Lífið

Sex and the City útiloka ekki að taka upp þráðinn

Carrie, Charlotte, Samantha og Miranda
Carrie, Charlotte, Samantha og Miranda AFP/NordicPhotos
Í síðasta tölublaði InStyle, segir Sarah Jessica Parker, sem leikur hlutverk tískugyðjunnar Carrie Bradshaw í Sex and the City, endurkomu vinkvennanna á hvíta tjaldið ekki útilokaða.

„Hluta af mér finnst sagan ekki öll sögð,“ segir Sarah Jessica í samtali við tímaritið. 

Meðleikari Söruh Jessicu, Kristen Davis sem leikur hlutverk hinnar siðvöndu Charlotte hefur svipaða sögu að segja, en í viðtali við tímaritið Haute Living í desember sagði hún þriðju kvikmyndina ekki útilokaða. „Ég veit ekki hvað verður úr, en það væri spennandi ef svo væri.“

Ekkert hefur þó verið gert opinbert í þessum efnum og því ef til vill aðeins of snemmt að taka út Manolo-skóna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.