Vertu bara þú sjálf/ur Rúna Magnúsdóttir skrifar 12. febrúar 2014 11:27 Hljómar afskaplega einfalt og rökrétt ekki satt? Bara slappa af og vera þú? Málið dautt eða hvað? Þessi algengi frasi er, eins og svo ótal margt í lífinu, eitthvað sem við vitum öll að við eigum að gera, en gerum ekki. Eða eins og segir á enskri tungu: „Common sense isn‘t always common practise.“ Við vitum að þetta ættum við vissulega að gera, vera við sjálf. En hversu mörg okkar vita í raun hver við erum? Hvar í skólakerfinu fáum við tækifæri til að uppgötva hver við sem einstaklingar erum? Hvað við viljum standa fyrir í lífi og starfi? Hvar fáum við tækifæri til að skila og uppgötva okkar eigin persónuleg gildi? Hvað skiptir okkur máli og hvað engu máli? Já, þetta eru allt ósköp miklar grundvallarspurningar. En segjum sem svo að það væri jafn sjálfsagt fyrir einstakling í íslensku samfélagi að eiga svör við þessum spurningum eins og okkur finnst nauðsynlegt að unglingar í dag nái góðum einkunnum í íslensku, stærðfræði og ensku til að halda áfram för sinni inn í framhaldsskólana. Hverju myndi það breyta? Hvaða skóli yrði vinsælasti skólinn þegar nemendur hefðu sterkari tengingu við sjálfa sig? Hvað gæfi það atvinnulífinu að geta valið inn á vinnustaðina fólk sem deildi sömu gildum í lífinu og fyrirtækin? Hvaða áhrif hefði það á fyrirtækjamenninguna, starfsánægjuna?Ógleymanlegur dagur Á þjóðfundi 2009 tók hópur fólks úr atvinnulífinu sig saman, skipulagði og framkvæmdi einn ógleymanlegasta dag í lífi margra. Dag þar sem þverskurður fólks úr samfélaginu settist saman, vann að sameiginlegri framtíðarsýn og útbjó ný gildi fyrir Ísland. Útkoman úr þeirri vinnu voru 12 grunngildi; heiðarleiki, jafnrétti, virðing, réttlæti, kærleikur, ábyrgð, jöfnuður, frelsi, mannréttindi, traust, lýðræði og fjölskyldan. Þau gildi skiptu þjóðina mestu máli þá. Hefði þjóðin farið í sams konar vinnu 2007 hefðu gildin líklega verið einhver allt önnur. En hvernig okkur sem þjóð hefur tekist að virða þessi grunngildi er vissulega stór og áhugaverð spurning. Áður en við getum svarað henni, þarf hvert og eitt okkar að svara fyrir sig sem einstaklingur og þátttakandi í íslensku samfélagi. Spyrja sig sjálft: Hver eru gildin mín og hvernig virði ég þau? Í mínum augum er það fólk sem er það sjálft, einstaklingar er hafa náð einstökum árangri og þroska í sínu eigin lífi. Fólk sem lifir eftir sínum eigin gildum og innri sannfæringu og það tjáir sig af einlægni og staðfestu. Ég þarf alls ekki að vera sammála í einu og öllu, síður en svo, en þetta er svo sannarlega fólk sem fær mig til að hlusta á sig og sínar skoðanir og viðhorf. Þar sem viðhorf þeirra og skoðanir koma frá hjartanu þá fá þessir einstaklingar mig til að gefa þeim allt það svigrúm sem þeir óska eftir, og þar með verður erfitt að sýna þeim óréttmæta dómhörku og leiðindi. Hver vill ekki vera í þessum hópi? Hér skiptir engu máli hvaða bakgrunn, eða menntun hver og einn hefur. Hér gildir svigrúm og einfaldur áhugi einstaklingsins á því að vita hver hann er, fyrir hvað hann stendur, lifa lífinu lifandi og já … bara vera hann sjálfur … einfalt ekki satt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Hljómar afskaplega einfalt og rökrétt ekki satt? Bara slappa af og vera þú? Málið dautt eða hvað? Þessi algengi frasi er, eins og svo ótal margt í lífinu, eitthvað sem við vitum öll að við eigum að gera, en gerum ekki. Eða eins og segir á enskri tungu: „Common sense isn‘t always common practise.“ Við vitum að þetta ættum við vissulega að gera, vera við sjálf. En hversu mörg okkar vita í raun hver við erum? Hvar í skólakerfinu fáum við tækifæri til að uppgötva hver við sem einstaklingar erum? Hvað við viljum standa fyrir í lífi og starfi? Hvar fáum við tækifæri til að skila og uppgötva okkar eigin persónuleg gildi? Hvað skiptir okkur máli og hvað engu máli? Já, þetta eru allt ósköp miklar grundvallarspurningar. En segjum sem svo að það væri jafn sjálfsagt fyrir einstakling í íslensku samfélagi að eiga svör við þessum spurningum eins og okkur finnst nauðsynlegt að unglingar í dag nái góðum einkunnum í íslensku, stærðfræði og ensku til að halda áfram för sinni inn í framhaldsskólana. Hverju myndi það breyta? Hvaða skóli yrði vinsælasti skólinn þegar nemendur hefðu sterkari tengingu við sjálfa sig? Hvað gæfi það atvinnulífinu að geta valið inn á vinnustaðina fólk sem deildi sömu gildum í lífinu og fyrirtækin? Hvaða áhrif hefði það á fyrirtækjamenninguna, starfsánægjuna?Ógleymanlegur dagur Á þjóðfundi 2009 tók hópur fólks úr atvinnulífinu sig saman, skipulagði og framkvæmdi einn ógleymanlegasta dag í lífi margra. Dag þar sem þverskurður fólks úr samfélaginu settist saman, vann að sameiginlegri framtíðarsýn og útbjó ný gildi fyrir Ísland. Útkoman úr þeirri vinnu voru 12 grunngildi; heiðarleiki, jafnrétti, virðing, réttlæti, kærleikur, ábyrgð, jöfnuður, frelsi, mannréttindi, traust, lýðræði og fjölskyldan. Þau gildi skiptu þjóðina mestu máli þá. Hefði þjóðin farið í sams konar vinnu 2007 hefðu gildin líklega verið einhver allt önnur. En hvernig okkur sem þjóð hefur tekist að virða þessi grunngildi er vissulega stór og áhugaverð spurning. Áður en við getum svarað henni, þarf hvert og eitt okkar að svara fyrir sig sem einstaklingur og þátttakandi í íslensku samfélagi. Spyrja sig sjálft: Hver eru gildin mín og hvernig virði ég þau? Í mínum augum er það fólk sem er það sjálft, einstaklingar er hafa náð einstökum árangri og þroska í sínu eigin lífi. Fólk sem lifir eftir sínum eigin gildum og innri sannfæringu og það tjáir sig af einlægni og staðfestu. Ég þarf alls ekki að vera sammála í einu og öllu, síður en svo, en þetta er svo sannarlega fólk sem fær mig til að hlusta á sig og sínar skoðanir og viðhorf. Þar sem viðhorf þeirra og skoðanir koma frá hjartanu þá fá þessir einstaklingar mig til að gefa þeim allt það svigrúm sem þeir óska eftir, og þar með verður erfitt að sýna þeim óréttmæta dómhörku og leiðindi. Hver vill ekki vera í þessum hópi? Hér skiptir engu máli hvaða bakgrunn, eða menntun hver og einn hefur. Hér gildir svigrúm og einfaldur áhugi einstaklingsins á því að vita hver hann er, fyrir hvað hann stendur, lifa lífinu lifandi og já … bara vera hann sjálfur … einfalt ekki satt?
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun