Stærri og hraðfleygari skrúfuþota gefur færi á auknu millilandaflugi Kristján Már Unnarsson skrifar 3. mars 2014 19:30 Lengsta gerðin af Dash 8, Q400, er með 78 sæti og flýgur á 660 kílómetra hraða. Mynd/Bombardier Aerospace. Ný flugvélartegund, sem Flugfélag Íslands íhugar að kaupa til að leysa af Fokkerana, gefur færi á auknu millilandaflugi frá Reykjavík. Færeyjaflugið fluttist á ný til Reykjavíkurflugvallar í morgun, að minnsta kosti tímabundið. Undanfarnar þrjár vikur hefur Færeyjaflugið farið um Keflavíkurflugvöll, meðan flugmálayfirvöld meta hvort leyfa eigi nýjum Airbus-þotum Færeyinga að lenda í Reykjavík. Færeyingar eiga hins vegar eina af gömlu þotunum eftir og þar sem hún er aftur orðin flughæf eftir stóra skoðun var unnt að flytja Færeyjaflugið aftur til borgarinnar í dag en þetta er stærsta tegundin sem leyfi hefur til áætlunarflugs til Reykjavíkur. Lendingu BAe-þotu Atlantic Airways í Reykjavík í dag mátti sjá í frétt Stöðvar 2 í kvöld. Færeyingar hætta hins vegar notkun þessarar vélar í ágúst. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir að sem stendur hafi Airbus A-319 vél Færeyinga, sem þeir vilja nota í staðinn, ekki leyfi til að lenda í Reykjavík í áætlunarflugi. „Við myndum gjarnan vilja halda Færeyingum hér áfram, eins og hefur verið undanfarna áratugi,” segir Árni.BAe-þota Atlantic Airways lendir á Reykjavíkurflugvelli í dag frá Færeyjum.Stöð 2/Kristinn.Færeyski flugstjórinn í ferðinni í dag, Kurt Fossaberg, segir brautirnar í Reykjavík nægilega langar fyrir Airbus, stærsti hluti farþeganna eigi erindi til Íslands en minnihlutinn sé á leið í framhaldsflug frá Keflavík. Atlantic Airways kjósi því fremur Reykjavík. Þótt Reykjavíkurflugvöllur hafi árið 1967 hætt að vera aðalmillilandaflugvöllur Íslands hefur millilandaflug ætíð haldið áfram frá Reykjavík, eins og dæmin um Færeyja- og Grænlandsflugið sýna. En gæti svo farið að millilandaflug aukist að nýju frá Reykjavík? Flugfélag Íslands er farið að huga að nýrri tegund í stað Fokkeranna og í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að stærri og hraðfleygari útgáfa af Dash 8 sé til skoðunar, vél sem tekur 80 farþega og flýgur á 620 kílómetra hraða. „Það skapar ákveðin tækifæri, bæði inn á Grænland og jafnvel Færeyjar,” segir Árni Gunnarsson um stóru Bombardier Dash 8-vélina. „Eins eru þetta líka mjög góðar vélar í innanlandsflugi. Eins og á Akureyri, þar sem við erum að fljúga allt yfir í tíu ferðir á dag, þar getur svona stærri vél komið mjög vel til greina. “ Þessi tegund slagar í hraða langleiðina upp í þotur og gæti því hæglega nýst til borga eins og Glasgow og Bergen. „Það er allt sem við myndum skoða líka. En við sjáum ekki það sem uppistöðuna í þessum rekstri,” segir Árni og telur að fremur yrði um að ræða einstakar ferðir fremur en áætlunarflug á slíka staði. Tengdar fréttir Gætu skipt Fokker út fyrir stærri Bombardier-vélar Flugfélag Íslands skoðar nú flugvélar frá Bombardier Aerospace sem gætu komið í stað Fokker 50-véla félagsins. Kaup á Bombardier-vélunum gætu fjölgað ferðum í millilandaflugi. 3. mars 2014 13:19 Færeyingum ekki svarað, Airbus lendir í Keflavík Færeyjaflugið flyst tímabundið til Keflavíkurflugvallar frá og með deginum í dag þar sem íslensk flugmálayfirvöld hafa ekki enn svarað Færeyingum um hvort þeir megi nota nýjustu þotu sína á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 11:44 Óljóst hvort ráðherra opni glufu eða útiloki Airbus Innanríkisráðuneytið vill, meðan óvissa er um framtíð Reykjavíkurflugvallar, ekki taka afstöðu til þess hvort Airbus-þotum Færeyinga verði leyft að nota völlinn. 18. febrúar 2014 18:45 Skrýtið að Færeyingar fái ekki svör um flugið Formaður Færeyingafélagsins í Reykjavík undrast að ekki hafi fengist svör um það hvort nýjustu þotur Færeyinga megi lendi á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 18:52 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Ný flugvélartegund, sem Flugfélag Íslands íhugar að kaupa til að leysa af Fokkerana, gefur færi á auknu millilandaflugi frá Reykjavík. Færeyjaflugið fluttist á ný til Reykjavíkurflugvallar í morgun, að minnsta kosti tímabundið. Undanfarnar þrjár vikur hefur Færeyjaflugið farið um Keflavíkurflugvöll, meðan flugmálayfirvöld meta hvort leyfa eigi nýjum Airbus-þotum Færeyinga að lenda í Reykjavík. Færeyingar eiga hins vegar eina af gömlu þotunum eftir og þar sem hún er aftur orðin flughæf eftir stóra skoðun var unnt að flytja Færeyjaflugið aftur til borgarinnar í dag en þetta er stærsta tegundin sem leyfi hefur til áætlunarflugs til Reykjavíkur. Lendingu BAe-þotu Atlantic Airways í Reykjavík í dag mátti sjá í frétt Stöðvar 2 í kvöld. Færeyingar hætta hins vegar notkun þessarar vélar í ágúst. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir að sem stendur hafi Airbus A-319 vél Færeyinga, sem þeir vilja nota í staðinn, ekki leyfi til að lenda í Reykjavík í áætlunarflugi. „Við myndum gjarnan vilja halda Færeyingum hér áfram, eins og hefur verið undanfarna áratugi,” segir Árni.BAe-þota Atlantic Airways lendir á Reykjavíkurflugvelli í dag frá Færeyjum.Stöð 2/Kristinn.Færeyski flugstjórinn í ferðinni í dag, Kurt Fossaberg, segir brautirnar í Reykjavík nægilega langar fyrir Airbus, stærsti hluti farþeganna eigi erindi til Íslands en minnihlutinn sé á leið í framhaldsflug frá Keflavík. Atlantic Airways kjósi því fremur Reykjavík. Þótt Reykjavíkurflugvöllur hafi árið 1967 hætt að vera aðalmillilandaflugvöllur Íslands hefur millilandaflug ætíð haldið áfram frá Reykjavík, eins og dæmin um Færeyja- og Grænlandsflugið sýna. En gæti svo farið að millilandaflug aukist að nýju frá Reykjavík? Flugfélag Íslands er farið að huga að nýrri tegund í stað Fokkeranna og í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að stærri og hraðfleygari útgáfa af Dash 8 sé til skoðunar, vél sem tekur 80 farþega og flýgur á 620 kílómetra hraða. „Það skapar ákveðin tækifæri, bæði inn á Grænland og jafnvel Færeyjar,” segir Árni Gunnarsson um stóru Bombardier Dash 8-vélina. „Eins eru þetta líka mjög góðar vélar í innanlandsflugi. Eins og á Akureyri, þar sem við erum að fljúga allt yfir í tíu ferðir á dag, þar getur svona stærri vél komið mjög vel til greina. “ Þessi tegund slagar í hraða langleiðina upp í þotur og gæti því hæglega nýst til borga eins og Glasgow og Bergen. „Það er allt sem við myndum skoða líka. En við sjáum ekki það sem uppistöðuna í þessum rekstri,” segir Árni og telur að fremur yrði um að ræða einstakar ferðir fremur en áætlunarflug á slíka staði.
Tengdar fréttir Gætu skipt Fokker út fyrir stærri Bombardier-vélar Flugfélag Íslands skoðar nú flugvélar frá Bombardier Aerospace sem gætu komið í stað Fokker 50-véla félagsins. Kaup á Bombardier-vélunum gætu fjölgað ferðum í millilandaflugi. 3. mars 2014 13:19 Færeyingum ekki svarað, Airbus lendir í Keflavík Færeyjaflugið flyst tímabundið til Keflavíkurflugvallar frá og með deginum í dag þar sem íslensk flugmálayfirvöld hafa ekki enn svarað Færeyingum um hvort þeir megi nota nýjustu þotu sína á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 11:44 Óljóst hvort ráðherra opni glufu eða útiloki Airbus Innanríkisráðuneytið vill, meðan óvissa er um framtíð Reykjavíkurflugvallar, ekki taka afstöðu til þess hvort Airbus-þotum Færeyinga verði leyft að nota völlinn. 18. febrúar 2014 18:45 Skrýtið að Færeyingar fái ekki svör um flugið Formaður Færeyingafélagsins í Reykjavík undrast að ekki hafi fengist svör um það hvort nýjustu þotur Færeyinga megi lendi á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 18:52 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Gætu skipt Fokker út fyrir stærri Bombardier-vélar Flugfélag Íslands skoðar nú flugvélar frá Bombardier Aerospace sem gætu komið í stað Fokker 50-véla félagsins. Kaup á Bombardier-vélunum gætu fjölgað ferðum í millilandaflugi. 3. mars 2014 13:19
Færeyingum ekki svarað, Airbus lendir í Keflavík Færeyjaflugið flyst tímabundið til Keflavíkurflugvallar frá og með deginum í dag þar sem íslensk flugmálayfirvöld hafa ekki enn svarað Færeyingum um hvort þeir megi nota nýjustu þotu sína á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 11:44
Óljóst hvort ráðherra opni glufu eða útiloki Airbus Innanríkisráðuneytið vill, meðan óvissa er um framtíð Reykjavíkurflugvallar, ekki taka afstöðu til þess hvort Airbus-þotum Færeyinga verði leyft að nota völlinn. 18. febrúar 2014 18:45
Skrýtið að Færeyingar fái ekki svör um flugið Formaður Færeyingafélagsins í Reykjavík undrast að ekki hafi fengist svör um það hvort nýjustu þotur Færeyinga megi lendi á Reykjavíkurflugvelli. 10. febrúar 2014 18:52
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent