Lífið

Meryl Streep húðskammar Walt Disney

SAMSETTMYND/AFP/NordicPhotos
Meryl Streep afhenti í gærkvöldi Emmu Thompson National Board of Review-verðlaun sem besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í Saving Mr. Banks.

Við afhendingu verðlaunanna hélt Meryl Streep þrumandi ræðu þar sem hún kallaði Walt Disney meðal annars karlrembu og rasista, og hrósaði Emmu Thompson í hástert. Í ræðunni segir meðal annars:

„Sumir af samstarfsmönnum Walt Disney hafa sagt frá því að Disney líkaði ekki við konur. Ward Kimball, sem var hátt settur í fyrirtækinu sagði að Walt hefði hvorki treyst konum né köttum. Það er eins og fólk hafi sætt sig við þá meintu staðreynd sem segir að skapandi fólk sé furðulegt fólk, eða pirrandi, sérviturt, skemmt, erfitt. Einhver regla sem segi að skapandi fólk skorti samkennd eða mannúð. Þessi mynd er oft dregin upp í okkar bransa. Mozart, Van Gogh, Tarantino, Eminem... Ezra Pound sagði 'Ég hef enn ekki hitt neinn sem skiptir máli sem var ekki skapbráður.' En það hef ég gert - Emmu Thompson.

Og hún hefur ekki bara fullkomna stjórn á skapi sínu, hún er nánast dýrlingur.“

Meryl hefur hlotið mikla athygli fyrir ræðu sína og hér má lesa hana í heild sinni.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.