Viðskipti innlent

Hermann selur hlut sinn í Kex

Hermann vinnur nú að byggingu fyrsta Stracta hótelsins á Hellu.
Hermann vinnur nú að byggingu fyrsta Stracta hótelsins á Hellu. Mynd/Vilhelm
Hermann Hreiðarsson hefur selt 15% hlut sinn í Kex Hostel og hyggst einbeita sér alfarið að uppbyggingu Stracta konstruktion hótelanna. Frá þessu greinir á vef Viðskiptablaðsins en Hermann vinnur nú ásamt föður sínum að byggingu fyrsta Stracta hótelsins sem mun rísa á Hellu.

Á meðal eigenda Kex Hostel eru íþróttamennirnir Dagur Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Pétur Marteinsson sem er jafnframt framkvæmdastjóri Kex.

Vísir sagði frá því í gær að Kex hyggðist flytja veitingastaðinn Dill úr Norræna húsinu í friðað hús við Hverfisgötu.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.