Viðskipti innlent

Jarðboranir taka þátt í fyrsta jarðvarmaverkefni Malasíu

Haraldur Guðmundsson skrifar
Þór, bor fyrirtækisins, borar hér við Sýrfell.
Þór, bor fyrirtækisins, borar hér við Sýrfell. Mynd/Jarðboranir

Fyrirtækið Jarðboranir mun sjá um boranir í fyrsta jarðvarmaverkefni í sögu Malasíu þar sem reisa á þrjátíu megavatta virkjun. Baldvin Þorsteinsson, forstjóri Jarðborana, segir viðræður við malasíska fyrirtækið TGE Power á lokastigi og áætlað er að boranir hefjist í apríl.

„Verkefnið í Malasíu snýst um alhliða þjónustu á öllum þáttum borverks fyrir þennan nýja viðskiptavin, TGE Power. Vonandi verður þetta verkefni til þriggja eða fjögurra ára en maður veit aldrei fyrr en þegar búið verður að bora fyrstu holurnar,“ segir Baldvin.

Jarðboranir eru einnig með verkefni á Filippseyjum og eyjunum Dóminíku og Montserrat í Karíbahafi. Fyrirtækið skoðar nú einnig hugsanlegt verkefni í Eþíópíu í samstarfi við Reykjavík Geothermal.

„Í rauninni hefur verið mjög lítið um verkefni hér á landi frá árinu 2009. Útlitið í ár er ekkert sérstaklega gott og við höfum því þurft að leita til útlanda eftir verkefnum. Þar eru okkar tækifæri þessa stundina.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.