Lífið

Leyfir fjölmiðlum ekki að eyðileggja bestu stundirnar

Mynd/instagram
Jessica Simpson, 33 ára, prýðir forsíðu Redbook tímaritsins í febrúar þar sem hún ræðir opinskátt hvernig hún fór að því að taka ekki nærri sér harða gagnrýni um líkamslögun sína í fjölmiðlum vestan hafs eftir að hún gekk með sitt annað barn, drenginn Ace Knut, í fyrrasumar. Ace er annað barn Jessicu og Eric Johnson, eiginmanns hennar, en fyrir eiga þau stúlkuna Maxwell Drew sem fæddist í maí 2012. 

Hundsar gagnrýni

,,Ég hlusta ekki á þessar háværu gagnrýnisraddir. Þær eru óréttlátar í alla staði. Ég held að allar konur sem eru barnshafandi og um það bil að fæða barn hafi fullan rétt á að borða nákvæmlega það sem þær vilja svo lengi sem þær hugsa vel um heilsuna," segir Jessica meðal annars í forsíðuviðtalinu.

,,Ég var staðráðin í að leyfa fjölmiðlum ekki að eyðileggja bestu stundir lífs míns."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.