Lífið

Fór á Taco Bell eftir verðlaunahátíðina

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Poppkóngurinn Justin Timberlake hlaut þrenn verðlaun á People's Choice-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, meðal annars fyrir bestu plötuna. Hann fagnaði með stæl - á Taco Bell.

Justin var að sjálfsögðu í gríðarlega góðu skapi og stillti sér upp með starfsmönnum skyndibitastaðarins. Hann setti myndina á Instagram og skrifaði við hana:

„Hvað gera menn eftir að hafa unnið 3 PCA-verðlaun?!?! Einfalt mál...fara á Taco Bell!!“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.