Lífið

The Wolf Of Wall Street gyðjan gengin út

Margot Robbie hefur fundið ástina.
Margot Robbie hefur fundið ástina. vísir/getty
Ástralska leikkonan Margot Robbie er komin með kærasta en Ný Sjálenski miðillinn Stuff sem greinir frá þessu. Sá heppni heitir Henry Aitken og kynntust þau við tökur á kvikmyndinni Z for Zachariah sem fara fram á Nýja Sjálandi. Aitken vinnur við leikmyndahönnun í kvikmyndinni.

Samkvæmt heimildarmanni hafa turtildúfurnar verið að hittast í nokkrar vikur og eru víst innilega ástfangin. Þá bætti heimildarmaðurinn við að Robbie væri ekki mikið fyrir fræga stráka og því kæmi samband hennar við Aitken ekki á óvart.

Margot Robbie átti stórleik í kvikmyndinni The Wolf of Wall Street á síðasta ári, þar sem hún tældi Leonardo DiCaprio upp úr skónum með sínum mikla þokka. Áður vakti hún mikla athygli í Nágrönnum. Chris Pine og Chiwetel Ejiofor leika á móti fegurðardísinni í myndinni sem nú er í tökum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.