Formúla 1

Shumacher með sýkingu í lunga

Michael Scumacher á marga aðdáendur.
Michael Scumacher á marga aðdáendur. Vísir/Getty
Michael Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, sem haldið er sofandi á sjúkrahúsi í Grenoble í Frakklandi eftir skíðaslys er kominn með lungnasýkingu.

Frá þessu greinir þýska dagblaðið Bild án þess þó að vitna í heimildamenn. Ekki er vitað á þessari stundu hvaða áhrif sýkingin hefur á bata Þjóðverjans sem legið hefur í dái síðan 29. desember.

Sabine Khem, talskona Schumacher-fjölskyldunnar, neitaði að svara spurningu Bild um málið en hún sagðist ekki svara spurningum byggðum á orðrómum.

Læknar þurfa nú berjast við sýkinguna með sýklalyfjum á sama tíma og þeir reyna vekja heimsmeistarann.


Tengdar fréttir

Verið að vekja Schumacher úr dáinu

Sabine Kehm, umboðsmaður Michael Schumacher, hefur staðfest að unnið sé að því að vekja Michael Schumacher úr dái, hægt og rólega.

Schumacher sagður hafa deplað augum

Samkvæmt óstaðfestum fregnum er Michael Schumacher strax byrjaður að sýna viðbrögð við tilraunum lækna við að vekja hann úr dái.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×