Verða að óska eftir gjaldþrotaskiptum ef nauðasamningar nást ekki Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. febrúar 2014 20:27 Sú skylda hvílir á slitastjórnum föllnu bankanna, Kaupþings og Glitnis, að óska eftir gjaldþrotaskiptum ef nauðasamningur kemst ekki á. Sumir sérfræðingar stjórnvalda telja farsælast fyrir hagsmuni Íslands að þrotabúin fari í hefðbundin gjaldþrotaskipti. Ekki er hægt að ljúka slitum föllnu bankanna m.a vegna þess að uppgjör þessara búa ógna gengis- og efnahagsstöðugleika á Íslandi. Þrotabú allra stóru bankanna hafa óskað eftir undanþágum frá lögum um gjaldeyrismál hjá Seðlabanka Íslands til að greiða út erlendan gjaldeyri til kröfuhafa. Í tilviki Kaupþings og Glitnis eru undanþágubeiðnir vegna greiðslu á hreinum erlendum gjaldeyriseignum þessara banka sem eru að miklu leyti vistaðar á reikningum erlendis. Hjá Kaupþingi og Glitni er undanþágan algjör forsenda þess að hægt verði að ljúka nauðasamningum. Eignir að mestu leyti erlendis „Okkar mat er að stærstur hluti eigna Kaupþings hafi engin áhrif á íslenska hagkerfið. Eignir okkar eru að mestu leyti erlendis,“ segir Jóhannes Rúnar Jóhannsson hjá slitastjórn Kaupþings. Undanþágubeiðni Landsbankans er annars eðlis. Slitastjórn gamla Landsbankans (LBI hf.) er búin að greiða út allan frjálsan gjaldeyri sem hlutagreiðslur til forgangskröfuhafa vegna Icesave-reikninganna. Samtals eru þegar greiddar hlutagreiðslur til forgangskröfuhafa að jafnvirði um ISK 716 ma.kr. Þar af voru 706 milljarðar króna í erlendum gjaldeyri. Seðlabankinn hefur ekki svarað umsóknum um undanþágur því bankinn vinnur nú að ítarlegri greiðslujafnaðargreiningu íslenska þjóðarbúsins, þ.e. líkani um svokallað "balance of payments" líkani. Þetta líkan mun gefa Seðlabankanum gleggri mynd af áhættunni sem fylgir nauðasamningum bankanna. Ef það vantar fjármagn samkvæmt greiðslujöfnuði þá fer gjaldeyrir af forðanum. Um er að ræða greiningarvinnu á stöðu þjóðarbúsins gegnum greiðslujöfnuð. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að svara erindum slitastjórna bankanna þegar þessari vinnu er lokið. Skylt að fara í gjaldþrotaskipti ef nauðasamningar ganga ekkiÁ slitastjórnum bankanna hvílir sú skylda að fara fram á hefðbundin gjaldþrotaskipti ef nauðasamningsumleitanir takast ekki. Sumir sérfræðingar stjórnvalda telja það vera heppilegast fyrir hagsmuni Íslands að þrotabúin fari í gjaldþrotaskipti. Enga lagabreytingu þyrfti til slíks, aðeins umsókn frá slitastjórnum.Telur þú að það verði niðurstaðan á endanum? „Ég ætla ekkert að dæma um það. Við trúum því að við fáum svar við beiðni okkar á einhverjum tímapunkti. Við erum tilbúin að vinna með stjórnvöldum að leysa þau mál sem snúa að Kaupþingi,“ segir Jóhannes Rúnar Jóhannsson hjá slitastjórn Kaupþings. Eins og við fjölluðum um í fréttum Stöðvar 2 á laugardag er annað álitaefni tengt gjaldþrotaleiðinni sem snýr að útgreiðslu í íslenskum krónum, en færð hafa verið rök fyrir því að greiða þurfi út kröfur í krónum þar sem íslenskar krónur séu lögeyrir hér á landi. Í frægum dómi Hæstaréttar frá sl. hausti segir: „Er gert ráð fyrir því í lögum nr. 21/1991 (lög um gjaldþrotaskipti innsk.blm) að við úthlutun úr þrotabúi séu kröfur greiddar kröfuhöfum í íslenskum krónum, hvort sem kröfurnar eru greiddar í einu lagi eða aðeins hluti þeirra.“Þensluhvetjandi að skipta erlendum eignum í krónur Forsendur þessa dóms og áhrif hans eru umdeild. Formaður slitastjórnar Glitnis sagði fyrr í haust í viðtali á Stöð 2 að túlkun á forsendum hans væri á villigötum, eins og sjá má hér. Þá er deilt um hagræn áhrif þess að skipta erlendum eignum þrotabúanna í krónur, en færð hafa verið rök fyrir því að slíkt myndi auka á „krónuvandann“ þ.e. magni íslenskra króna í eigu erlendra aðila sem skipta þurfi í gjaldeyri á einhverjum tímapunkti sem setja myndi þrýsting á krónuna. Auk þess myndi slíkt auka peningamagn í umferð sem væri þensluhvetjandi og þar með leiða til aukinnar verðbólgu. Ath. fréttin var uppfærð 11.2.2014 kl. 10:37 en þá bættist við setning í síðustu efnisgrein: þ.e. magni íslenskra króna í eigu erlendra aðila sem skipta þurfi í gjaldeyri á einhverjum tímapunkti sem setja myndi þrýsting á krónuna. Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Sú skylda hvílir á slitastjórnum föllnu bankanna, Kaupþings og Glitnis, að óska eftir gjaldþrotaskiptum ef nauðasamningur kemst ekki á. Sumir sérfræðingar stjórnvalda telja farsælast fyrir hagsmuni Íslands að þrotabúin fari í hefðbundin gjaldþrotaskipti. Ekki er hægt að ljúka slitum föllnu bankanna m.a vegna þess að uppgjör þessara búa ógna gengis- og efnahagsstöðugleika á Íslandi. Þrotabú allra stóru bankanna hafa óskað eftir undanþágum frá lögum um gjaldeyrismál hjá Seðlabanka Íslands til að greiða út erlendan gjaldeyri til kröfuhafa. Í tilviki Kaupþings og Glitnis eru undanþágubeiðnir vegna greiðslu á hreinum erlendum gjaldeyriseignum þessara banka sem eru að miklu leyti vistaðar á reikningum erlendis. Hjá Kaupþingi og Glitni er undanþágan algjör forsenda þess að hægt verði að ljúka nauðasamningum. Eignir að mestu leyti erlendis „Okkar mat er að stærstur hluti eigna Kaupþings hafi engin áhrif á íslenska hagkerfið. Eignir okkar eru að mestu leyti erlendis,“ segir Jóhannes Rúnar Jóhannsson hjá slitastjórn Kaupþings. Undanþágubeiðni Landsbankans er annars eðlis. Slitastjórn gamla Landsbankans (LBI hf.) er búin að greiða út allan frjálsan gjaldeyri sem hlutagreiðslur til forgangskröfuhafa vegna Icesave-reikninganna. Samtals eru þegar greiddar hlutagreiðslur til forgangskröfuhafa að jafnvirði um ISK 716 ma.kr. Þar af voru 706 milljarðar króna í erlendum gjaldeyri. Seðlabankinn hefur ekki svarað umsóknum um undanþágur því bankinn vinnur nú að ítarlegri greiðslujafnaðargreiningu íslenska þjóðarbúsins, þ.e. líkani um svokallað "balance of payments" líkani. Þetta líkan mun gefa Seðlabankanum gleggri mynd af áhættunni sem fylgir nauðasamningum bankanna. Ef það vantar fjármagn samkvæmt greiðslujöfnuði þá fer gjaldeyrir af forðanum. Um er að ræða greiningarvinnu á stöðu þjóðarbúsins gegnum greiðslujöfnuð. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að svara erindum slitastjórna bankanna þegar þessari vinnu er lokið. Skylt að fara í gjaldþrotaskipti ef nauðasamningar ganga ekkiÁ slitastjórnum bankanna hvílir sú skylda að fara fram á hefðbundin gjaldþrotaskipti ef nauðasamningsumleitanir takast ekki. Sumir sérfræðingar stjórnvalda telja það vera heppilegast fyrir hagsmuni Íslands að þrotabúin fari í gjaldþrotaskipti. Enga lagabreytingu þyrfti til slíks, aðeins umsókn frá slitastjórnum.Telur þú að það verði niðurstaðan á endanum? „Ég ætla ekkert að dæma um það. Við trúum því að við fáum svar við beiðni okkar á einhverjum tímapunkti. Við erum tilbúin að vinna með stjórnvöldum að leysa þau mál sem snúa að Kaupþingi,“ segir Jóhannes Rúnar Jóhannsson hjá slitastjórn Kaupþings. Eins og við fjölluðum um í fréttum Stöðvar 2 á laugardag er annað álitaefni tengt gjaldþrotaleiðinni sem snýr að útgreiðslu í íslenskum krónum, en færð hafa verið rök fyrir því að greiða þurfi út kröfur í krónum þar sem íslenskar krónur séu lögeyrir hér á landi. Í frægum dómi Hæstaréttar frá sl. hausti segir: „Er gert ráð fyrir því í lögum nr. 21/1991 (lög um gjaldþrotaskipti innsk.blm) að við úthlutun úr þrotabúi séu kröfur greiddar kröfuhöfum í íslenskum krónum, hvort sem kröfurnar eru greiddar í einu lagi eða aðeins hluti þeirra.“Þensluhvetjandi að skipta erlendum eignum í krónur Forsendur þessa dóms og áhrif hans eru umdeild. Formaður slitastjórnar Glitnis sagði fyrr í haust í viðtali á Stöð 2 að túlkun á forsendum hans væri á villigötum, eins og sjá má hér. Þá er deilt um hagræn áhrif þess að skipta erlendum eignum þrotabúanna í krónur, en færð hafa verið rök fyrir því að slíkt myndi auka á „krónuvandann“ þ.e. magni íslenskra króna í eigu erlendra aðila sem skipta þurfi í gjaldeyri á einhverjum tímapunkti sem setja myndi þrýsting á krónuna. Auk þess myndi slíkt auka peningamagn í umferð sem væri þensluhvetjandi og þar með leiða til aukinnar verðbólgu. Ath. fréttin var uppfærð 11.2.2014 kl. 10:37 en þá bættist við setning í síðustu efnisgrein: þ.e. magni íslenskra króna í eigu erlendra aðila sem skipta þurfi í gjaldeyri á einhverjum tímapunkti sem setja myndi þrýsting á krónuna.
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira