Lífið

49,7 kg farin

Ellý Ármanns skrifar
,,Árið 2004 tók ég ákvörðun um að breyta lífsstílnum. Á þeim tíma var ég 122,7 kíló, rosalega þreytt, úrvinda og bara í mjög lélegu jafnvægi. Ég var sífellt að svelta mig og lenda í átköstum og vonaði heitt og innilega að mér tækist að ná jafnvægi en það tókst ekki," segir Hanna Kristín Didriksen, 45 ára, þegar samtal okkar hvernig hún breytti lífsstílnum með því að hreyfa sig meira og taka sig á í mataræðinu hefst.

,,Ég er 73 kg í dag," bætir hún við ánægð.



Hanna Kristín geislar af gleði í dag.Myndir/einkasafn
Hvorki svöng né þreytt

Hvernig fórstu að því að létta þig um 49,7 kg? ,,Árið 2004 byrjaði ég á Herbalife og fljótlega þá fór ég að skoða síður sem tengdust Herbalife lífsstíl. Ég fylltist áhuga og náði að taka af mér 40 kíló fyrsta árið. Á árunum 2006 til 2009 þá notaði ég tímann til þess að laga lífsstílinn betur. Ég lærði að elda spennandi rétti og útbúa daginn fyrir fram. Ég lærði að vera ekki svöng eða þreytt," svarar Hanna Kristín.

,,Ég byrjaði að lyfta af krafti og brenndi á morgnana til þess að ráðast vel á fituprósentuna og seinnipartinn lyfti ég af krafti. Ég sá til þess að blanda saman hollum mat, sjeikum, vítamínum, te og vökvandi drykkjum. Ég notaði vel af Thermo complete sem hélt mér vakandi og viljugri ásamt því að auka hitann í líkamanum svo ég gæti náð meiri árangri í leikfiminni."

Lyginni líkast.myndir/einkasafn
Dansar sig í form

,,Árið 2014 verður árið þar sem innri styrkur verður styrktur. Ég hef ekki verið að ströggla við að fitna og grennast síðan ég tók ákvörðun um að breyta og lifa eftir þessum lífsstíl. Ég er alltaf bara svipuð og elska að rækta kroppakrílið fimm sinnum í viku. Í dag dansa ég mig í form með stelpunum í World Class og bara elska það," segir hún.

Hér er Hanna Kristín að taka á því í ræktinni.mynd/einkasafn
Borðar fjölbreytt fæði

,,Ég mæti fimm  sinnum í viku í dansinn og bara brosi út í eitt og hamast eins og þetta sé síðasti dansinn.  Ég lyfti þegar mig langar að lyfta svona þrisvar sinnum í viku og geri það í kringum dansinn.  Ég borða mínar fjórar til fimm máltíðir á dag sem ég set saman úr sjeikum, próteinstöngum, grískri jógúrt, máltíðarbörum, kjúklingi, kjöt, fisk, grænmeti, ávexti, fræjum, olíum og góðu kryddi. Ég nota líka egg töluvert. Ég borða fjölbreytt og reglubundið og sé til þess að vera í jafnvægi."



Munurinn er rosalegur. Sjáið breytinguna sem orðið hefur á Hönnu Kristínu.myndir/einkasafn
Partídís

,,Ég vil hafa það gaman í lífinu svo ég geri mér far um að hlæja mikið og halda veislur við hvert tækifæri.  Ég er sífellt að verðlauna fólkið mitt og alla sem ég mögulega get verðlaunað og þá brosi ég mikið og kætist. Ég elska að hjálpa fólki við það að taka skrefin áfram og bara fíla Herbalife lífstílinn í tætlur enda er þetta skemmtilegt, ljúffengt, dásamlegt og auðvelt. What more can a girl ask for?" segir þessi orkumikla lífsglaða kona að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.