Innanríkisráðherra kynnir fækkun lögreglu- og sýslumannsembætta Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 3. febrúar 2014 19:49 Fækka á umdæmum sýslumanna úr 25 í níu og lögregluumdæmum úr 15 í átta. Að sama skapi munu umdæmin stækka. MYND/INNANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur mælt fyrir tveimur lagafumvörpum sem gera ráð fyrir fækkun og stækkun á umdæmum sýslumanna og lögreglustjóra. Gert er ráð fyrir að breytingin taki gildi 1. janúar á næsta ári. Fækka á umdæmum sýslumanna úr 25 í níu og lögregluumdæmum úr 15 í átta. Að sama skapi munu umdæmin stækka. „Við erum að fækka embættunum, en um leið erum við að gera þau burðugri og í stakk búin til að taka við nýjum verkefnum,“ segir Hanna Birna. En markmiðið er að klára þetta fyrir þinglok í vor. Ráðherrann mun næstu tvær vikurnar heimsækja alla landshluta til að kynna fyrirhugaðar breytingar. Fyrsti fundurinn var á Hvolsvelli í dag. „Það verður eitt umdæmi lögreglustjóra á Suðurlandi,“ sagði Kjartan Þorkelsson, sýslumaður og lögreglustjóri á Hvolsvelli. Hingað til hafa verið þrír lögreglustjórar á Suðurlandi, einn á Selfossi, einn á Hvolsvelli og einn í Vestmannaeyjum. Umdæmi sýslumanna á Suðurlandi verða tvö en áfram er gert ráð fyrir sýslumannsembætti í Vestmannaeyjum. Sýslumannsembættin á Selfossi og Hvolsvelli verða aftur á móti sameinuð. „Það hefur ekkert verið rætt hvar embættin verða staðsett,“ segir Kjartan en það verður ákveðið í reglugerð eins og segir í lagafrumvörpunum. Kjartani líst vel á breytingarnar og segir að tillögunni verði að taka með jákvæðu hugarfari. „Þetta gefur okkur fullt af tækifærum,“ segir Kjartan. Lögreglustjórar stýra almannavörnum í neyðaraðgerðum. Aðspurður svarar Kjartan því að hann telji ekki að það ætti að hafa nein áhrif til hins verra á stjórnun þeirra þó lögreglustjórum fækki. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur mælt fyrir tveimur lagafumvörpum sem gera ráð fyrir fækkun og stækkun á umdæmum sýslumanna og lögreglustjóra. Gert er ráð fyrir að breytingin taki gildi 1. janúar á næsta ári. Fækka á umdæmum sýslumanna úr 25 í níu og lögregluumdæmum úr 15 í átta. Að sama skapi munu umdæmin stækka. „Við erum að fækka embættunum, en um leið erum við að gera þau burðugri og í stakk búin til að taka við nýjum verkefnum,“ segir Hanna Birna. En markmiðið er að klára þetta fyrir þinglok í vor. Ráðherrann mun næstu tvær vikurnar heimsækja alla landshluta til að kynna fyrirhugaðar breytingar. Fyrsti fundurinn var á Hvolsvelli í dag. „Það verður eitt umdæmi lögreglustjóra á Suðurlandi,“ sagði Kjartan Þorkelsson, sýslumaður og lögreglustjóri á Hvolsvelli. Hingað til hafa verið þrír lögreglustjórar á Suðurlandi, einn á Selfossi, einn á Hvolsvelli og einn í Vestmannaeyjum. Umdæmi sýslumanna á Suðurlandi verða tvö en áfram er gert ráð fyrir sýslumannsembætti í Vestmannaeyjum. Sýslumannsembættin á Selfossi og Hvolsvelli verða aftur á móti sameinuð. „Það hefur ekkert verið rætt hvar embættin verða staðsett,“ segir Kjartan en það verður ákveðið í reglugerð eins og segir í lagafrumvörpunum. Kjartani líst vel á breytingarnar og segir að tillögunni verði að taka með jákvæðu hugarfari. „Þetta gefur okkur fullt af tækifærum,“ segir Kjartan. Lögreglustjórar stýra almannavörnum í neyðaraðgerðum. Aðspurður svarar Kjartan því að hann telji ekki að það ætti að hafa nein áhrif til hins verra á stjórnun þeirra þó lögreglustjórum fækki.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira