Á ekki að bitna á þeim sem minna mega sín Birta Björnsdóttir skrifar 26. febrúar 2014 20:00 Staða samkynheigðra í heiminum er býsna misjöfn. Í Íran, Máritaníu, Sádi Arabíu, Súdan og Jemen auk hluta af Nígeríu og Sómalíu liggur dauðarefsing við því að vera samkynhneigður. Þá eru um 70 lönd í heiminum þar sem samkynheigð er bönnuð með lögum, þeirra á meðal Úganda, þar sem lög þessa efnis voru samþykkt á dögunum. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er veitt þróunaraðstoð í einhverju mæli til sjö þessarra ríkja, auk þess hefur verið veitt neyðaraðstoð til nokkurra ríkja til viðbótar. Þá eiga fjögur, af þessum sjötíu löndum, möguleika á stuðningi. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sagði í fréttum okkar í gær, ekki heppilegt að hlaupa frá verkefnum sem ráðist hefði verið í í Úganda, hinsvegar komi vel til álita að skoða hvort hægt verði að koma hluta af þeim hálfa milljarði sem veitt er þangað árlega til þeirra aðila sem berjast fyrir mannréttindum í landinu. Ákvarðanir yfirvalda mega ekki bitna á þeim fátækustu í hverju landi fyrir sig, það eru rökin fyrir því að halda áfram aðstoð við þau ríki þar sem umdeild lög eru sett, líkt og í tilfelli Úganda. Stjórnvöld geta þó ákveðið hvaða þjóðfélagshópar og samtök eru styrkt með aðstoðinni. Úganda var lengi meðal þeirra ríkja í heiminum sem þáði hvað mesta þróunaraðstoð þó talsvert hafi dregið úr henni undanfarin ár. Danir, Norðmenn og Hollendingar hafa ákveðið að draga úr þróunaraðstoð til Úganda eftir að lögin voru samþykkt. Þar ber að hafa í huga að stuðningur þessarra landa er í miklu mæli til stjórnvalda í Úganda, en ekki til tiltekinna verkefna og óháðra samtaka líkt og í tilfelli Íslands. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Staða samkynheigðra í heiminum er býsna misjöfn. Í Íran, Máritaníu, Sádi Arabíu, Súdan og Jemen auk hluta af Nígeríu og Sómalíu liggur dauðarefsing við því að vera samkynhneigður. Þá eru um 70 lönd í heiminum þar sem samkynheigð er bönnuð með lögum, þeirra á meðal Úganda, þar sem lög þessa efnis voru samþykkt á dögunum. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er veitt þróunaraðstoð í einhverju mæli til sjö þessarra ríkja, auk þess hefur verið veitt neyðaraðstoð til nokkurra ríkja til viðbótar. Þá eiga fjögur, af þessum sjötíu löndum, möguleika á stuðningi. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sagði í fréttum okkar í gær, ekki heppilegt að hlaupa frá verkefnum sem ráðist hefði verið í í Úganda, hinsvegar komi vel til álita að skoða hvort hægt verði að koma hluta af þeim hálfa milljarði sem veitt er þangað árlega til þeirra aðila sem berjast fyrir mannréttindum í landinu. Ákvarðanir yfirvalda mega ekki bitna á þeim fátækustu í hverju landi fyrir sig, það eru rökin fyrir því að halda áfram aðstoð við þau ríki þar sem umdeild lög eru sett, líkt og í tilfelli Úganda. Stjórnvöld geta þó ákveðið hvaða þjóðfélagshópar og samtök eru styrkt með aðstoðinni. Úganda var lengi meðal þeirra ríkja í heiminum sem þáði hvað mesta þróunaraðstoð þó talsvert hafi dregið úr henni undanfarin ár. Danir, Norðmenn og Hollendingar hafa ákveðið að draga úr þróunaraðstoð til Úganda eftir að lögin voru samþykkt. Þar ber að hafa í huga að stuðningur þessarra landa er í miklu mæli til stjórnvalda í Úganda, en ekki til tiltekinna verkefna og óháðra samtaka líkt og í tilfelli Íslands.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira