Lífið

Kryddpía með nýjan kærasta

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Kryddpían Melanie Chisholm, betur þekkt sem Mel C, var mynduð á deiti með útvarpsmanninum Greg Burns fyrir stuttu.

Parið skellti sér á staðinn Paramount Bar í London og leiddust eftir matinn.

Mel C hætti með kærasta sínum til tíu ára, Thomas Starr, árið 2012 en saman eiga þau dótturina Scarlet sem er fjögurra ára. Síðan þá hefur hún slegið sér upp með söngvaranum Matt Cardle.

Greg hefur verið í tygjum við konur á borð við TOWIE-stjörnuna Mariu Fowler, Girls Aloud-söngkonuna Söruh Harding og X Factor-söngkonuna Katie Waissel.

Gaman saman.
Ást í leigubíl.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.