Opin kerfi fær öryggisvottun Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2014 16:02 Úr gagnaveri Verne Global þar sem Opin kerfi reka hýsingarþjónustu. Vísir/Opin kerfi hf. Opin kerfi hf. hefur hlotið vottun frá breska staðlafyrirtækinu The British Standards Institution og nær vottunin yfir heildarhýsingarþjónustu fyrirtækisins í gagnaveri Verne Global og þjónustu við alla samningsbundna viðskiptavini sem útvista rekstri tölvu- og upplýsingakerfa til Opinna kerfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Opnum kerfum. Vinna við innleiðingu vottunarinnar hefur staðið yfir frá árinu 2010. Að undirbúningi innleiðingar komu sérfræðingar Opinna kerfa, stjórnendur og starfsmenn ásamt því sem fengin var aðstoð frá ráðgjafafyrirtækinu Admon ehf. Að sögn Gunnars Guðjónssonar forstjóra Opinna kerfa er vottunin fyrirtækinu afar mikilvæg því með henni staðfesti utanaðkomandi fagaðili gæði verkferla sem unnið er eftir hjá fyrirtækinu til að tryggja rétta og örugga meðhöndlun við vörslu gagna og stöðuga þjónustu við viðskiptavini. „Þetta hefur verið skemmtilegt og krefjandi ferli í tæp fjögur ár með aðkomu fjölmargra aðila en það má segja að það sem einkenndi ferlið allan tímann var það grundvallarmarkmið okkar að einfalda verklag með skotheldum ferlum sem á endanum stuðlar að öruggari rekstri hjá viðskiptavinum okkar,“ segir Gunnar. Opin kerfi segir gagnaver Verne Global stærsta og tæknilega fullkomnasta gagnaver landsins og þar sé fjölbreyttur hópur innlendra og erlendra viðskiptavina sem kaupa vörur og sérfræðiþjónustu af Opnum kerfum. Þeirra á meðal eru BMW, Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, fjarskiptafélagið City of London Telecom, Farice og fleiri. Að sögn Gunnars er stöðugur vöxtur í þjónustu við slík fyrirtæki og stofnanir. „Það á bæði við um fjölda fyrirtækja og einnig umfang þjónustunnar við hvern og einn viðskiptavin. Allir gera þessir viðskiptavinir strangar kröfur um fagleg vinnubrögð og því er geysimikilvægt fyrir þjónustuaðila eins og Opin kerfi að samþætta sín faglegu vinnubrögð við þá staðla sem Verne Global gagnverið vinnur eftir, svo og að mæta þeim gæðakröfum sem viðskiptavinir gagnaversins gera.“ Gunnar segir enn fremur að ráðandi þáttur í ákvörðun viðskiptavina, sem úthýsa rekstri tölvu- og upplýsingakerfa og ekki síst hýsingu trúnaðargagna, sé traust orðspor fyrirtækisins á þessu sviði, en misbrestur á því getur haft margvíslegar og erfiðar afleiðingar. „Þessi vottun er staðfesting á gæðum þjónustu Opinna kerfa og sé tekið tillit til kjarnafærni þess landsliðs sérfræðinga sem starfar hjá félaginu þá er ljóst að Opin kerfi hafi verulega styrkt stöðu sína sem besti valkostur þegar kemur að rekstri og útvistun á tölvu- og upplýsingakerfum.“ Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Opin kerfi hf. hefur hlotið vottun frá breska staðlafyrirtækinu The British Standards Institution og nær vottunin yfir heildarhýsingarþjónustu fyrirtækisins í gagnaveri Verne Global og þjónustu við alla samningsbundna viðskiptavini sem útvista rekstri tölvu- og upplýsingakerfa til Opinna kerfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Opnum kerfum. Vinna við innleiðingu vottunarinnar hefur staðið yfir frá árinu 2010. Að undirbúningi innleiðingar komu sérfræðingar Opinna kerfa, stjórnendur og starfsmenn ásamt því sem fengin var aðstoð frá ráðgjafafyrirtækinu Admon ehf. Að sögn Gunnars Guðjónssonar forstjóra Opinna kerfa er vottunin fyrirtækinu afar mikilvæg því með henni staðfesti utanaðkomandi fagaðili gæði verkferla sem unnið er eftir hjá fyrirtækinu til að tryggja rétta og örugga meðhöndlun við vörslu gagna og stöðuga þjónustu við viðskiptavini. „Þetta hefur verið skemmtilegt og krefjandi ferli í tæp fjögur ár með aðkomu fjölmargra aðila en það má segja að það sem einkenndi ferlið allan tímann var það grundvallarmarkmið okkar að einfalda verklag með skotheldum ferlum sem á endanum stuðlar að öruggari rekstri hjá viðskiptavinum okkar,“ segir Gunnar. Opin kerfi segir gagnaver Verne Global stærsta og tæknilega fullkomnasta gagnaver landsins og þar sé fjölbreyttur hópur innlendra og erlendra viðskiptavina sem kaupa vörur og sérfræðiþjónustu af Opnum kerfum. Þeirra á meðal eru BMW, Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, fjarskiptafélagið City of London Telecom, Farice og fleiri. Að sögn Gunnars er stöðugur vöxtur í þjónustu við slík fyrirtæki og stofnanir. „Það á bæði við um fjölda fyrirtækja og einnig umfang þjónustunnar við hvern og einn viðskiptavin. Allir gera þessir viðskiptavinir strangar kröfur um fagleg vinnubrögð og því er geysimikilvægt fyrir þjónustuaðila eins og Opin kerfi að samþætta sín faglegu vinnubrögð við þá staðla sem Verne Global gagnverið vinnur eftir, svo og að mæta þeim gæðakröfum sem viðskiptavinir gagnaversins gera.“ Gunnar segir enn fremur að ráðandi þáttur í ákvörðun viðskiptavina, sem úthýsa rekstri tölvu- og upplýsingakerfa og ekki síst hýsingu trúnaðargagna, sé traust orðspor fyrirtækisins á þessu sviði, en misbrestur á því getur haft margvíslegar og erfiðar afleiðingar. „Þessi vottun er staðfesting á gæðum þjónustu Opinna kerfa og sé tekið tillit til kjarnafærni þess landsliðs sérfræðinga sem starfar hjá félaginu þá er ljóst að Opin kerfi hafi verulega styrkt stöðu sína sem besti valkostur þegar kemur að rekstri og útvistun á tölvu- og upplýsingakerfum.“
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira