Áætlun um afnám hafta ekki tímabær Haraldur Guðmundsson skrifar 6. mars 2014 09:27 Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Katrín Ólafsdóttir, nefndarmaður í peningastefnunefnd bankans, sátu fyrir svörum í gær. Vísir/GVA Stjórnvöld eiga ekki að birta endurskoðaða og tímasetta áætlun um afnám gjaldeyrishafta fyrr en niðurstaða um uppgjör á búum föllnu bankanna liggur fyrir. Innihald áætlunarinnar veltur á uppgjörinu og birting hennar kynni að gagnast kröfuhöfum bankanna. Þetta sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær þegar hann svaraði spurningum Guðmundar Steingrímssonar, þingmanns og formanns Bjartrar framtíðar. Guðmundur hafði þá meðal annars spurt hvort Seðlabankinn teldi að vinna samkvæmt áætlunum um afnám gjaldeyrishafta gengi vel. „Ég held að það sé mikilvægt að allir hafi það í huga að þetta er mjög stórt og flókið mál og öfugt við það sem við vorum að ræða hér varðandi peningastefnuna. Ef við gerum einhver smá mistök þar þá er hægt að leiðrétta þau á næsta fundi, en þarna fáum við bara eitt skot og það verður að heppnast,“ sagði Már. Hann sagði ákveðinn „strúktúr í gangi“ varðandi afnám haftanna, bæði innan stjórnsýslunnar og í samvinnu hennar og Seðlabankans. „Þetta er að mínu mati allt í mjög eðlilegum gangi,“ sagði Már.Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, spurði á fundinum hversu lengi væri hægt að búa við það að aðgerðaáætlun um losun gjaldeyrishafta „væri haldið leyndri“. Steingrímur vísaði þar í ræðu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í Valhöll þann 25. febrúar síðastliðinn, þar sem ráðherra sagði að áætlun um afnám gjaldeyrishafta hefði verið virkjuð í haust. „Ég býst við því að fjármálaráðherra, þó ég þurfi ekki að tala fyrir hans hönd, hafi meint það að þessi strúktúr, sem er að vinna í þessu, hann var settur á fót í haust en það eru engar framkvæmdir sem hafa átt sér stað ennþá, sem betur fer því þetta verður allt að vera mjög vel undirbúið,“ sagði Már. „Það er líka mikilvægt varðandi það hvernig þessi bú verða gerð upp og hvaða áhrif það hefur á höftin, það er þess eðlis að ég hef ekki séð það fyrir mér að það sé hægt að birta um það einhverja nákvæma áætlun, svipað eins og bandamenn hefðu birt í BBC áætlun sína um innrás sína í Normandí,“ sagði Már. Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Stjórnvöld eiga ekki að birta endurskoðaða og tímasetta áætlun um afnám gjaldeyrishafta fyrr en niðurstaða um uppgjör á búum föllnu bankanna liggur fyrir. Innihald áætlunarinnar veltur á uppgjörinu og birting hennar kynni að gagnast kröfuhöfum bankanna. Þetta sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær þegar hann svaraði spurningum Guðmundar Steingrímssonar, þingmanns og formanns Bjartrar framtíðar. Guðmundur hafði þá meðal annars spurt hvort Seðlabankinn teldi að vinna samkvæmt áætlunum um afnám gjaldeyrishafta gengi vel. „Ég held að það sé mikilvægt að allir hafi það í huga að þetta er mjög stórt og flókið mál og öfugt við það sem við vorum að ræða hér varðandi peningastefnuna. Ef við gerum einhver smá mistök þar þá er hægt að leiðrétta þau á næsta fundi, en þarna fáum við bara eitt skot og það verður að heppnast,“ sagði Már. Hann sagði ákveðinn „strúktúr í gangi“ varðandi afnám haftanna, bæði innan stjórnsýslunnar og í samvinnu hennar og Seðlabankans. „Þetta er að mínu mati allt í mjög eðlilegum gangi,“ sagði Már.Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, spurði á fundinum hversu lengi væri hægt að búa við það að aðgerðaáætlun um losun gjaldeyrishafta „væri haldið leyndri“. Steingrímur vísaði þar í ræðu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í Valhöll þann 25. febrúar síðastliðinn, þar sem ráðherra sagði að áætlun um afnám gjaldeyrishafta hefði verið virkjuð í haust. „Ég býst við því að fjármálaráðherra, þó ég þurfi ekki að tala fyrir hans hönd, hafi meint það að þessi strúktúr, sem er að vinna í þessu, hann var settur á fót í haust en það eru engar framkvæmdir sem hafa átt sér stað ennþá, sem betur fer því þetta verður allt að vera mjög vel undirbúið,“ sagði Már. „Það er líka mikilvægt varðandi það hvernig þessi bú verða gerð upp og hvaða áhrif það hefur á höftin, það er þess eðlis að ég hef ekki séð það fyrir mér að það sé hægt að birta um það einhverja nákvæma áætlun, svipað eins og bandamenn hefðu birt í BBC áætlun sína um innrás sína í Normandí,“ sagði Már.
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira