Lífið

Stórkostlegt að eiga sama afmælisdag og þessir meistarar

Ellý Ármanns skrifar
Hildur Líf (24) og Karl Örvarsson (47) eiga afmæli í dag 8. janúar eins og stórstjörnurnar David Bowie (67 ára) og Elvis Presley, sem hefði orðið 79 ára gamall en hann lést 16. ágúst árið 1977. Við heyrðum stuttlega í Karli og Hildi - óskuðum þeim til hamingju og spurðum þau hvernig tilfinning það er að eiga afmæli á þessum dásamlega degi.



Elvis Presley, Karl Örvarsson og David Bowie.samsett mynd
Líður stórkostlega

Hvernig líður þér að eiga sama afmælisdag og Bowie og Presley heitinn? ,,47 ára gömlum líður mér alveg konunglega og líður eiginlega svolítið eins og 27 ára. Kannski er það tengingin við Presley og Bowie.  Mér finnst stórkostlegt að eiga sama afmælisdag og þessir meistarar þar sem báðir eru í goðatölu hjá mér. Hins vegar vissi ég nú ekkert af því fyrr en á fullorðinsárum en nú gefur þetta deginum extra vægi," svarar Karl.

,,Ég hef meðal annars sett upp tribute tónleika þennan dag þeim til heiðurs. Svo má ekki gleyma fleira frábæru fólki sem á afmæli þennan dag eins og André Backman, Þorgrími Þráinssyni, Dóru Takefusa, Golla Magg og Jóni Agli vini mínum að ógleymdum Steingrími Eyfjörð heitnum, hinum eina sanna Bríó. Já hvílíkur dagur," segir Karl eldhress.

Hildur Líf.mynd/einkasafn
Hártreatment og sushihittingur

Til hamingju með 24 ára afmælið. Hvernig líður þér í dag? ,,Mér líður yndislega. Þetta er venjulegur dagur. Ég fór í vinnuna í morgun og er að panta sokkabuxur og ýmislegt skemmtilegt þar núna svo fer ég í hár-treatment og í sushi-hitting með nokkrum góðum. Ég knúsa síðan hundana mína og fjölskyldu í kvöld. Mér finnst afskaplega gaman að eiga þennan afmælisdag. Presley og Bowie eru uppáhalds tónlistarmenn ömmu og mömmu og alltaf jafn indælt að hlusta á þessa snillinga," svarar Hildur Líf afmælisstelpa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.