Lífið

Gjörbreyttar á Hún.is

Ellý Ármanns skrifar
Myndir/einkasafn
Blaðakonurnar Bryndís Gyða Michelsen og Kidda Svarfdal sem sjá um Hún.is hafa báðar látið breyta hárlitnum. Eins og sjá má á myndunum er breytingin mikil. Bryndís lét dekkja sig fyrir áramót og fyrr í þessari viku lét Kidda líka dekkja á sér hárið. 

Munurinn greinilegur

„Ég ákvað að leyfa Ella, klipparanum mínum á Kompaníinu að ráða hvernig ég yrði lituð, en ég er búin að vera mjög ljós í langan tíma. Hann dekkti mig nokkuð og ég er ekki frá því að fólk sé farið að taka mig meira alvarlega en það gerði áður,“ segir Kidda Svarfdal spurð um hárlitinn.


Hér er Kidda með litinn í hárinu.

Bryndís ljóshærð

„Ég litaði mig allaf ljóshærða í alveg tvö ár en ég er dökkhærð frá náttúrunnar hendi. Ég litaði mig úr ljósu í dökkt aftur“, segir Bryndís Gyða Michelsen sem er gjörbreytt eins og sjá má á myndinni hér að ofan.

Svona lítur hún út í dag.

Móberg ehf keypti Hún.is í síðustu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.