Umfjöllun: Spánn - Ísland 33-28 | Hetjuleg barátta dugði ekki til Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. janúar 2014 13:57 visir/daníel Ísland varð að játa sig sigrað gegn heimsmeistaraliði Spánverja á EM í handbolta. Strákarnir voru lengi vel inni í leiknum og komust tvívegis þremur mörkum yfir. Þegar staðan var 22-19, Íslandi í vil, og tæpar 20 mínútur eftir af leiknum kom Jose Manuel Sierra aftur inn á í spænska markið eftir að hafa verið tekinn af velli í fyrri hálfleik. Sierra lokaði markinu næstu sex mínúturnar og Spánverjar skoruðu sex mörk í röð. Strákarnir neituðu þó að játa sig sigraða og héldu spennu í leiknum fram á lokamínútur leiksins. Björgvin Páll Gústavsson varði vel í markinu og Ásgeir Örn Hallgrímsson minnkaði muninn í tvö mörk þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. En þá sögðu Spánverjar stopp og tryggðu sér sigurinn með því að skora fjögur af fimm síðustu mörkum leiksins. Þar með er ljóst að Spánn fer áfram í milliriðlakeppnina í fullt hús stiga. Ísland þarf að bíða eftir úrslitum úr síðari leik dagsins í B-riðli, viðureign Noregs og Ungverjalands, til að sjá hvort að liðið fari áfram með eitt eða tvö stig. Spænska liðið mætti gríðarlega sterkt til leiks og skoraði úr fyrstu sex skotunum sínum í leiknum. En okkar menn létu ekki slá sig út af laginu. Björgvin Páll hrökk í gang með því að verja tvö vítaskot á skömmum tíma og strákarnir náðu forystu, 9-7, eftir sautján mínútna leik.Aron Pálmarsson átti stórleik í fyrri hálfleik og skoraði sex stórglæsileg mörk. Þeir spænsku ákváðu undir lok hálfleiksins að taka Aron úr umferð eftir að Ísland hafði komist á 6-1 sprett og náð 15-12 forystu í leiknum. Það virkaði hjá spænska liðinu sem gekk á lagið með því að skora fjögur síðustu mörk hálfleiksins, þar af úr aukakasti eftir að leiktíminn rann út. Strákarnir byrjuðu vel í síðari hálfleik. Ásgeir Örn Hallgrímsson hrökk í gang og skoraði nokkur glæsileg mörk. Strákarnir voru á fínu skriði en eftir að Spánverjar skiptu í gír í varnarleiknum fór leikurinn að snúast þeim í hag, hægt og rólega. Spánverjar kunna þá list vel að stíga upp þegar mest á reynir og það gerðu þeir í dag. Það sést best á því að liðið vann fimm marka sigur sem gefur engan veginn rétta mynd af gangi leiksins. Strákarnir börðust hetjulega og sýndu að Ísland á lið sem getur á góðum degi staðið í hvaða andstæðingi sem er. Guðjón Valur gerði sitt afskaplega vel í dag og klikkaði ekki á skoti allan leikinn. Það gerði Rúnar Kárason ekki heldur auk þess sem Gunnar Steinn Jónsson átti fína innkomu. Vörnin átti sína spretti en Spánverjar voru grimmir í fráköstunum og leituðu grimmt inn á línuna með góðum árangri. Ísland er komið áfram í milliriðlakeppnina og leikur fyrsta leik sinn þar í Herning á laugardaginn. Það kemur í ljós í kvöld hver andstæðingurinn verður og hvenær flautað verður til leiks. EM 2014 karla Mest lesið Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira
Ísland varð að játa sig sigrað gegn heimsmeistaraliði Spánverja á EM í handbolta. Strákarnir voru lengi vel inni í leiknum og komust tvívegis þremur mörkum yfir. Þegar staðan var 22-19, Íslandi í vil, og tæpar 20 mínútur eftir af leiknum kom Jose Manuel Sierra aftur inn á í spænska markið eftir að hafa verið tekinn af velli í fyrri hálfleik. Sierra lokaði markinu næstu sex mínúturnar og Spánverjar skoruðu sex mörk í röð. Strákarnir neituðu þó að játa sig sigraða og héldu spennu í leiknum fram á lokamínútur leiksins. Björgvin Páll Gústavsson varði vel í markinu og Ásgeir Örn Hallgrímsson minnkaði muninn í tvö mörk þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. En þá sögðu Spánverjar stopp og tryggðu sér sigurinn með því að skora fjögur af fimm síðustu mörkum leiksins. Þar með er ljóst að Spánn fer áfram í milliriðlakeppnina í fullt hús stiga. Ísland þarf að bíða eftir úrslitum úr síðari leik dagsins í B-riðli, viðureign Noregs og Ungverjalands, til að sjá hvort að liðið fari áfram með eitt eða tvö stig. Spænska liðið mætti gríðarlega sterkt til leiks og skoraði úr fyrstu sex skotunum sínum í leiknum. En okkar menn létu ekki slá sig út af laginu. Björgvin Páll hrökk í gang með því að verja tvö vítaskot á skömmum tíma og strákarnir náðu forystu, 9-7, eftir sautján mínútna leik.Aron Pálmarsson átti stórleik í fyrri hálfleik og skoraði sex stórglæsileg mörk. Þeir spænsku ákváðu undir lok hálfleiksins að taka Aron úr umferð eftir að Ísland hafði komist á 6-1 sprett og náð 15-12 forystu í leiknum. Það virkaði hjá spænska liðinu sem gekk á lagið með því að skora fjögur síðustu mörk hálfleiksins, þar af úr aukakasti eftir að leiktíminn rann út. Strákarnir byrjuðu vel í síðari hálfleik. Ásgeir Örn Hallgrímsson hrökk í gang og skoraði nokkur glæsileg mörk. Strákarnir voru á fínu skriði en eftir að Spánverjar skiptu í gír í varnarleiknum fór leikurinn að snúast þeim í hag, hægt og rólega. Spánverjar kunna þá list vel að stíga upp þegar mest á reynir og það gerðu þeir í dag. Það sést best á því að liðið vann fimm marka sigur sem gefur engan veginn rétta mynd af gangi leiksins. Strákarnir börðust hetjulega og sýndu að Ísland á lið sem getur á góðum degi staðið í hvaða andstæðingi sem er. Guðjón Valur gerði sitt afskaplega vel í dag og klikkaði ekki á skoti allan leikinn. Það gerði Rúnar Kárason ekki heldur auk þess sem Gunnar Steinn Jónsson átti fína innkomu. Vörnin átti sína spretti en Spánverjar voru grimmir í fráköstunum og leituðu grimmt inn á línuna með góðum árangri. Ísland er komið áfram í milliriðlakeppnina og leikur fyrsta leik sinn þar í Herning á laugardaginn. Það kemur í ljós í kvöld hver andstæðingurinn verður og hvenær flautað verður til leiks.
EM 2014 karla Mest lesið Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira