Hverfandi líkur á að féð verði endurheimt Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 20. febrúar 2014 19:45 Fórnarlömb meints svikahrapps, sem er sakaður um að hafa á tímabilinu 2006- 2010 haft á annað hundrað milljónir af að minnsta kosti sextán manns, segja hann hafa komið fyrir sjónir sem ábyrgur og trúverðugur viðskiptamaður. Hverfandi líkur eru á að nokkur hluti fjárhæðarinnar verði endurheimtar. Ákæran gegn Sigurði Kárasyni telur sextán blaðsíður, en honum er gefið að sök að hafa haft milljónir af fjölda fólks úr öllum stigum samfélagsins, þar á meðal presti, flóttamanni og vörubílstjóra. Í mörgum tilfellum var um að ræða félítið fólk sem tók lán eða yfirdrátt til að geta látið Sigurð fá peninga, sem hann sagðist meðal annars ætla að nýta til gjaldeyrisviðskipta og til kaupa á krónubréfum. Fólkið átti svo að njóta ávöxtunar sem yrði til vegna viðskiptanna við Sigurð. Svikamillan krafðist sífellt nýrra fórnarlamba þar sem hann fékk nýtt fólk til að millifæra inn á þá sem harðast sóttust um endurgreiðslu. Lögreglan hefur gögn undir höndum sem sýna hvernig peningar streymdu þannig á milli fórnarlambanna, frá nýjum til eldri. Þannig blekkti Sigurður fólk til að láta sig hafa peninga sem hann notaði bæði til að greiða eldri skuldir og eins til eigin framfærslu, en á skattframtölum Sigurðar og eiginkonu hans sést að hann var eignalaus og gjaldþrota þegar hann á að hafa framið brot sín. Eitt fórnarlambanna sagði Sigurð hafa lifað hátt, hann bjó í einbýlishúsi og hafði alltaf fulla vasa af reiðufé. Fréttastofa ræddi í dag við nokkur af fórnarlömbum Sigurðar en þau höfðu öll svipaða sögu að segja. Þau sögðu Sigurð vera gæddan einstökum persónutöfrum og að hann hafi komið fyrir sjónir sem ábyrgur, trúverðugur og vel stæður maður. Við skoðun málsins í dag og samkvæmt heimildum fréttastofu er féð sem fólkið lét Sigurð hafa líklega glatað að mestu, og litlar líkur eru á að fjárhæðirnar verði endurheimtar. Verjandi Sigurðar, Björn Ólafur Hallgrímsson, krefst sýknu í málinu. Hann gagnrýnir rannsókn lögreglu harðlega og sagði hana byggða á getgátum. Þá sagði hann að umfjöllun fjölmiðla um málið vera hina raunverulegu refsingu Sigurðar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir í málinu á næstu vikum, en ákæruvaldið fer fram á þriggja ára fangelsisdóm. Tengdar fréttir Segir Sigurð hafa lokkað fólk til þess að leggja fram fé Sigurður Kárason notaði fjórar aðferðir til þess að fá fólk sem hann er nú ákærður fyrir að hafa blekkt til að afhenda sér fé að því er fram kom í málflutningi sækjanda fyrir dómi í dag. 19. febrúar 2014 14:09 Sigurður hafi ekki beitt blekkingum til að fá féð Miðlun lögreglu og ákæruvalds til fjölmiðla um rannsókn á Sigurði Kárasyni og meintum blekkingum hans er óforsvaranleg að mati verjanda hans, Björns Ólafs Hallgrímssonar. 19. febrúar 2014 15:01 Náðaði svikahrappurinn Sigurður Kárason var ekki viðstaddur þegar þingfesting í máli hans fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 11 í morgun. Forsetinn náðaði hann á sínum tíma en Björn Bjarnason hefur bent á að forsetinn hafi minnst með þá ákvörðun að gera. 5. september 2013 11:27 Sakaður um að svíkja fé af presti og flóttamanni Sigurði Kárasyni er gefið að sök að hafa svikið út 117 milljónir króna af 16 manns. 17. febrúar 2014 14:29 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Sjá meira
Fórnarlömb meints svikahrapps, sem er sakaður um að hafa á tímabilinu 2006- 2010 haft á annað hundrað milljónir af að minnsta kosti sextán manns, segja hann hafa komið fyrir sjónir sem ábyrgur og trúverðugur viðskiptamaður. Hverfandi líkur eru á að nokkur hluti fjárhæðarinnar verði endurheimtar. Ákæran gegn Sigurði Kárasyni telur sextán blaðsíður, en honum er gefið að sök að hafa haft milljónir af fjölda fólks úr öllum stigum samfélagsins, þar á meðal presti, flóttamanni og vörubílstjóra. Í mörgum tilfellum var um að ræða félítið fólk sem tók lán eða yfirdrátt til að geta látið Sigurð fá peninga, sem hann sagðist meðal annars ætla að nýta til gjaldeyrisviðskipta og til kaupa á krónubréfum. Fólkið átti svo að njóta ávöxtunar sem yrði til vegna viðskiptanna við Sigurð. Svikamillan krafðist sífellt nýrra fórnarlamba þar sem hann fékk nýtt fólk til að millifæra inn á þá sem harðast sóttust um endurgreiðslu. Lögreglan hefur gögn undir höndum sem sýna hvernig peningar streymdu þannig á milli fórnarlambanna, frá nýjum til eldri. Þannig blekkti Sigurður fólk til að láta sig hafa peninga sem hann notaði bæði til að greiða eldri skuldir og eins til eigin framfærslu, en á skattframtölum Sigurðar og eiginkonu hans sést að hann var eignalaus og gjaldþrota þegar hann á að hafa framið brot sín. Eitt fórnarlambanna sagði Sigurð hafa lifað hátt, hann bjó í einbýlishúsi og hafði alltaf fulla vasa af reiðufé. Fréttastofa ræddi í dag við nokkur af fórnarlömbum Sigurðar en þau höfðu öll svipaða sögu að segja. Þau sögðu Sigurð vera gæddan einstökum persónutöfrum og að hann hafi komið fyrir sjónir sem ábyrgur, trúverðugur og vel stæður maður. Við skoðun málsins í dag og samkvæmt heimildum fréttastofu er féð sem fólkið lét Sigurð hafa líklega glatað að mestu, og litlar líkur eru á að fjárhæðirnar verði endurheimtar. Verjandi Sigurðar, Björn Ólafur Hallgrímsson, krefst sýknu í málinu. Hann gagnrýnir rannsókn lögreglu harðlega og sagði hana byggða á getgátum. Þá sagði hann að umfjöllun fjölmiðla um málið vera hina raunverulegu refsingu Sigurðar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir í málinu á næstu vikum, en ákæruvaldið fer fram á þriggja ára fangelsisdóm.
Tengdar fréttir Segir Sigurð hafa lokkað fólk til þess að leggja fram fé Sigurður Kárason notaði fjórar aðferðir til þess að fá fólk sem hann er nú ákærður fyrir að hafa blekkt til að afhenda sér fé að því er fram kom í málflutningi sækjanda fyrir dómi í dag. 19. febrúar 2014 14:09 Sigurður hafi ekki beitt blekkingum til að fá féð Miðlun lögreglu og ákæruvalds til fjölmiðla um rannsókn á Sigurði Kárasyni og meintum blekkingum hans er óforsvaranleg að mati verjanda hans, Björns Ólafs Hallgrímssonar. 19. febrúar 2014 15:01 Náðaði svikahrappurinn Sigurður Kárason var ekki viðstaddur þegar þingfesting í máli hans fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 11 í morgun. Forsetinn náðaði hann á sínum tíma en Björn Bjarnason hefur bent á að forsetinn hafi minnst með þá ákvörðun að gera. 5. september 2013 11:27 Sakaður um að svíkja fé af presti og flóttamanni Sigurði Kárasyni er gefið að sök að hafa svikið út 117 milljónir króna af 16 manns. 17. febrúar 2014 14:29 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Sjá meira
Segir Sigurð hafa lokkað fólk til þess að leggja fram fé Sigurður Kárason notaði fjórar aðferðir til þess að fá fólk sem hann er nú ákærður fyrir að hafa blekkt til að afhenda sér fé að því er fram kom í málflutningi sækjanda fyrir dómi í dag. 19. febrúar 2014 14:09
Sigurður hafi ekki beitt blekkingum til að fá féð Miðlun lögreglu og ákæruvalds til fjölmiðla um rannsókn á Sigurði Kárasyni og meintum blekkingum hans er óforsvaranleg að mati verjanda hans, Björns Ólafs Hallgrímssonar. 19. febrúar 2014 15:01
Náðaði svikahrappurinn Sigurður Kárason var ekki viðstaddur þegar þingfesting í máli hans fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 11 í morgun. Forsetinn náðaði hann á sínum tíma en Björn Bjarnason hefur bent á að forsetinn hafi minnst með þá ákvörðun að gera. 5. september 2013 11:27
Sakaður um að svíkja fé af presti og flóttamanni Sigurði Kárasyni er gefið að sök að hafa svikið út 117 milljónir króna af 16 manns. 17. febrúar 2014 14:29