Á ekki að bitna á þeim sem minna mega sín Birta Björnsdóttir skrifar 26. febrúar 2014 20:00 Staða samkynheigðra í heiminum er býsna misjöfn. Í Íran, Máritaníu, Sádi Arabíu, Súdan og Jemen auk hluta af Nígeríu og Sómalíu liggur dauðarefsing við því að vera samkynhneigður. Þá eru um 70 lönd í heiminum þar sem samkynheigð er bönnuð með lögum, þeirra á meðal Úganda, þar sem lög þessa efnis voru samþykkt á dögunum. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er veitt þróunaraðstoð í einhverju mæli til sjö þessarra ríkja, auk þess hefur verið veitt neyðaraðstoð til nokkurra ríkja til viðbótar. Þá eiga fjögur, af þessum sjötíu löndum, möguleika á stuðningi. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sagði í fréttum okkar í gær, ekki heppilegt að hlaupa frá verkefnum sem ráðist hefði verið í í Úganda, hinsvegar komi vel til álita að skoða hvort hægt verði að koma hluta af þeim hálfa milljarði sem veitt er þangað árlega til þeirra aðila sem berjast fyrir mannréttindum í landinu. Ákvarðanir yfirvalda mega ekki bitna á þeim fátækustu í hverju landi fyrir sig, það eru rökin fyrir því að halda áfram aðstoð við þau ríki þar sem umdeild lög eru sett, líkt og í tilfelli Úganda. Stjórnvöld geta þó ákveðið hvaða þjóðfélagshópar og samtök eru styrkt með aðstoðinni. Úganda var lengi meðal þeirra ríkja í heiminum sem þáði hvað mesta þróunaraðstoð þó talsvert hafi dregið úr henni undanfarin ár. Danir, Norðmenn og Hollendingar hafa ákveðið að draga úr þróunaraðstoð til Úganda eftir að lögin voru samþykkt. Þar ber að hafa í huga að stuðningur þessarra landa er í miklu mæli til stjórnvalda í Úganda, en ekki til tiltekinna verkefna og óháðra samtaka líkt og í tilfelli Íslands. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira
Staða samkynheigðra í heiminum er býsna misjöfn. Í Íran, Máritaníu, Sádi Arabíu, Súdan og Jemen auk hluta af Nígeríu og Sómalíu liggur dauðarefsing við því að vera samkynhneigður. Þá eru um 70 lönd í heiminum þar sem samkynheigð er bönnuð með lögum, þeirra á meðal Úganda, þar sem lög þessa efnis voru samþykkt á dögunum. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er veitt þróunaraðstoð í einhverju mæli til sjö þessarra ríkja, auk þess hefur verið veitt neyðaraðstoð til nokkurra ríkja til viðbótar. Þá eiga fjögur, af þessum sjötíu löndum, möguleika á stuðningi. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sagði í fréttum okkar í gær, ekki heppilegt að hlaupa frá verkefnum sem ráðist hefði verið í í Úganda, hinsvegar komi vel til álita að skoða hvort hægt verði að koma hluta af þeim hálfa milljarði sem veitt er þangað árlega til þeirra aðila sem berjast fyrir mannréttindum í landinu. Ákvarðanir yfirvalda mega ekki bitna á þeim fátækustu í hverju landi fyrir sig, það eru rökin fyrir því að halda áfram aðstoð við þau ríki þar sem umdeild lög eru sett, líkt og í tilfelli Úganda. Stjórnvöld geta þó ákveðið hvaða þjóðfélagshópar og samtök eru styrkt með aðstoðinni. Úganda var lengi meðal þeirra ríkja í heiminum sem þáði hvað mesta þróunaraðstoð þó talsvert hafi dregið úr henni undanfarin ár. Danir, Norðmenn og Hollendingar hafa ákveðið að draga úr þróunaraðstoð til Úganda eftir að lögin voru samþykkt. Þar ber að hafa í huga að stuðningur þessarra landa er í miklu mæli til stjórnvalda í Úganda, en ekki til tiltekinna verkefna og óháðra samtaka líkt og í tilfelli Íslands.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira