Lífið

Cowell fer að stað með nýjan sjónvarpsþátt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Simon Cowell fer af stað með þáttinn Keep It In The Family.
Simon Cowell fer af stað með þáttinn Keep It In The Family. nordicphotos / getty
Simon Cowell mun taka þátt framleiðslu nýs sjónvarpsþáttar sem mun bera nafnið Keep It In The Family.

Samkvæmt netsíðunni Heat er um að ræða spurningaþátt þar sem þrjár kynslóðir innan sömu fjölskyldu svara spurningum þáttastjórnanda.

Þátturinn mun vera í anda breska þáttarins Generation Game sem var á hjá BBC.

Hér að neðan má sjá myndbrot úr þætti BBC sem var í sýningu í Bretlandi á árunum 1971-1982 og síðan aftur 1990-2002.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.