Skoðun

Nýtt vistkerfi

Hulda Bjarnadóttir skrifar
Á dögunum birtist ítarleg greining í Kjarnanum undir yfirskriftinni: Karlar stýra nær öllu fé á Íslandi. Af 88 æðstu stjórnendum í fjármálafyrirtækjum, lífeyrissjóðum og öðrum fjárfestingaröflum, eru sex konur. Þannig að konur eru tæp 7% af þeim sem stýra fjármagni hér á landi á móti 93% karla. Og hvað skýrir það og hvað er mögulega til ráða. Hvaða stefnur og sjónarmið þarf að hugleiða ef eðlilegra hlutfall kynja á að ná fram að ganga?

Breytt fyrirtækjamenning

McKinsey hefur til að mynda komist að þeirri niðurstöðu að fyrirtækjamenning (e. corporate culture) er helsti þröskuldur þess að konur komist til áhrifa og er komið inn á það í úttekt Kjarnans. Þar er vitnað í rannsóknarskýrslu sem fyrirtækið gerði í fyrra og ber heitið „Women Matter 2013: Gender diversity in top management: Moving corporate Culture, moving boundaries“. Þar er sýnt fram á að fyrirtæki með fleiri konur í stjórnunarstöðum skili marktækt betri árangri en fyrirtæki með engar konur í slíkum.

Þrjú hagnýt skref

Kjarninn dregur fram þau skref sem McKinsey setti fram á sínum tíma, skref sem eiga að skapa nýtt vistkerfi (e. ecosystem) innan atvinnulífsins. Talað er um í fyrsta lagi að framkvæmdastjórn fyrirtækja skuldbindi sig til að auka jafnræði kynja í stjórnunarstöðum og að það markmið skuli skilgreint sem forgangsatriði í stefnumörkun fyrirtækja. Í öðru lagi, að sett verði upp ferli sem hjálpi konum í að þróast í leiðtoga innan fyrirtækja. Og í þriðja lagi að stefnumörkun fyrirtækja leiði það af sér að konur séu kerfisbundið alltaf hafðar með til jafns við karla í öllum ráðningar- og stöðuhækkunarferlum.

Fjárstyrkur eða tengslanet

Svo gæti verið áhugavert fyrir áhugafólk um málefnið að kortleggja þessar upplýsingar Kjarnans enn frekar og sjá hvort ráðið hafi verið í þessar stöður eftir faglegum ráðningarleiðum – eða hvort tækifærið við að komast að borðinu hafi komið til vegna tengsla. Það er oft talað um að konur þurfi að fara fyrir fé ætli þær sér að komast til áhrifa. Því mætti einnig kortleggja hversu fjársterkir einstaklingar eru á bak við þau 93% karla sem sitja í áhrifastöðum í fjármálafyrirtækjum, lífeyrissjóðum og öðrum fjárfestingaröflum.

Félagsleg- og menningarleg blindni

Í úttektinni umræddu er einnig vitnað í Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, formann FKA, sem segir að það þurfi að taka bæði ráðningar- og framakerfi innan fyrirtækja til gagngerrar endurskoðunar. Það rímar við ofantalið.




Skoðun

Sjá meira


×