Vertu bara þú sjálf/ur Rúna Magnúsdóttir skrifar 12. febrúar 2014 11:27 Hljómar afskaplega einfalt og rökrétt ekki satt? Bara slappa af og vera þú? Málið dautt eða hvað? Þessi algengi frasi er, eins og svo ótal margt í lífinu, eitthvað sem við vitum öll að við eigum að gera, en gerum ekki. Eða eins og segir á enskri tungu: „Common sense isn‘t always common practise.“ Við vitum að þetta ættum við vissulega að gera, vera við sjálf. En hversu mörg okkar vita í raun hver við erum? Hvar í skólakerfinu fáum við tækifæri til að uppgötva hver við sem einstaklingar erum? Hvað við viljum standa fyrir í lífi og starfi? Hvar fáum við tækifæri til að skila og uppgötva okkar eigin persónuleg gildi? Hvað skiptir okkur máli og hvað engu máli? Já, þetta eru allt ósköp miklar grundvallarspurningar. En segjum sem svo að það væri jafn sjálfsagt fyrir einstakling í íslensku samfélagi að eiga svör við þessum spurningum eins og okkur finnst nauðsynlegt að unglingar í dag nái góðum einkunnum í íslensku, stærðfræði og ensku til að halda áfram för sinni inn í framhaldsskólana. Hverju myndi það breyta? Hvaða skóli yrði vinsælasti skólinn þegar nemendur hefðu sterkari tengingu við sjálfa sig? Hvað gæfi það atvinnulífinu að geta valið inn á vinnustaðina fólk sem deildi sömu gildum í lífinu og fyrirtækin? Hvaða áhrif hefði það á fyrirtækjamenninguna, starfsánægjuna?Ógleymanlegur dagur Á þjóðfundi 2009 tók hópur fólks úr atvinnulífinu sig saman, skipulagði og framkvæmdi einn ógleymanlegasta dag í lífi margra. Dag þar sem þverskurður fólks úr samfélaginu settist saman, vann að sameiginlegri framtíðarsýn og útbjó ný gildi fyrir Ísland. Útkoman úr þeirri vinnu voru 12 grunngildi; heiðarleiki, jafnrétti, virðing, réttlæti, kærleikur, ábyrgð, jöfnuður, frelsi, mannréttindi, traust, lýðræði og fjölskyldan. Þau gildi skiptu þjóðina mestu máli þá. Hefði þjóðin farið í sams konar vinnu 2007 hefðu gildin líklega verið einhver allt önnur. En hvernig okkur sem þjóð hefur tekist að virða þessi grunngildi er vissulega stór og áhugaverð spurning. Áður en við getum svarað henni, þarf hvert og eitt okkar að svara fyrir sig sem einstaklingur og þátttakandi í íslensku samfélagi. Spyrja sig sjálft: Hver eru gildin mín og hvernig virði ég þau? Í mínum augum er það fólk sem er það sjálft, einstaklingar er hafa náð einstökum árangri og þroska í sínu eigin lífi. Fólk sem lifir eftir sínum eigin gildum og innri sannfæringu og það tjáir sig af einlægni og staðfestu. Ég þarf alls ekki að vera sammála í einu og öllu, síður en svo, en þetta er svo sannarlega fólk sem fær mig til að hlusta á sig og sínar skoðanir og viðhorf. Þar sem viðhorf þeirra og skoðanir koma frá hjartanu þá fá þessir einstaklingar mig til að gefa þeim allt það svigrúm sem þeir óska eftir, og þar með verður erfitt að sýna þeim óréttmæta dómhörku og leiðindi. Hver vill ekki vera í þessum hópi? Hér skiptir engu máli hvaða bakgrunn, eða menntun hver og einn hefur. Hér gildir svigrúm og einfaldur áhugi einstaklingsins á því að vita hver hann er, fyrir hvað hann stendur, lifa lífinu lifandi og já … bara vera hann sjálfur … einfalt ekki satt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Hljómar afskaplega einfalt og rökrétt ekki satt? Bara slappa af og vera þú? Málið dautt eða hvað? Þessi algengi frasi er, eins og svo ótal margt í lífinu, eitthvað sem við vitum öll að við eigum að gera, en gerum ekki. Eða eins og segir á enskri tungu: „Common sense isn‘t always common practise.“ Við vitum að þetta ættum við vissulega að gera, vera við sjálf. En hversu mörg okkar vita í raun hver við erum? Hvar í skólakerfinu fáum við tækifæri til að uppgötva hver við sem einstaklingar erum? Hvað við viljum standa fyrir í lífi og starfi? Hvar fáum við tækifæri til að skila og uppgötva okkar eigin persónuleg gildi? Hvað skiptir okkur máli og hvað engu máli? Já, þetta eru allt ósköp miklar grundvallarspurningar. En segjum sem svo að það væri jafn sjálfsagt fyrir einstakling í íslensku samfélagi að eiga svör við þessum spurningum eins og okkur finnst nauðsynlegt að unglingar í dag nái góðum einkunnum í íslensku, stærðfræði og ensku til að halda áfram för sinni inn í framhaldsskólana. Hverju myndi það breyta? Hvaða skóli yrði vinsælasti skólinn þegar nemendur hefðu sterkari tengingu við sjálfa sig? Hvað gæfi það atvinnulífinu að geta valið inn á vinnustaðina fólk sem deildi sömu gildum í lífinu og fyrirtækin? Hvaða áhrif hefði það á fyrirtækjamenninguna, starfsánægjuna?Ógleymanlegur dagur Á þjóðfundi 2009 tók hópur fólks úr atvinnulífinu sig saman, skipulagði og framkvæmdi einn ógleymanlegasta dag í lífi margra. Dag þar sem þverskurður fólks úr samfélaginu settist saman, vann að sameiginlegri framtíðarsýn og útbjó ný gildi fyrir Ísland. Útkoman úr þeirri vinnu voru 12 grunngildi; heiðarleiki, jafnrétti, virðing, réttlæti, kærleikur, ábyrgð, jöfnuður, frelsi, mannréttindi, traust, lýðræði og fjölskyldan. Þau gildi skiptu þjóðina mestu máli þá. Hefði þjóðin farið í sams konar vinnu 2007 hefðu gildin líklega verið einhver allt önnur. En hvernig okkur sem þjóð hefur tekist að virða þessi grunngildi er vissulega stór og áhugaverð spurning. Áður en við getum svarað henni, þarf hvert og eitt okkar að svara fyrir sig sem einstaklingur og þátttakandi í íslensku samfélagi. Spyrja sig sjálft: Hver eru gildin mín og hvernig virði ég þau? Í mínum augum er það fólk sem er það sjálft, einstaklingar er hafa náð einstökum árangri og þroska í sínu eigin lífi. Fólk sem lifir eftir sínum eigin gildum og innri sannfæringu og það tjáir sig af einlægni og staðfestu. Ég þarf alls ekki að vera sammála í einu og öllu, síður en svo, en þetta er svo sannarlega fólk sem fær mig til að hlusta á sig og sínar skoðanir og viðhorf. Þar sem viðhorf þeirra og skoðanir koma frá hjartanu þá fá þessir einstaklingar mig til að gefa þeim allt það svigrúm sem þeir óska eftir, og þar með verður erfitt að sýna þeim óréttmæta dómhörku og leiðindi. Hver vill ekki vera í þessum hópi? Hér skiptir engu máli hvaða bakgrunn, eða menntun hver og einn hefur. Hér gildir svigrúm og einfaldur áhugi einstaklingsins á því að vita hver hann er, fyrir hvað hann stendur, lifa lífinu lifandi og já … bara vera hann sjálfur … einfalt ekki satt?
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar