Viðskipti innlent

Höfðatorg selt

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Heildarstærð eignanna er um 57 þúsund fermetrar að meðtöldum bílakjallara.
Heildarstærð eignanna er um 57 þúsund fermetrar að meðtöldum bílakjallara. Vísir/Pjetur
Ílandsbanki hefur selt allt hlutafé sitt í HTO ehf. til Fast-1 samlagsfélags.

HTO ehf. á og rekur eignirnar í Höfðatorgi við Borgartún 12-14 og Katrínartún 2 í Reykjavík.

Heildarstærð eigna félagsins er um 57 þúsund fermetrar að meðtöldum bílakjallara.

Opið söluferli á hlutafé HTO ehf. sem hét áður Höfðatorg ehf. hófst þann 20. júní en tilkynnt var um að tilboði Fast-1 slhf. hafi verið tekið þann 20. september síðastliðinn. Kaupverðið er trúnaðarmál samkvæmt tilkynningu frá Íslandsbanka.

Frá kaupunum er gengið með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda.



Höfðatorg er annars vegar turn upp á 19 hæðir með tveggja hæða bílakjalla og hins vegar skrifstofa framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar á sjö hæðum í öðru húsi.

Höfðatorg er metið á tæpa 14 milljarða króna en Eykt reisti húsið upphaflega með fjármögnun frá Íslandsbanka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×