Lífið

Nýtt draumateymi í Hollywood

Kat Dennings og Beth Behrs
Kat Dennings og Beth Behrs AFP/NordicPhotos
Kat Dennings og Beth Behrs, stjörnur gamanþáttaraðarinnar Two Broke Girls á sjónvarpsstöðinni CBS virðast ætla að verða arftakar þeirra Tinu Fey og Amy Poehler sem draumakynnar á verðlaunahátíðum.

Dennings og Behrs koma til með að kynna People's Choice Awards í ár, en þær virðast taka sér Tinu Fey og Amy Poehler til fyrirmyndar. „Ég sá stiklu þar sem Amy og Tina voru að syngja við píanó. Mér finnst þær algjörir snillingar. Við gætum lært mikið af þeim. Þær eru ótrúlega fyndnar,“ sagði Dennings í viðtali nýlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.