Lífið

Missti 17 kíló á Mcdonalds fæði

Marín Manda skrifar
„Tilgangur tilraunarinnar var sá að sýna fram á að við höfum alltaf val , og við erum stöðugt að velja þegar við borðum . Það er ekki McDonalds sem gerir okkur feit heldur magnið sem við veljum að borða," segir bandaríski líffræðikennarinn, John Cisna. 

Það vakti athygli á dögunum þegar Cisna gerði tilraun með nemendum sínum og missti heil 17 kíló eftir að hafa lifað einungis á fæði frá hamborgarakeðjunni Mcdonalds í þrjá mánuði. Hann hefur hlotið þó nokkra gagnrýni í Bandaríkjunum fyrir að vera slæmt fordæmi fyrir nemendur sína með þessari tilraun.    

Líffræðikennarinn gerði þó ýmislegt ólíkt kvikmyndagerðamanninum í hinni frægu heimildamynd, Super size me. Hann borðaði 3 máltíðir á dag og afþakkaði stækkun máltíðanna þegar boðið var upp á það hjá Mcdonalds og innbyrgði einungis 2000 kaloríur á dag.

John Cisna segir Mcdonalds fæði ekki fitandi nema að það sé borðað óhóflega.
Samkvæmt heimildum sjónvarpstöðvarinnar KCCI var Cisna í yfirþyngd og hafði ekki æft að staðaldri fram að þessu en á meðan tilrauninni stóð, gekk hann í 45 mínútur á dag. 

John Cisna fékk nemendur sína til þess að setja saman máltíðir hans út frá ráðlögðum dagskammti af fitu, prótíni og kolvetni út frá innihaldslýsingum Mcdonalds á heimasíðu þeirra. Hann segist ekki aðeins hafa borðað salat hjá hamborgarakeðjunni. Salatmáltíð í hádeginu var fylgt eftir með klassískri hamborgaramáltíðum á kvöldin. Cisna skráði niður þyngdartapið í þessa 90 daga en á þremur mánuðum missti hann 17 kíló og kólesteról hans lækkaði úr  2,49 niður í 1,70. 

„Ég get borðað , hvaða máltíð sem ég vil á  McDonalds eins lengi og ég passa upp á að borða ekki óhóflega restina af deginum og passi þannig upp á kaloríurnar , segir John Cisna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.