Lífið

Þriðja serían af Sherlock fær góða dóma

Ugla Egilsdóttir skrifar
Benedict Cumberbatch og Martin Freeman leika Sherlock Holmes og Dr. Watson.
Benedict Cumberbatch og Martin Freeman leika Sherlock Holmes og Dr. Watson.
Aðdáendur sjónvarpsþáttarins Sherlock hafa beðið í ofvæni eftir þriðju seríunni í á annað ár. Nú er biðinni loksins lokið.

Þættirnir fjalla um einkaspæjarann Sherlock Holmes. Benedict Cumberbatch leikur Sherlock Holmes, og Martin Freeman leikur Dr. Watson. Fyrsti þáttur í þriðju seríu var sýndur á BBC þann 1. janúar á nýja árinu. Þátturinn heitir The Empty Hearse.

Í fyrsta þættinum kemur í ljós að Sherlock Holmes er enn á lífi, eftir að hafa sviðsett dauða sinn. Besti vinur hans, Dr. Watson, vissi ekki að hann væri á lífi og hefur syrgt hann í tvö ár.

Rúmlega níu milljónir manna horfðu á fyrsta þáttinn. Annar þátturinn í seríunni var sýndur 5. janúar. Hann heitir The Sign of Three.

Þættirnir hafa verið á dagskrá Ríkisútvarpsins, en ekki er vitað hvaða sjónvarpsstöð sýnir þriðju seríuna, eða hvenær þættirnir verða sýndir á Íslandi.

Fyrsti þátturinn í nýju seríunni hefur fengið afar jákvæða gagnrýni, þátturinn fékk 9,4 í einkunn hjá IMDB og 94% áhorfenda voru ánægðir með þáttinn samkvæmt Rotten Tomatoes. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.