Körfubolti

Olnbogaskot Rögnu Margrétar kært

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragna Margrét í leiknum í gær.
Ragna Margrét í leiknum í gær. Mynd/Valli
Dómaranefnd KKÍ hefur ákveðið að kæra olnbogaskot Rögnu Margrétar Brynjarsdóttur, leikmanns Vals, í leik liðsins gegn Snæfelli í gær.

Ragna Margrét fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu fyrir að gefa Helgu Hjördísi Björgvinsdóttur olnbogaskot.

Á síðasta ársþingi KKÍ voru samþykkt ný lög sem heimila dómaranefnd sambandsins að kæra mál til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ og fékk karfan.is staðfest hjá hjá Rúnari Birgi Gíslasyni, formanni dómaranefndarinnar, að svo verði gert.

Þetta er þó í fyrsta sinn sem að dómaranefndin nýtir sér þessa heimild í lögunum.

„Það voru því engin fordæmi og nefndin ákvað að sofa á málinu í nótt eftir að hafa séð atvikið í gær,“ sagði Rúnar en upptaka af olnbogaskoti Rögnu Margrétar var birt í fréttum Rúv klukkan 22.00 í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×