfirvöld hafa ekki enn svarað Færeyingum um hvort þeir megi nota nýjustu þotu sína á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 11:44 Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30 Skrýtið að Færeyingar fái ekki svör um flugið Formaður Færeyingafélagsins í Reykjavík undrast að ekki hafi fengist svör um það hvort nýjustu þotur Færeyinga megi lendi á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 18:52 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Innanríkisráðuneytið vill, meðan óvissa er um framtíð Reykjavíkurflugvallar, ekki taka afstöðu til þess hvort Airbus-þotum Færeyinga verði leyft að nota völlinn. Samgöngustofu og Isavia er hins vegar falið að ræða saman um lausn, sem þó má ekki opna á almennt millilandaflug á stórum þotum frá Reykjavík. Reykjavíkurflugvöllur hefur ætíð haldið þeirri stöðu að vera millilandaflugvöllur gagnvart Færeyjum og Grænlandi en nú eru horfur á að það geti breyst, - að minnsta kosti gagnvart Færeyjum. Færeyska félagið Atlantic Airways hefur ákveðið að hætta notkun á 95 sæta British Aerospace-þotum í sumar en þær hafa haft undanþágu til að nota völlinn í reglubundnu flugi. Það vefst hins vegar fyrir íslenskum flugmálayfirvöldum hvort leyfa eigi Færeyingum í staðinn að nota 130 sæta Airbus-þotur á hinum umdeilda flugvelli. Þær eru þó talsvert minni en Boeing 757-vélar Icelandair sem lenda þar af og til.Færeyingar hætta notkun síðustu BAe-þotunnar í ágúst en þær hafa undanþágu til að lenda í Reykjavík.Isavia óskaði fyrir tveimur mánuðum eftir leiðbeiningu innanríkisráðuneytis en fékk fyrir helgi í raun það svar að Samgöngustofa og Isavia ættu að ræða saman um málið. Í svarbréfi fyrir hönd ráðherra vísar innanríkisráðuneytið þó til þess að meginhlutverk Reykjavíkurflugvallar sé í þágu innanlandsflugs og að völlurinn búi við undanþágur frá flugvernd sem þurfi að gæta að. Þá segir ráðuneytið ekki ástæðu til að taka afstöðu til þess hvort veita eigi heimild til að nota þotur í stærðarflokki C, sem Airbus A-319 tilheyrir, meðan fram fer vinna um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Óljóst svarbréf ráðuneytisins þykir lýsandi fyrir vandræðaganginn í málinu og endurspegla átökin um framtíð flugvallarins. Jafnframt má greina ótta í stjórnkerfinu um að heimild til Færeyjaflugs þýði að önnur flugfélög komi á eftir og biðji um að fá að fljúga samskonar þotum frá Reykjavík til annarra landa, og ótta um að Íslendingar missi undanþágu frá vopnaleit í innanlandsflugi ef farþegar þess blandast millilandafarþegum. Heimildarmenn innan stjórnkerfisins eru ekki sammála um hvort ráðuneytið hafi með svari sínu í raun útilokað Airbus Færeyinga frá Reykjavík eða hvort haldið sé opinni glufu til að finna sérlausn með orðalagi um að rétt sé að meta hvert tilvik fyrir sig. Isavia og Samgöngustofu er að minnsta kosti falið að ræða saman um málið.
Tengdar fréttir Ósk Færeyinga um Airbus til Reykjavíkur á borði ráðherra Flugmálayfirvöld standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort leyfa eigi 150 sæta farþegaþotur í áætlunarflugi frá Reykjavíkurflugvelli. 17. desember 2013 19:43 Færeyingum ekki svarað, Airbus lendir í Keflavík Færeyjaflugið flyst tímabundið til Keflavíkurflugvallar frá og með deginum í dag þar sem íslensk flugmálayfirvöld hafa ekki enn svarað Færeyingum um hvort þeir megi nota nýjustu þotu sína á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 11:44 Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30 Skrýtið að Færeyingar fái ekki svör um flugið Formaður Færeyingafélagsins í Reykjavík undrast að ekki hafi fengist svör um það hvort nýjustu þotur Færeyinga megi lendi á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 18:52 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Ósk Færeyinga um Airbus til Reykjavíkur á borði ráðherra Flugmálayfirvöld standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort leyfa eigi 150 sæta farþegaþotur í áætlunarflugi frá Reykjavíkurflugvelli. 17. desember 2013 19:43
Færeyingum ekki svarað, Airbus lendir í Keflavík Færeyjaflugið flyst tímabundið til Keflavíkurflugvallar frá og með deginum í dag þar sem íslensk flugmálayfirvöld hafa ekki enn svarað Færeyingum um hvort þeir megi nota nýjustu þotu sína á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 11:44
Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. 1. apríl 2013 19:30
Skrýtið að Færeyingar fái ekki svör um flugið Formaður Færeyingafélagsins í Reykjavík undrast að ekki hafi fengist svör um það hvort nýjustu þotur Færeyinga megi lendi á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 18:52