Lífið

Söluverð Hún.is algjört trúnaðarmál

Ellý Ármanns skrifar
Athafnaparið Bryndís Gyða og Gísli Kristjánsson seldu vefsvæðið Hún.is á dögunum.
Athafnaparið Bryndís Gyða og Gísli Kristjánsson seldu vefsvæðið Hún.is á dögunum. mynd/einkasafn
Bryndís Gyða Michelsen, athafnakona og nýbökuð móðir, og unnusti hennar, Gísli Kristjánsson, sölustjóri GreenQloud, eru búin að selja vefsvæðið Hún.is.

Vefsvæðið var stofnað í byrjun september árið 2012 og var keypt af fyrirtækinu Móbergi ehf., sem rekur meðal annars vefsvæðið Bland.is og Netgíró. „Við fengum tilboð sem við gátum ekki hafnað,“ svarar Bryndís spurð um ástæðu sölunnar.

Tíundi stærsti vefur Íslands

„Við seldum Hún.is fyrir mánuði en þá var vefurinn tíundi vinsælasti vefur landsins samkvæmt Módernus. Ég er í fæðingarorlofi með einn sjö vikna engil og er þar af leiðandi ekki að vinna eins og er en ég hlakka til að byrja á nýjum og skemmtilegum verkefnum á þessu ári,“ segir hún.

Blaðamaðurinn Kidda Svarfdal hefur starfað við hlið Bryndísar á vefsvæðinu sem er fyrir konur á aldrinum 25 til 50 ára að sögn Bryndísar.
Kidda og Bryndís konurnar á bak við Hún.is.mynd/ellý ármanns
Krefjandi verkefni

„Kidda Svarfdal blaðamaður er enn að vinna á Hún.is og Ragna Gestsdóttir líka og eflaust fleiri sem munu bætast í hópinn,“ segir Bryndís spurð um starfsmannafjölda vefsins og heldur áfram: „Ég er rosalega ánægð með þau verðmæti sem við náðum að búa til með Hún.is en þetta var krefjandi og skemmtilegt verkefni.“

Bryndís vill ekki gefa upp söluverðið.

„Því get ég ekki svarað. Það er algjört trúnaðarmál.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.