Nicolas Cage er fimmtugur í dag Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. janúar 2014 16:30 Hin mörgu andlit þessa sérstaka leikara. Bandaríski leikarinn Nicolas Cage er fimmtugur í dag. Afmælisbarnið hefur leikið í yfir 80 kvikmyndum og er þekkt fyrir sérvisku sína og furðulegt fas. Cage fæddist í Kaliforníu þann 7. janúar 1964 inn í mikla hæfileikafjölskyldu og heitir í raun Nicolas Kim Coppola. Leikstjórinn Francis Ford Coppola er föðurbróðir hans og leikkonan Talia Shire föðursystir. Hann hafði því leiklistarbakteríuna í blóðinu og byrjaði ungur að reyna fyrir sér í faginu. Meðal þekktustu mynda leikarans eru Raising Arizona, Wild at Heart, hasarmyndirnar Con Air, The Rock og Face/Off, ævintýramyndin National Treasure og svo myndin sem skilaði honum Óskarsverðlaunum fyrir besta leik í aðalhlutverki, Leaving Las Vegas.Gagnrýnendur voru ekki hrifnir af Season of the Witch.Að mati margra hefur hallað undan fæti hjá Cage undanfarin ár og hefur hann sætt gagnrýni fyrir að vanda ekki hlutverkaval sitt betur. Gagnrýnendur hökkuðu í sig myndir á borð við Season of the Witch og The Wicker Man, en leikarinn er ekki af baki dottinn og leikur í um þremur kvikmyndum á ári að meðaltali. Þá hafa vinsældir leikarans á internetinu verið umtalsverðar og hefur hann orðið svokallað internet-mím (meme), en það orð er notað yfir sérstakan einkahúmor nokkurra sem nær síðan útbreiðslu á internetinu. Á vefnum má finna ótal skopmyndir af Cage við hinar ýmsu aðstæður, myndbönd og hreyfimyndir (gif). Hann segist sjálfur ekki geta útskýrt þessar miklu vinsældir sínar á netinu en hann reynir bara að hafa gaman af þeim.Cage giftist Lisu Marie Presley árið 2002.mynd/gettyCage þykir hafa sérstakan persónuleika, bæði í vinnu og einkalífi, og líkti leikstjórinn Werner Herzog leik hans við spunadjass. Frægt er orðið þegar leikarinn át lifandi kakkalakka fyrir kvikmyndina Vampire's Kiss frá árinu 1988. Þá hefur Cage einnig vakið athygli fyrir ástarlíf sitt og undarleg áhugamál. Fyrsta eiginkona hans var leikkonan Patricia Arquette, en þau giftu sig árið 1995 og skildu sex árum síðar. Cage giftist Lisu Marie Presley, dóttur söngvarans Elvis Presley, árið 2002 og þremur mánuðum síðar sóttu þau um skilnað. Hann er nú giftur í þriðja sinn og árið 2005 eignaðist hann soninn Kal-El, sem nefndur er í höfuðið á sjálfu Ofurmenninu. Aðdáun hans á Ofurmenninu hefur ratað í fréttir og árið 2000 brutust innbrotsþjófar inn á heimili leikarans í Los Angeles og stálu fyrsta tölublaði myndasögunnar um Ofurmennið, sem kom út árið 1938 og er afar verðmætur og eftirsóttur safngripur þar sem aðeins eru til um hundrað eintök af heftinu í heiminum. Ellefu árum síðar komst blaðið loks í leitirnar og það kom sér vel fyrir Cage þar sem hann var þá kominn í mikil fjárhagsvandræði vegna skattamála og stefndi í gjaldþrot. Þá hefur einnig nokkuð verið fjallað um kaup leikarans á rándýrum, og oft og tíðum sérstökum hlutum, en árið 2007 keypti leikarinn til dæmis þrjú hús, 22 bíla, þar af níu af gerðinni Rolls Royce, 12 rándýra skartgripi, og 47 listaverk og safngripi. Á meðal þeirra var hauskúpa risaeðlu sem var slegin leikaranum á uppboði, og borgaði hann 276 þúsund Bandaríkjadali fyrir. Í október í fyrra kom síðan í ljós að hauskúpan var líklega illa fengin. Uppboðshúsið hafði fengið hana frá aðila sem játað hefur að smygla ólöglegum steingervingum frá Mongólíu. Málið er enn í rannsókn og svo gæti farið að Cage þyrfti að láta hauskúpuna af hendi til yfirvalda. Hári leikarans eru gerð skil í þessu vinsæla Youtube-myndbandi. Cage tekur gjarnan trylling í myndum sínum. Hér er búið að safna æðisköstunum saman. Gert hefur verið grín að lélegu myndavali leikarans, og er það innblástur þessa grínatriðis. Cage er alls ekki svo galinn söngvari. Hér tekur hann Presley-slagarann Love Me í myndinni Wild at Heart. Mest lesið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Bandaríski leikarinn Nicolas Cage er fimmtugur í dag. Afmælisbarnið hefur leikið í yfir 80 kvikmyndum og er þekkt fyrir sérvisku sína og furðulegt fas. Cage fæddist í Kaliforníu þann 7. janúar 1964 inn í mikla hæfileikafjölskyldu og heitir í raun Nicolas Kim Coppola. Leikstjórinn Francis Ford Coppola er föðurbróðir hans og leikkonan Talia Shire föðursystir. Hann hafði því leiklistarbakteríuna í blóðinu og byrjaði ungur að reyna fyrir sér í faginu. Meðal þekktustu mynda leikarans eru Raising Arizona, Wild at Heart, hasarmyndirnar Con Air, The Rock og Face/Off, ævintýramyndin National Treasure og svo myndin sem skilaði honum Óskarsverðlaunum fyrir besta leik í aðalhlutverki, Leaving Las Vegas.Gagnrýnendur voru ekki hrifnir af Season of the Witch.Að mati margra hefur hallað undan fæti hjá Cage undanfarin ár og hefur hann sætt gagnrýni fyrir að vanda ekki hlutverkaval sitt betur. Gagnrýnendur hökkuðu í sig myndir á borð við Season of the Witch og The Wicker Man, en leikarinn er ekki af baki dottinn og leikur í um þremur kvikmyndum á ári að meðaltali. Þá hafa vinsældir leikarans á internetinu verið umtalsverðar og hefur hann orðið svokallað internet-mím (meme), en það orð er notað yfir sérstakan einkahúmor nokkurra sem nær síðan útbreiðslu á internetinu. Á vefnum má finna ótal skopmyndir af Cage við hinar ýmsu aðstæður, myndbönd og hreyfimyndir (gif). Hann segist sjálfur ekki geta útskýrt þessar miklu vinsældir sínar á netinu en hann reynir bara að hafa gaman af þeim.Cage giftist Lisu Marie Presley árið 2002.mynd/gettyCage þykir hafa sérstakan persónuleika, bæði í vinnu og einkalífi, og líkti leikstjórinn Werner Herzog leik hans við spunadjass. Frægt er orðið þegar leikarinn át lifandi kakkalakka fyrir kvikmyndina Vampire's Kiss frá árinu 1988. Þá hefur Cage einnig vakið athygli fyrir ástarlíf sitt og undarleg áhugamál. Fyrsta eiginkona hans var leikkonan Patricia Arquette, en þau giftu sig árið 1995 og skildu sex árum síðar. Cage giftist Lisu Marie Presley, dóttur söngvarans Elvis Presley, árið 2002 og þremur mánuðum síðar sóttu þau um skilnað. Hann er nú giftur í þriðja sinn og árið 2005 eignaðist hann soninn Kal-El, sem nefndur er í höfuðið á sjálfu Ofurmenninu. Aðdáun hans á Ofurmenninu hefur ratað í fréttir og árið 2000 brutust innbrotsþjófar inn á heimili leikarans í Los Angeles og stálu fyrsta tölublaði myndasögunnar um Ofurmennið, sem kom út árið 1938 og er afar verðmætur og eftirsóttur safngripur þar sem aðeins eru til um hundrað eintök af heftinu í heiminum. Ellefu árum síðar komst blaðið loks í leitirnar og það kom sér vel fyrir Cage þar sem hann var þá kominn í mikil fjárhagsvandræði vegna skattamála og stefndi í gjaldþrot. Þá hefur einnig nokkuð verið fjallað um kaup leikarans á rándýrum, og oft og tíðum sérstökum hlutum, en árið 2007 keypti leikarinn til dæmis þrjú hús, 22 bíla, þar af níu af gerðinni Rolls Royce, 12 rándýra skartgripi, og 47 listaverk og safngripi. Á meðal þeirra var hauskúpa risaeðlu sem var slegin leikaranum á uppboði, og borgaði hann 276 þúsund Bandaríkjadali fyrir. Í október í fyrra kom síðan í ljós að hauskúpan var líklega illa fengin. Uppboðshúsið hafði fengið hana frá aðila sem játað hefur að smygla ólöglegum steingervingum frá Mongólíu. Málið er enn í rannsókn og svo gæti farið að Cage þyrfti að láta hauskúpuna af hendi til yfirvalda. Hári leikarans eru gerð skil í þessu vinsæla Youtube-myndbandi. Cage tekur gjarnan trylling í myndum sínum. Hér er búið að safna æðisköstunum saman. Gert hefur verið grín að lélegu myndavali leikarans, og er það innblástur þessa grínatriðis. Cage er alls ekki svo galinn söngvari. Hér tekur hann Presley-slagarann Love Me í myndinni Wild at Heart.
Mest lesið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira