Kanadamaður tekur við íslenska karlalandsliðinu í körfubolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2014 13:25 Craig Pedersen. Mynd/KKÍ/Linda Sörensen Kanadamaðurinn Craig Pedersen tekur við íslenska landsliðinu í körfubolta af Peter Öqvist en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands. Craig Pedersen hefur unnið með Arnari Guðjónssyni hjá danska liðinu Svendborg en Pedersen hefur þjálfað liðið undanfarin ellefu ár með góðum árangri. Svendborg-liðið varð danskur bikarmeistari á dögunum undir stjórn þeirra félaga. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Craig Pedersen kemur að þjálfun landsliðs en hann var aðstoðarþjálfari danska karlalandsliðsins frá 2004 til 2009. Craig Pedersen lék sem atvinnumaður í Danmörku frá 1989-2003 og hóf að þjálfa strax að leikmannaferlinum loknum eða árið 2003. Pedersen lék með Horsens BC, Horsens IC og Skovbakken, meðal annars undir stjórn Geoff Kotila, fyrrverandi þjálfara Snæfells. Þeir starfa einmitt saman í dag við Efterskolen í Nyborg, sem er skóli sem sérhæfir sig í körfuknattleik. Craig hefur komið Svendborg í úrslit dönsku deildarinnar sjö sinnum, þar af stóðu þeir einu sinni uppi sem meistarar. Liðið hefur fimm sinnum leikið til bikarúrslita og unnið þrisvar sinnum, síðast nú í janúar. Þá hefur Craig þrisvar verið kosinn þjálfari ársins í Danmörku. Aðstoðarmaður Craig með landsliðið ásamt Arnari Guðjónssyni verður Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá KR, en hann mun jafnframt þjálfa U20 ára landslið karla sem fer á Norðurlandamót í júní. Verkefni sumarsins er fyrst og fremst undankeppni Evrópukeppninnar í ágúst þar sem Ísland verða í riðli með Bretlandi og Bosníu. Liðið mun hefja æfingar í júlí og mun liðið leika æfingaleiki í lok júlímánaðar áður en baráttan hefst 10. ágúst í Laugardalshöll þegar Bretar mæta. En það verður fyrsti leikur Íslands í undankeppni Evrópukeppninnar 2015.Mynd/KKÍ/Linda Sörensen Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Kanadamaðurinn Craig Pedersen tekur við íslenska landsliðinu í körfubolta af Peter Öqvist en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands. Craig Pedersen hefur unnið með Arnari Guðjónssyni hjá danska liðinu Svendborg en Pedersen hefur þjálfað liðið undanfarin ellefu ár með góðum árangri. Svendborg-liðið varð danskur bikarmeistari á dögunum undir stjórn þeirra félaga. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Craig Pedersen kemur að þjálfun landsliðs en hann var aðstoðarþjálfari danska karlalandsliðsins frá 2004 til 2009. Craig Pedersen lék sem atvinnumaður í Danmörku frá 1989-2003 og hóf að þjálfa strax að leikmannaferlinum loknum eða árið 2003. Pedersen lék með Horsens BC, Horsens IC og Skovbakken, meðal annars undir stjórn Geoff Kotila, fyrrverandi þjálfara Snæfells. Þeir starfa einmitt saman í dag við Efterskolen í Nyborg, sem er skóli sem sérhæfir sig í körfuknattleik. Craig hefur komið Svendborg í úrslit dönsku deildarinnar sjö sinnum, þar af stóðu þeir einu sinni uppi sem meistarar. Liðið hefur fimm sinnum leikið til bikarúrslita og unnið þrisvar sinnum, síðast nú í janúar. Þá hefur Craig þrisvar verið kosinn þjálfari ársins í Danmörku. Aðstoðarmaður Craig með landsliðið ásamt Arnari Guðjónssyni verður Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá KR, en hann mun jafnframt þjálfa U20 ára landslið karla sem fer á Norðurlandamót í júní. Verkefni sumarsins er fyrst og fremst undankeppni Evrópukeppninnar í ágúst þar sem Ísland verða í riðli með Bretlandi og Bosníu. Liðið mun hefja æfingar í júlí og mun liðið leika æfingaleiki í lok júlímánaðar áður en baráttan hefst 10. ágúst í Laugardalshöll þegar Bretar mæta. En það verður fyrsti leikur Íslands í undankeppni Evrópukeppninnar 2015.Mynd/KKÍ/Linda Sörensen
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira