Fleiri kaupa bíla án þess að athuga veðbönd Haraldur Guðmundsson skrifar 10. febrúar 2014 08:47 Bílasalar eiga að athuga með veðbönd áður en bílakaup ganga í gegn. Fréttablaðið/GVA Starfsmenn Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) sjá að lágmarki eitt dæmi á viku þar sem einstaklingur hefur óvitandi keypt bíl með áhvílandi veði. Slíkum málum hefur fjölgað á síðustu árum og í flestum tilvikum er um að ræða viðskipti með ódýra bíla án aðkomu bílasala. „Við sjáum því miður allt of mörg dæmi þar sem fólk er að lenda í svona málum og í sumum tilvikum er um háar fjárhæðir að ræða. Í rauninni kvikna engin viðvörunarljós varðandi veðbönd þegar fólk skilar pappírum um eigendaskipti inn. Það nöturlega er að oft er erfitt að snúa hlutunum við því þegar búið er að ganga frá samningum þá tilheyrir veðið ökutækinu og í sumum tilvikum getur nýr eigandi ökutækis átt á hættu á að missa það upp í veðskuldina,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Samgöngustofa og fyrirtæki sem reka skoðunarstöðvar taka við tilkynningum um eigendaskipti en stofnunin veitir fyrirtækjunum upplýsingar um hvort veð séu áhvílandi. Samkvæmt upplýsingum Samgöngustofu eru kaupendur látnir vita þegar eigandi bifreiðar skuldar opinber gjöld og eigendaskipti ganga ekki í gegn fyrr en þau eru greidd. Kaupandanum er aftur á móti ekki gert grein fyrir öðrum áhvílandi skuldum nema hann óski sérstaklega eftir því. Upplýsingar Samgöngustofu um áhvílandi veð eru takmarkaðar að því leyti að þær segja einungis til um hvort bifreið ber veðbönd eða ekki. Stofnunin getur því ekki veitt upplýsingar um uppruna veðsins eða upphæð þess. Til þess að fá þær upplýsingar þarf að leita til sýslumanna eða fjármálastofnana. Þetta fyrirkomulag gagnrýnir Runólfur. „Það væri eðlilegast ef þeir sem sjá um eigendaskiptin ættu þessar upplýsingar og best væri ef almenningur gæti nálgast þær á auðveldan hátt. Eigendaskipti á markaði skipta tugum þúsunda á ári og þessum málum hefur fjölgað eftir að viðskipti með ökutæki breyttust þannig að gamlir og ódýrir bílar urðu vinsæl söluvara. Það er ótrúlega algengt að fólk gangi til þessara viðskipta eins og það sé að kaupa mjólk yfir borðið í Bónus,“ segir Runólfur.Lýsing seldi 50 þúsund króna bíl með 1,2 milljóna veði Árið 2006 seldi Lýsing hf. notaðan bíl í eigu fyrirtækisins fyrir 50 þúsund krónur. Í janúar síðastliðnum, um átta árum síðar, kom í ljós við tjónaskoðun að bíllinn hafði allan þann tíma borið veð upp á tólf hundruð þúsund krónur. Eiganda bílsins var ekki gerð grein fyrir veðinu áður en kaupin gengu í gegn. Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Lýsingar, segir málið vera mistök og hann telur það eina slíka dæmið í sögu fyrirtækisins. „Þetta eru mistök. Þegar bíll er seldur fær kaupandi staðfestingu á því að hann sé seldur án veðbanda og þá á að prenta út veðbókarvottorð sem báðir undirrita. Það virðist hafa farist fyrir. Kaupin áttu sér stað 2006 en það átti að vera búið að aflétta veðinu í síðasta lagi árið 2005. Þetta hékk hins vegar inni en við höfum fengið staðfestingu frá Arion Banka sem hefur tekið við skuldbindingunum um að það sé búið að finna pappírana og að veðinu verði aflýst,“ segir Þór. Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Starfsmenn Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) sjá að lágmarki eitt dæmi á viku þar sem einstaklingur hefur óvitandi keypt bíl með áhvílandi veði. Slíkum málum hefur fjölgað á síðustu árum og í flestum tilvikum er um að ræða viðskipti með ódýra bíla án aðkomu bílasala. „Við sjáum því miður allt of mörg dæmi þar sem fólk er að lenda í svona málum og í sumum tilvikum er um háar fjárhæðir að ræða. Í rauninni kvikna engin viðvörunarljós varðandi veðbönd þegar fólk skilar pappírum um eigendaskipti inn. Það nöturlega er að oft er erfitt að snúa hlutunum við því þegar búið er að ganga frá samningum þá tilheyrir veðið ökutækinu og í sumum tilvikum getur nýr eigandi ökutækis átt á hættu á að missa það upp í veðskuldina,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Samgöngustofa og fyrirtæki sem reka skoðunarstöðvar taka við tilkynningum um eigendaskipti en stofnunin veitir fyrirtækjunum upplýsingar um hvort veð séu áhvílandi. Samkvæmt upplýsingum Samgöngustofu eru kaupendur látnir vita þegar eigandi bifreiðar skuldar opinber gjöld og eigendaskipti ganga ekki í gegn fyrr en þau eru greidd. Kaupandanum er aftur á móti ekki gert grein fyrir öðrum áhvílandi skuldum nema hann óski sérstaklega eftir því. Upplýsingar Samgöngustofu um áhvílandi veð eru takmarkaðar að því leyti að þær segja einungis til um hvort bifreið ber veðbönd eða ekki. Stofnunin getur því ekki veitt upplýsingar um uppruna veðsins eða upphæð þess. Til þess að fá þær upplýsingar þarf að leita til sýslumanna eða fjármálastofnana. Þetta fyrirkomulag gagnrýnir Runólfur. „Það væri eðlilegast ef þeir sem sjá um eigendaskiptin ættu þessar upplýsingar og best væri ef almenningur gæti nálgast þær á auðveldan hátt. Eigendaskipti á markaði skipta tugum þúsunda á ári og þessum málum hefur fjölgað eftir að viðskipti með ökutæki breyttust þannig að gamlir og ódýrir bílar urðu vinsæl söluvara. Það er ótrúlega algengt að fólk gangi til þessara viðskipta eins og það sé að kaupa mjólk yfir borðið í Bónus,“ segir Runólfur.Lýsing seldi 50 þúsund króna bíl með 1,2 milljóna veði Árið 2006 seldi Lýsing hf. notaðan bíl í eigu fyrirtækisins fyrir 50 þúsund krónur. Í janúar síðastliðnum, um átta árum síðar, kom í ljós við tjónaskoðun að bíllinn hafði allan þann tíma borið veð upp á tólf hundruð þúsund krónur. Eiganda bílsins var ekki gerð grein fyrir veðinu áður en kaupin gengu í gegn. Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Lýsingar, segir málið vera mistök og hann telur það eina slíka dæmið í sögu fyrirtækisins. „Þetta eru mistök. Þegar bíll er seldur fær kaupandi staðfestingu á því að hann sé seldur án veðbanda og þá á að prenta út veðbókarvottorð sem báðir undirrita. Það virðist hafa farist fyrir. Kaupin áttu sér stað 2006 en það átti að vera búið að aflétta veðinu í síðasta lagi árið 2005. Þetta hékk hins vegar inni en við höfum fengið staðfestingu frá Arion Banka sem hefur tekið við skuldbindingunum um að það sé búið að finna pappírana og að veðinu verði aflýst,“ segir Þór.
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira