Lífið

Hefur ímugust á andlitshárum

Ugla Egilsdóttir skrifar
Harry hlustar greinilega á ömmu sína.
Harry hlustar greinilega á ömmu sína. Nordicphotos/AFP
Harry Bretaprins skartaði um tíma skeggi eftir ferðalag sitt til Suðurpólsins. Nú er hann þó búinn að raka af sér skeggið að ósk ömmu sinnar, Elísabetar Bretlandsdrottningar.

Drottningin er sögð hafa ímugust á andlitshárum. Henni finnst allt í lagi að konungbornir láti sér vaxa skegg á meðan þeir eru í hernum eða á ferðalögum í útlöndum, en heima við þurfa þeir að vera snyrtilegir til fara.

Auk þess mega starfsmenn konungshallarinnar ekki vera með skegg og hugsanlega finnst henni erfitt að framfylgja þeirri reglu ef barnabörn hennar virða ekki reglur um snyrtimennsku. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.