Lífið

Karlmenn klæða sig upp sem kynlífsdúkkur

Heimildarmynd um karlmenn sem klæða sig í gúmmí búninga og setja á sig andlitsgrímur til þess að líta út eins og kynlífsdúkkur var sýndur á sjónvarpsstöðinni Channel 4 í Bretlandi í gær.

Ástæður mannanna fyrir þessu eru margvíslegar. Einn sagði til dæmis að þegar hann gengi um í búningnum fengi hans loks þá athygli sem hann hefði alltaf þráð. Hann væri falleg kona en ekki ólaglegur karlmaður. Sem karlmaðurinn sem hann er hefði hann aldrei fengið neina athygli út á útlit sitt.

Í myndbandi með fréttinni má sjá brot úr heimildarmyndinni. Á frétt Gawker um málið er hægt að sjá aðra útgáfu af myndbandi úr myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.