Bullandi frjósemi í Bollywood-dansinum Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2014 11:15 Margrét Erla Maack, fjölmiðladís og danskennari, segir að Bollywooddans auki mjög frjósemi og telur sig hafa staðfestingar fyrir þeirri kenningu. mynd/vilhelm Margrét Erla Maack, fjölmiðladís og danskennari, segir að Bollywooddans auki mjög frjósemi og telur sig hafa staðfestingar fyrir þeirri kenningu. Hún skýtur reyndar ekki loku fyrir að um tilviljun geti verið að ræða. „En, þetta er 6. Bollywoodbarnið sem er komið undir. Það var mikil gleði í tímanum í gær,“ segir Margét Erla. Hún staðhæfir að Bollywood-dansinn auki frjósemi og telur sig að minnsta kosti vera með þrjú dæmi algerlega því til staðfestingar. „Það er ýmislegt í þessu. Í Bollywood eru mjaðmirnar hristar rosalega mikið. Svo er það líka það sem gerist er að konur verða oft sáttari með líkama sinn eftir að hafa verið í dansi sem skilar sér í aukinni kynhvöt.“ Gríðarlega mikið er að gerast í dansinum um þessar stundir. Margrét Erla er að kenna 150 konum í hverri viku nú um stundir; Bollywood, magadans, Beyoncé-kóreógrafía og Burlesque. „Þetta snýst eiginlega allt um að hrista á sér rassinn og ef það er eitthvað svoleiðis, þá kenni ég það,“ segir Margrét Erla og hlær þegar hún er spurð hvað valdi því að hún sé þar staðsett: „Ætli ég sé ekki með svona stórar mjaðmir, sést svo vel hvað ég er að gera og því á ég auðvelt með að kenna það.“ Ekki eru margir karlmenn sem sækja dansnámsskeið þó það sé svo að flestir kennarar og „mentorar“ Margrétar Erlu sjálfrar séu karlmenn. „Jújú, það hafa komið strákar í Beyoncé en við reyndum einu sinni að setja upp magadansnámskeið fyrir karlmenn en það reyndist ekki áhugi á því. Ég persónulega kann betur að meta karlmenn sem kunna að hreyfa á sér mjaðmirnar! Í vinnustaðanámskeiðum, óvissuferðum og fleiru slíku þá kemur oft í ljós að þeir geta verið mjög góðir í þessu.“ Nóg er að gera í dansinum og 26. janúar leiðir Margrét Erla framhaldshóp sinn, sem telur 12 stúlkur, í dansi sem er sérstaklega ætlaður indverska sendiherranum. Þá er þjóðhátíð á Indlandi og veisla í sendiráðinu. „Við dönsuðum fyrir sendiherrann í fyrra og hann getur ekki hugsað sér veisluna á þess að hafa dansinn.“ Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
Margrét Erla Maack, fjölmiðladís og danskennari, segir að Bollywooddans auki mjög frjósemi og telur sig hafa staðfestingar fyrir þeirri kenningu. Hún skýtur reyndar ekki loku fyrir að um tilviljun geti verið að ræða. „En, þetta er 6. Bollywoodbarnið sem er komið undir. Það var mikil gleði í tímanum í gær,“ segir Margét Erla. Hún staðhæfir að Bollywood-dansinn auki frjósemi og telur sig að minnsta kosti vera með þrjú dæmi algerlega því til staðfestingar. „Það er ýmislegt í þessu. Í Bollywood eru mjaðmirnar hristar rosalega mikið. Svo er það líka það sem gerist er að konur verða oft sáttari með líkama sinn eftir að hafa verið í dansi sem skilar sér í aukinni kynhvöt.“ Gríðarlega mikið er að gerast í dansinum um þessar stundir. Margrét Erla er að kenna 150 konum í hverri viku nú um stundir; Bollywood, magadans, Beyoncé-kóreógrafía og Burlesque. „Þetta snýst eiginlega allt um að hrista á sér rassinn og ef það er eitthvað svoleiðis, þá kenni ég það,“ segir Margrét Erla og hlær þegar hún er spurð hvað valdi því að hún sé þar staðsett: „Ætli ég sé ekki með svona stórar mjaðmir, sést svo vel hvað ég er að gera og því á ég auðvelt með að kenna það.“ Ekki eru margir karlmenn sem sækja dansnámsskeið þó það sé svo að flestir kennarar og „mentorar“ Margrétar Erlu sjálfrar séu karlmenn. „Jújú, það hafa komið strákar í Beyoncé en við reyndum einu sinni að setja upp magadansnámskeið fyrir karlmenn en það reyndist ekki áhugi á því. Ég persónulega kann betur að meta karlmenn sem kunna að hreyfa á sér mjaðmirnar! Í vinnustaðanámskeiðum, óvissuferðum og fleiru slíku þá kemur oft í ljós að þeir geta verið mjög góðir í þessu.“ Nóg er að gera í dansinum og 26. janúar leiðir Margrét Erla framhaldshóp sinn, sem telur 12 stúlkur, í dansi sem er sérstaklega ætlaður indverska sendiherranum. Þá er þjóðhátíð á Indlandi og veisla í sendiráðinu. „Við dönsuðum fyrir sendiherrann í fyrra og hann getur ekki hugsað sér veisluna á þess að hafa dansinn.“
Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira