Viðskipti innlent

Segir ríkisstjórnina vera viðskila við atvinnulífið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Helgi Hjörvar og Gunnar Bragi tókust á á Alþingi í dag.
Helgi Hjörvar og Gunnar Bragi tókust á á Alþingi í dag. visir/kristinn/vilhelm
„Það er fréttnæmt að utanríkisráðherra lýsti því yfir í hádegisfréttum Bylgjunnar að ekkert yrði horft til þeirrar skýrslu sem verkalýðshreyfingin og atvinnulífið er að láta vinna um Evrópumálin," sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Helgi Hjörvar, þingamaður Samfylkingarinnar, og Gunnar Bragi tókust á þinginu í dag.

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er ekki þeirrar skoðunar að í Evrópuskýrslunni komi nokkuð fram sem auðveldi að fara með áframhald aðildarviðræðna í þjóðaratkvæðagreiðslu eða að slíta viðræðunum formlega.

Helgi Hjörvar spurði utanríkisráðherra hvort ríkisstjórnin væri orðin svo algerlega viðskila við sameinaða forustu atvinnulífs og verkalýðshreyfingar í landinu að hún væri fyrirfram búin að ákveða að hlusta ekkert á sjónarmið þeirra í stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar.

Gunnar Bragi svaraði Helga á þeim nótum að hann gæti ekkert gert að því þótt aðilar úti í bæ, hvort sem þeir hétu Samtök atvinnulífsins eða ASÍ, séu að skrifa aðrar skýrslur.

„Það er ekki mitt mál. Það er ekki mitt að ákveða hvað verður gert með það. Þeir hljóta að birta sína skýrslu þegar hún er tilbúin. Ég veit ekki hvenær það verður.“


Tengdar fréttir

Reynt að mæta lýðræðishalla

„Að sama skapi hafa áhrif þjóðþinga aðildarríkja Evrópusambandsins farið stöðugt vaxandi,“ segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um aðildarviðræður Íslands og ESB.

Evrópuskýrslan í heild sinni

Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks funduðu í morgun vegna Evrópuskýrslunnar sem Hagfræðistofnun Íslands vann fyrir ríkisstjórnina.

Erfitt að leggja mat á stöðu viðræðna

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands segir óheppilegt að ekki hafi verið lögð fram samningafstaða í fjórum köflum í samningaviðræðunum við ESB, þegar meta á stöðu viðræðnanna.

Landsmenn fá að sjá Evrópuskýrsluna í dag

Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks funduðu hvor í sínu lagi í gærkvöldi vegna Evrópuskýrslunnar sem er að vænta í dag. Ríkisstjórnin mun ræða hana á fundi fyrir hádegi í dag.

Dæmi um undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni

„Hins vegar hafa fengist tímabundnar undanþágur og í sumum tilfellum hefur tekist að fá fram breytingar í löggjöf sambandsins til að eiga við sérstök vandamál," segir í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um stöðu aðildarviðræðna við ESB.

Verðbólga lækkar við inngöngu í ESB

Við inngöngu í Evrópusambandið hafa ríki sem glímt hafa við háa verðbólgu náð tökum á henni. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunnar HÍ um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins






Fleiri fréttir

Sjá meira


×