Lífið

10 milljónir horfðu á Downton Abbey

Þættirnir eru gríðarlega vinsælir í Bandaríkjunum.
Þættirnir eru gríðarlega vinsælir í Bandaríkjunum.
Rúmlega 10 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á fyrsta þáttinn í fjórðu seríu af Downton Abbey sem fór í loftið á stöðinni PBS á sunnudagskvöld. Þetta þykir ótrúlega mikið áhorf, sérstaklega ef mið er tekið af því að þátturinn var sýndur í Bretlandi fyrir þremur og hálfum mánuði.

Til samanburðar horfðu 5,3 milljónir á fyrsta þáttinn í fimmtu seríu af Breaking Bad þáttunum. Þetta undirstrikar hversu gríðarlega vinsælir Downton Abbey þættirnir eru Vestanhafs.

Þættirnir í fjórðu seríu voru gríðarlega vinsælir í Bretlandi, þar sem um 11,8 milljónir horfðu á hvern þátt, sem er 18,6% bresku þjóðarinnar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.