Lífið

Þarft að tryggja þér húsnæði í tíma

Ugla Egilsdóttir skrifar
Sunna Dögg Stephensen auglýsti á Bland.
Sunna Dögg Stephensen auglýsti á Bland. Úr einkasafni
Sunna Dögg Stephensen er ein fjögurra stelpna sem auglýstu eftir gistingu í Vestmannaeyjum yfir Þjóðhátið. Það eru um sjö mánuðir í hátíðina, svo þetta er fremur langur fyrirvari.  

„Ef þú ætlar að fá almennilegt húsnæði í Eyjum á þessum tíma á góðu verði þarftu að bóka það mjög snemma,“ segir Sunna.

„Við fengum engin viðbrögð við auglýsingunni sjálfri, en við leituðum að gistiheimili í Eyjum. Það var flestallt fullt, en við fundum tvö herbergi sem við erum búin að panta.

Við vorum heppnar og borguðum 13 þúsund krónur á mann fyrir alla ferðina með sturtu og eldhúsaðstöðu. Ég veit um fólk sem er að borga miklu meira fyrir helgina.

Það er algengt að fólk borgi upp í 150 þúsund krónur fyrir leigu á húsi, en þá eru oftast margir sem skipta leigunni á milli sín.

Ég þekki stráka sem voru að redda sér húsi núna, og þurftu að borga 100 þúsund krónur bara í staðfestingargjald, og svo þurfa þeir að borga 300 þúsund krónur í heildina. Þá eru þeir reyndar jafnvel tíu saman.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.